Alger stakkaskipti á göngusvæðum í miðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 2. september 2021 20:31 reykjavíkurborg Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar. Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar. Við Skólavörðustíginn verða miklar breytingar samkvæmt þessari forhönnun. Þar verður lögð áhersla á mannlíf, gróður og lýsingu. reykjavíkurborg Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/egill „Hér erum við kannski í hjarta þessa svæðis. Hér verður borgargarður þar sem verða ólík beð sem túlka hvert sína árstíðina. Þannig að ég hvet fólk til að skoða tillögurnar. Þær eru mjög skemmtilegar,“ segir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. reykjavíkurborg Hér sjáum við það svæði sem mun taka stakkaskiptum allt frá Klapparstil, Vegamótastíg niður Laugaveginn allt og að hluta Bankastrætis. reykjavíkurborg „Við munum áfangaskipta þessu aðeins til að létta byrðarnar. Þannig að það verði ekki rask í miðborginni fyrir þá verslun og þjónustu sem hér er. Ég reikna þá ekki með að þetta taki eitt ár heldur kannski tvö, þrjú eða fjörgur,“ segir Pawel. Af myndum að dæma hefði maður fyrirfram kannski áhyggjur af aðgengi slökkviliðs og annarrar neyðarþjónustu en Pawel segir hugsað fyrir því. reykjavíkurborg „Já það er tryggt að gatan sé akfær í samræmi við lög á öllum stöðum. Þannig að það er þá annað hvort hægra meginn eða vinstra meginn þar sem þeir geta farið yfir. En auðvitað er heildartilgangur þessarra breytinga að lyfta götunum upp sem göngusvæði en ekki sem akvegi,“ segir Pawel. reykjavíkurborg Og formaður skipulags- og samgönguráðs er sannfærður um að þetta verði menningarlífi og verslun miðborginni til framdráttar. „Ef við skoðum stöðuna í dag sjáum við að það er heilmikið líf hér á fimmtudegi í september. Þessar breytingar munu svo sannarlega ekki gera það neitt verra,“ segir Pawel Bartoszek. Reykjavík Skipulag Göngugötur Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar. Við Skólavörðustíginn verða miklar breytingar samkvæmt þessari forhönnun. Þar verður lögð áhersla á mannlíf, gróður og lýsingu. reykjavíkurborg Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/egill „Hér erum við kannski í hjarta þessa svæðis. Hér verður borgargarður þar sem verða ólík beð sem túlka hvert sína árstíðina. Þannig að ég hvet fólk til að skoða tillögurnar. Þær eru mjög skemmtilegar,“ segir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. reykjavíkurborg Hér sjáum við það svæði sem mun taka stakkaskiptum allt frá Klapparstil, Vegamótastíg niður Laugaveginn allt og að hluta Bankastrætis. reykjavíkurborg „Við munum áfangaskipta þessu aðeins til að létta byrðarnar. Þannig að það verði ekki rask í miðborginni fyrir þá verslun og þjónustu sem hér er. Ég reikna þá ekki með að þetta taki eitt ár heldur kannski tvö, þrjú eða fjörgur,“ segir Pawel. Af myndum að dæma hefði maður fyrirfram kannski áhyggjur af aðgengi slökkviliðs og annarrar neyðarþjónustu en Pawel segir hugsað fyrir því. reykjavíkurborg „Já það er tryggt að gatan sé akfær í samræmi við lög á öllum stöðum. Þannig að það er þá annað hvort hægra meginn eða vinstra meginn þar sem þeir geta farið yfir. En auðvitað er heildartilgangur þessarra breytinga að lyfta götunum upp sem göngusvæði en ekki sem akvegi,“ segir Pawel. reykjavíkurborg Og formaður skipulags- og samgönguráðs er sannfærður um að þetta verði menningarlífi og verslun miðborginni til framdráttar. „Ef við skoðum stöðuna í dag sjáum við að það er heilmikið líf hér á fimmtudegi í september. Þessar breytingar munu svo sannarlega ekki gera það neitt verra,“ segir Pawel Bartoszek.
Reykjavík Skipulag Göngugötur Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira