Er sama þótt hann nái ekki kjöri og kallar Þórhildi Sunnu „krakkafjanda“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2021 09:33 Glúmur fer ófögrum orðum um Þórhildi Sunnu á Facebook. Glúmur Baldvinsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segist alveg sama þótt fólk kjósi hann ekki í alþingiskosningunum; hann hafi nóg annað fyrir stafni. Þá sé honum í blóð borið að vera ekki eins og aðrir og því tali hann hreint út um hlutina. Glúmur Baldvinsson birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann fjallar um reynslu sína af tvennum kappræðum. Segist hann meðal annars, að þrátt fyrir getgátur um annað, hafi hann í bæði skiptin gert þau mistök að hafa mætt alsgáður. Þá sagði hann forvitnilegt að mæta pólitískum keppinautum í sminkinu en gaf þeim misgóðar einkunn. „Nú hef ég mætt í kappræður í sjónvarpi og útvarpi tvo daga í röð. Svo óheppilega vildi til að í bæði skiptin mætti ég alsgáður og edrú. Það hefði ég aldrei átt að gera því leiðinlegri þætti hef ég aldrei áður þurft að standa af mér,“ segir Glúmur. Að hans sögn tóku honum vel Inga Sæland og Bjarni Ben og þá kom honum á óvart hversu Logi Einarsson var viðkunnanlegur. „Þorgerður tók mér með kulda og Sunna þessi virti mig ekki viðlits. Heilsaði ekki einu sinni. Smári minn gamli ritstjóri heilsaði ekki þrátt fyrir að við höfum þekkst í tæp 30 ár,“ segir Glúmur. Sigurður Ingi hafi verið vingjarnlegur en Sigmundur hans „besti vinur“ og gefið honum góð ráð. Nokkrar umræður hafa skapast um Facebook-færslu Glúms en þar segir Ragnar nokkur Jónasson hápunktinn hafa verið þegar Glúmur þaggaði í „píratakvikindinu“. „Ég ætlaði ekki að vera ókurteis gagnvart henni en hún truflaði mig í miðri setningu. Og ég sagði bara: Í Guðs bænum leyfðu mér að klára. En nú er sagt á fjölmiðlum að ég hafi sagt krakkfjandanum að þegja. Allt afbakað,“ svara Glúmur. Þá segir hann að sem betur fer hafi hann ekki verið sakaður um að áreita Sunnu og aðrar konur kynferðislega. Á hann þar við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. „Þá fyrst hefði fjandinn orðið laus,“ segir hann. Uppfært kl. 10.30: Þórhildur hefur tjáð sig um málið á Facebook. Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Píratar Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira
Glúmur Baldvinsson birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann fjallar um reynslu sína af tvennum kappræðum. Segist hann meðal annars, að þrátt fyrir getgátur um annað, hafi hann í bæði skiptin gert þau mistök að hafa mætt alsgáður. Þá sagði hann forvitnilegt að mæta pólitískum keppinautum í sminkinu en gaf þeim misgóðar einkunn. „Nú hef ég mætt í kappræður í sjónvarpi og útvarpi tvo daga í röð. Svo óheppilega vildi til að í bæði skiptin mætti ég alsgáður og edrú. Það hefði ég aldrei átt að gera því leiðinlegri þætti hef ég aldrei áður þurft að standa af mér,“ segir Glúmur. Að hans sögn tóku honum vel Inga Sæland og Bjarni Ben og þá kom honum á óvart hversu Logi Einarsson var viðkunnanlegur. „Þorgerður tók mér með kulda og Sunna þessi virti mig ekki viðlits. Heilsaði ekki einu sinni. Smári minn gamli ritstjóri heilsaði ekki þrátt fyrir að við höfum þekkst í tæp 30 ár,“ segir Glúmur. Sigurður Ingi hafi verið vingjarnlegur en Sigmundur hans „besti vinur“ og gefið honum góð ráð. Nokkrar umræður hafa skapast um Facebook-færslu Glúms en þar segir Ragnar nokkur Jónasson hápunktinn hafa verið þegar Glúmur þaggaði í „píratakvikindinu“. „Ég ætlaði ekki að vera ókurteis gagnvart henni en hún truflaði mig í miðri setningu. Og ég sagði bara: Í Guðs bænum leyfðu mér að klára. En nú er sagt á fjölmiðlum að ég hafi sagt krakkfjandanum að þegja. Allt afbakað,“ svara Glúmur. Þá segir hann að sem betur fer hafi hann ekki verið sakaður um að áreita Sunnu og aðrar konur kynferðislega. Á hann þar við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. „Þá fyrst hefði fjandinn orðið laus,“ segir hann. Uppfært kl. 10.30: Þórhildur hefur tjáð sig um málið á Facebook.
Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Píratar Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira