Alger stakkaskipti á göngusvæðum í miðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 2. september 2021 20:31 reykjavíkurborg Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar. Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar. Við Skólavörðustíginn verða miklar breytingar samkvæmt þessari forhönnun. Þar verður lögð áhersla á mannlíf, gróður og lýsingu. reykjavíkurborg Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/egill „Hér erum við kannski í hjarta þessa svæðis. Hér verður borgargarður þar sem verða ólík beð sem túlka hvert sína árstíðina. Þannig að ég hvet fólk til að skoða tillögurnar. Þær eru mjög skemmtilegar,“ segir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. reykjavíkurborg Hér sjáum við það svæði sem mun taka stakkaskiptum allt frá Klapparstil, Vegamótastíg niður Laugaveginn allt og að hluta Bankastrætis. reykjavíkurborg „Við munum áfangaskipta þessu aðeins til að létta byrðarnar. Þannig að það verði ekki rask í miðborginni fyrir þá verslun og þjónustu sem hér er. Ég reikna þá ekki með að þetta taki eitt ár heldur kannski tvö, þrjú eða fjörgur,“ segir Pawel. Af myndum að dæma hefði maður fyrirfram kannski áhyggjur af aðgengi slökkviliðs og annarrar neyðarþjónustu en Pawel segir hugsað fyrir því. reykjavíkurborg „Já það er tryggt að gatan sé akfær í samræmi við lög á öllum stöðum. Þannig að það er þá annað hvort hægra meginn eða vinstra meginn þar sem þeir geta farið yfir. En auðvitað er heildartilgangur þessarra breytinga að lyfta götunum upp sem göngusvæði en ekki sem akvegi,“ segir Pawel. reykjavíkurborg Og formaður skipulags- og samgönguráðs er sannfærður um að þetta verði menningarlífi og verslun miðborginni til framdráttar. „Ef við skoðum stöðuna í dag sjáum við að það er heilmikið líf hér á fimmtudegi í september. Þessar breytingar munu svo sannarlega ekki gera það neitt verra,“ segir Pawel Bartoszek. Reykjavík Skipulag Göngugötur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar. Við Skólavörðustíginn verða miklar breytingar samkvæmt þessari forhönnun. Þar verður lögð áhersla á mannlíf, gróður og lýsingu. reykjavíkurborg Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/egill „Hér erum við kannski í hjarta þessa svæðis. Hér verður borgargarður þar sem verða ólík beð sem túlka hvert sína árstíðina. Þannig að ég hvet fólk til að skoða tillögurnar. Þær eru mjög skemmtilegar,“ segir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. reykjavíkurborg Hér sjáum við það svæði sem mun taka stakkaskiptum allt frá Klapparstil, Vegamótastíg niður Laugaveginn allt og að hluta Bankastrætis. reykjavíkurborg „Við munum áfangaskipta þessu aðeins til að létta byrðarnar. Þannig að það verði ekki rask í miðborginni fyrir þá verslun og þjónustu sem hér er. Ég reikna þá ekki með að þetta taki eitt ár heldur kannski tvö, þrjú eða fjörgur,“ segir Pawel. Af myndum að dæma hefði maður fyrirfram kannski áhyggjur af aðgengi slökkviliðs og annarrar neyðarþjónustu en Pawel segir hugsað fyrir því. reykjavíkurborg „Já það er tryggt að gatan sé akfær í samræmi við lög á öllum stöðum. Þannig að það er þá annað hvort hægra meginn eða vinstra meginn þar sem þeir geta farið yfir. En auðvitað er heildartilgangur þessarra breytinga að lyfta götunum upp sem göngusvæði en ekki sem akvegi,“ segir Pawel. reykjavíkurborg Og formaður skipulags- og samgönguráðs er sannfærður um að þetta verði menningarlífi og verslun miðborginni til framdráttar. „Ef við skoðum stöðuna í dag sjáum við að það er heilmikið líf hér á fimmtudegi í september. Þessar breytingar munu svo sannarlega ekki gera það neitt verra,“ segir Pawel Bartoszek.
Reykjavík Skipulag Göngugötur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira