Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2021 15:26 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. Spjótin hafa beinst að KSÍ og landsliðinu vegna frásagna af ofbeldisbrotum leikmanna en á sama tíma eru Arnar og sá landsliðshópur sem hann hefur nú til staðar að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni HM. Liðið mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. „Ég held að það sé ekkert launungarmál að þetta er búið að vera mjög erfitt. Mitt verkefni er að halda utan um þetta þannig að við náum utan um hópinn og náum leikmönnunum með rétt hugarfar fyrir þessa þrjá mikilvægu leiki. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra það neitt frekar. Þetta er bara mjög erfitt fyrir alla,“ sagði Arnar. Ætlar í alvöru enginn landsliðsmaður að segja neitt? Þær fyrirmyndir — Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) August 31, 2021 Mjög erfitt fyrir leikmenn að liggja undir grun Aðspurður hvernig hljóðið væri í leikmönnum, þar á meðal reynslumiklum leikmönnum á borð við Hannes Þór Halldórsson og Kára Árnason sem verið hafa í hópnum um langt árabil, svaraði Arnar: „Sem betur fer eru þessir leikmenn mjög reyndir og hafa gengið í gegnum mikið á sínum ferli, og náð ótrúlegum árangri. Til að ná árangri þarftu að geta einbeitt þér að þeim hlutum sem þú hefur stjórn á. Það er grunnurinn að því að geta staðið sig sem íþróttamaður. En það er einfaldlega þannig að ég er með hóp, ekki bara leikmenn heldur 39 manns í „búblu“ hér inni á hóteli, og þessi hópur af fólki hefur ekki gert neitt af sér. Ég held að það sé alveg ljóst að það sé mjög erfitt fyrir leikmenn sem ósjálfkrafa liggja undir grun um eitthvað sem þeir hafa ekki gert, að það er mjög erfitt fyrir alla að finna réttu orðin. Það er rosalega erfitt fyrir alla núna að segja eitthvað rétt. Það er einhvern veginn alltaf allt rangt. Og það þýðir ekkert að okkur sé alveg sama. Það er bara rosalega mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að það er erfitt fyrir leikmennina að sitja fyrir svörum, því þeir eru hræddir við að segja eitthvað rangt. Ég sagði það við Eið Smára [Guðjohnsen, aðstoðarþjálfara] á sunnudagskvöldið, þegar það var mikið að gerast, að við gætum jafnvel búist við því að leikmenn sem myndu meiðast í leikjum á sunnudaginn hefðu ekki kjark til að láta okkur vita að þeir væru meiddir. Við erum komnir þangað og það er mjög slæmt. Mjög erfitt,“ sagði Arnar. Tvær breytingar urðu á landsliðshópnum um helgina. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein Sigþórsson út úr hópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig úr hópnum. Inn í hópinn komu Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson. HM 2022 í Katar KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Spjótin hafa beinst að KSÍ og landsliðinu vegna frásagna af ofbeldisbrotum leikmanna en á sama tíma eru Arnar og sá landsliðshópur sem hann hefur nú til staðar að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni HM. Liðið mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. „Ég held að það sé ekkert launungarmál að þetta er búið að vera mjög erfitt. Mitt verkefni er að halda utan um þetta þannig að við náum utan um hópinn og náum leikmönnunum með rétt hugarfar fyrir þessa þrjá mikilvægu leiki. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra það neitt frekar. Þetta er bara mjög erfitt fyrir alla,“ sagði Arnar. Ætlar í alvöru enginn landsliðsmaður að segja neitt? Þær fyrirmyndir — Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) August 31, 2021 Mjög erfitt fyrir leikmenn að liggja undir grun Aðspurður hvernig hljóðið væri í leikmönnum, þar á meðal reynslumiklum leikmönnum á borð við Hannes Þór Halldórsson og Kára Árnason sem verið hafa í hópnum um langt árabil, svaraði Arnar: „Sem betur fer eru þessir leikmenn mjög reyndir og hafa gengið í gegnum mikið á sínum ferli, og náð ótrúlegum árangri. Til að ná árangri þarftu að geta einbeitt þér að þeim hlutum sem þú hefur stjórn á. Það er grunnurinn að því að geta staðið sig sem íþróttamaður. En það er einfaldlega þannig að ég er með hóp, ekki bara leikmenn heldur 39 manns í „búblu“ hér inni á hóteli, og þessi hópur af fólki hefur ekki gert neitt af sér. Ég held að það sé alveg ljóst að það sé mjög erfitt fyrir leikmenn sem ósjálfkrafa liggja undir grun um eitthvað sem þeir hafa ekki gert, að það er mjög erfitt fyrir alla að finna réttu orðin. Það er rosalega erfitt fyrir alla núna að segja eitthvað rétt. Það er einhvern veginn alltaf allt rangt. Og það þýðir ekkert að okkur sé alveg sama. Það er bara rosalega mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að það er erfitt fyrir leikmennina að sitja fyrir svörum, því þeir eru hræddir við að segja eitthvað rangt. Ég sagði það við Eið Smára [Guðjohnsen, aðstoðarþjálfara] á sunnudagskvöldið, þegar það var mikið að gerast, að við gætum jafnvel búist við því að leikmenn sem myndu meiðast í leikjum á sunnudaginn hefðu ekki kjark til að láta okkur vita að þeir væru meiddir. Við erum komnir þangað og það er mjög slæmt. Mjög erfitt,“ sagði Arnar. Tvær breytingar urðu á landsliðshópnum um helgina. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein Sigþórsson út úr hópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig úr hópnum. Inn í hópinn komu Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson.
HM 2022 í Katar KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti