Agnarsmá hlutdeild útgerðar í Kauphöll Annas Jón Sigmundsson skrifar 3. september 2021 08:00 Í lok árs 2020 lögðu 20 þingmenn fram beiðni til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera um að láta gera skýrslu um eignahald 20 stærstu útgerðafélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Skýrslan var kynnt þann 25. ágúst síðastliðinn. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður að beiðni um skýrsluna lýsti yfir vonbrigðum sínum með skýrsluna og efnistök hennar. Þingkosningar fara fram 25. september næstkomandi. Margir þingmenn og frambjóðendur á höfuðborgarsvæðinu virðast hafa miklar áhyggjur af þeim ítökum sem íslensk útgerðarfyrirtæki hafa í íslensku viðskiptalífi. Líklega er slíkt tal auðveld leið til atkvæðaveiða hjá vissum hluta kjósenda. Þegar gögn um hlutdeild útgerðarfyrirtækja á landsbyggðinni í félögum skráðum í Kauphöll Íslands eru skoðuð má hins vegar sjá að ítök þeirra eru í raun agnarsmá. Þannig eiga íslensk útgerðarfyrirtæki sem staðsett eru á landsbyggðinni einungis rúmlega 5% af skráðum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Markaðsvirði þeirra 20 félaga sem skráð eru í Kauphöll nema í dag 2.280 milljörðum króna. Níu félög á landsbyggðinni sem tengjast útgerð eiga hlutabréf sem nema 125 milljörðum króna í Kauphöllinni. Áhyggjur af umsvifum íslenskra útgerðarfélaga í íslensku viðskiptalífi eru því stórlega ýktar. Stærsti einstaki eigandi er Samherji sem á um 65 milljarða króna í hlutabréfum í Kauphöll. Þar er stærsti hlutinn tæplega 33% hlutur í Eimskip en markasðvirði hlutarins nemur í dag 26 milljörðum króna. Þá fer Samherji með 33% hlut í Síldarvinnslunni sem metinn er á 39 milljarða króna. Þá má hér nefna að einungis eitt af þessum félögum í Kauphöll er með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Þar er um að ræða Síldarvinnsluna hf. á Neskaupsstað. Líklega hafa umsvif íslenskra útgerðarfyrirtækja sjaldan verið minni í íslensku viðskiptalífi. Á síðustu öld voru íslensk útgerðarfyrirtæki td stórir eigendur í tryggingafyrirtækjum og einnig áttu þau stór sölusamtök. Þá má nefna að útgerðarfyrirtæki hafa takmörkuð tækifæri til að stækka öfugt við flest önnur fyrirtæki í Kauphöll þar sem fiskistofnar eru takmörkuð auðlind auk þess sem lög banna þeim að fara yfir 12% hlutdeild í aflaheimildum. Það er því frekar áhyggjuefni hversu lítil áhrif fyrirtæki á landsbyggðinni hafa í íslensku viðskiptalífi sem og að aðeins eitt fyrirtæki í Kauphöll sé með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Því væri mun uppbyggilegra að sjá stjórnmálafólk koma með tillögur að því hvernig auka megi umsvif fyrirtækja á landsbyggðinni í íslensku viðskiptalífi. Með því má auka lífsgæði á landsbyggðinni og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi. Það yrði sem dæmi mikil lyftistöng fyrir Akureyri ef höfuðstöðvar Eimskips yrðu færðar þangað. Höfundur er viðskiptafræðingur búsettur á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kauphöllin Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í lok árs 2020 lögðu 20 þingmenn fram beiðni til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera um að láta gera skýrslu um eignahald 20 stærstu útgerðafélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Skýrslan var kynnt þann 25. ágúst síðastliðinn. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður að beiðni um skýrsluna lýsti yfir vonbrigðum sínum með skýrsluna og efnistök hennar. Þingkosningar fara fram 25. september næstkomandi. Margir þingmenn og frambjóðendur á höfuðborgarsvæðinu virðast hafa miklar áhyggjur af þeim ítökum sem íslensk útgerðarfyrirtæki hafa í íslensku viðskiptalífi. Líklega er slíkt tal auðveld leið til atkvæðaveiða hjá vissum hluta kjósenda. Þegar gögn um hlutdeild útgerðarfyrirtækja á landsbyggðinni í félögum skráðum í Kauphöll Íslands eru skoðuð má hins vegar sjá að ítök þeirra eru í raun agnarsmá. Þannig eiga íslensk útgerðarfyrirtæki sem staðsett eru á landsbyggðinni einungis rúmlega 5% af skráðum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Markaðsvirði þeirra 20 félaga sem skráð eru í Kauphöll nema í dag 2.280 milljörðum króna. Níu félög á landsbyggðinni sem tengjast útgerð eiga hlutabréf sem nema 125 milljörðum króna í Kauphöllinni. Áhyggjur af umsvifum íslenskra útgerðarfélaga í íslensku viðskiptalífi eru því stórlega ýktar. Stærsti einstaki eigandi er Samherji sem á um 65 milljarða króna í hlutabréfum í Kauphöll. Þar er stærsti hlutinn tæplega 33% hlutur í Eimskip en markasðvirði hlutarins nemur í dag 26 milljörðum króna. Þá fer Samherji með 33% hlut í Síldarvinnslunni sem metinn er á 39 milljarða króna. Þá má hér nefna að einungis eitt af þessum félögum í Kauphöll er með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Þar er um að ræða Síldarvinnsluna hf. á Neskaupsstað. Líklega hafa umsvif íslenskra útgerðarfyrirtækja sjaldan verið minni í íslensku viðskiptalífi. Á síðustu öld voru íslensk útgerðarfyrirtæki td stórir eigendur í tryggingafyrirtækjum og einnig áttu þau stór sölusamtök. Þá má nefna að útgerðarfyrirtæki hafa takmörkuð tækifæri til að stækka öfugt við flest önnur fyrirtæki í Kauphöll þar sem fiskistofnar eru takmörkuð auðlind auk þess sem lög banna þeim að fara yfir 12% hlutdeild í aflaheimildum. Það er því frekar áhyggjuefni hversu lítil áhrif fyrirtæki á landsbyggðinni hafa í íslensku viðskiptalífi sem og að aðeins eitt fyrirtæki í Kauphöll sé með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Því væri mun uppbyggilegra að sjá stjórnmálafólk koma með tillögur að því hvernig auka megi umsvif fyrirtækja á landsbyggðinni í íslensku viðskiptalífi. Með því má auka lífsgæði á landsbyggðinni og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi. Það yrði sem dæmi mikil lyftistöng fyrir Akureyri ef höfuðstöðvar Eimskips yrðu færðar þangað. Höfundur er viðskiptafræðingur búsettur á Akureyri.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun