Rúnar Páll um leikina þrjá sem eftir eru hjá Fylki: Það eru úrslitaleikir framundan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2021 07:30 Rúnar Páll Sigmundsson, nýráðinn þjálfari Fylkis, segir að hann eigi erfitt en spennandi verkefni fyrir höndum. Mynd/skjáskot Rúnar Páll Sigmundsson var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, en hann fær það verkefni að reyna að bjarga liðinu frá falli. Liðið hefur 16 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Fylkir á eftir að mæta KA, ÍA og Val. „Þetta er bara spennandi. Þetta er krefjandi og vonandi verður þetta bráðskemmtilegt,“ sagði Rúnar Páll, aðspurður af hverju hann tók þetta verkefni að sér. Fylkismenn eiga þrjá erfiða leiki eftir, en Valsarar eru enn í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og ÍA berst fyrir lífi sínu í deildinni ásamt Fylki. „Allir leikir eru erfiðir í þessari deild en ég kem náttúrulega bara inn á svolítið sérstökum tíma. Það eru úrslitaleikir framundan og þú mátt ekki misstíga þig mikið, það eru skemmtilegustu leikirnir.“ „Ég er klár í að koma með nokkur verkfæri hérna inn til þess að stilla þetta af og reyna að fá góða leiki.“ Þrátt fyrir stöðu Fylkis í deildinni segist Rúnar sjá mikla möguleika í liðinu. „Fylkisliðið er bara mjög gott lið með marga mjög efnilega og skemmtilega stráka ásamt mönnum með mikla reynslu. Við þurfum bara aðeins að þétta liðið og hafa trú á því sem við erum að gera. Ég held að það sé lykilatriði.“ „Síðan förum við bara í einn leik í einu og náum í þessi stig.“ Hann segir þó að liðinu gæti skort sjálfstraust eftir erfitt tímabil, en að seinustu þrír leikir tímabilsins snúist fyrst og fremst um liðsheild. „Þegar þetta gengur svona og menn tapa leikjum þá minnkar sjálfstraustið svo sem. En þetta snýst um liðsheild og að þekkja hlutverk sitt inn og út sem og hlutverk liðsfélagans. Ég ætla að reyna að koma því aðeins fyrir og síðan verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Vonandi gengur það vel.“ Rúnar segir liðið líta vel út, allavega miðað við það sem hann hefur séð á æfingum. „Æfingin í gær var bara mjög fín og leit bara vel út. Þetta er bara hrikalega skemmtilegt verkefni og drengirnir voru flottir í gær.“ Eins og fram hefur komið eru þrjár umferðir eftir af Pepsi Max deildinni. Rúnar vill helst sjá sína menn taka öll níu stigin sem eru í boði en stillir væntingunum þó í hóf. „Við viljum auðvitað sjá níu stig. En við verðum að vera raunsæir og við þurfum bara að byrja á því að fara norður að spila góðan leik og fá sjálfstraust í liðið. Vonandi næ ég að stilla liðið af eins og ég vil hafa það.“ „Þetta snýst allt um að hafa trú á sjálfum sér og þá hafa aðrir trú á þér.“ Rúnar Páll hætti óvænt með Stjörnuna í sumar og hann segist hafa saknað fótboltans á þeim tíma sem hann var í burtu frá vellinum. „Gríðarlega, ég neita því nú ekki. Það er gríðarlega gaman að vera kominn aftur inn, þetta er bara frábært að taka þennan mánuðinn á bullandi trukki.“ Viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Rúnar Páll Fótbolti Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Þetta er bara spennandi. Þetta er krefjandi og vonandi verður þetta bráðskemmtilegt,“ sagði Rúnar Páll, aðspurður af hverju hann tók þetta verkefni að sér. Fylkismenn eiga þrjá erfiða leiki eftir, en Valsarar eru enn í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og ÍA berst fyrir lífi sínu í deildinni ásamt Fylki. „Allir leikir eru erfiðir í þessari deild en ég kem náttúrulega bara inn á svolítið sérstökum tíma. Það eru úrslitaleikir framundan og þú mátt ekki misstíga þig mikið, það eru skemmtilegustu leikirnir.“ „Ég er klár í að koma með nokkur verkfæri hérna inn til þess að stilla þetta af og reyna að fá góða leiki.“ Þrátt fyrir stöðu Fylkis í deildinni segist Rúnar sjá mikla möguleika í liðinu. „Fylkisliðið er bara mjög gott lið með marga mjög efnilega og skemmtilega stráka ásamt mönnum með mikla reynslu. Við þurfum bara aðeins að þétta liðið og hafa trú á því sem við erum að gera. Ég held að það sé lykilatriði.“ „Síðan förum við bara í einn leik í einu og náum í þessi stig.“ Hann segir þó að liðinu gæti skort sjálfstraust eftir erfitt tímabil, en að seinustu þrír leikir tímabilsins snúist fyrst og fremst um liðsheild. „Þegar þetta gengur svona og menn tapa leikjum þá minnkar sjálfstraustið svo sem. En þetta snýst um liðsheild og að þekkja hlutverk sitt inn og út sem og hlutverk liðsfélagans. Ég ætla að reyna að koma því aðeins fyrir og síðan verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Vonandi gengur það vel.“ Rúnar segir liðið líta vel út, allavega miðað við það sem hann hefur séð á æfingum. „Æfingin í gær var bara mjög fín og leit bara vel út. Þetta er bara hrikalega skemmtilegt verkefni og drengirnir voru flottir í gær.“ Eins og fram hefur komið eru þrjár umferðir eftir af Pepsi Max deildinni. Rúnar vill helst sjá sína menn taka öll níu stigin sem eru í boði en stillir væntingunum þó í hóf. „Við viljum auðvitað sjá níu stig. En við verðum að vera raunsæir og við þurfum bara að byrja á því að fara norður að spila góðan leik og fá sjálfstraust í liðið. Vonandi næ ég að stilla liðið af eins og ég vil hafa það.“ „Þetta snýst allt um að hafa trú á sjálfum sér og þá hafa aðrir trú á þér.“ Rúnar Páll hætti óvænt með Stjörnuna í sumar og hann segist hafa saknað fótboltans á þeim tíma sem hann var í burtu frá vellinum. „Gríðarlega, ég neita því nú ekki. Það er gríðarlega gaman að vera kominn aftur inn, þetta er bara frábært að taka þennan mánuðinn á bullandi trukki.“ Viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Rúnar Páll
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira