Sósíalistar vilja byltingu, Framsókn vill framfarir Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 3. september 2021 14:31 Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins, svarar grein minni um samvinnuna í ítarlegu og löngu máli eins og hans er von og vísa. Gunnar Smári er góður penni og beittur og endurskrifar sögu Framsóknar eins og hún sé á tiltölulega beinni leið til helvítis. Eins og áður er Sósíalistaflokkurinn fastur í fortíðinni enda er tal flokksmanna um arðrán, auðvald og kúgun, ómur frá upphafi síðustu aldar. Samvinnan sem Gunnari Smára er svo ofarlega í huga er samvinna sósíalista, sósíalista einna, ekki samvinna ólíkra afla um hvernig best sé að bæta samfélagið. Stjórnmál eru ekki trúarbrögð Í huga sósíalista virðist vera eitt einfalt svar við öllu og það er svar þeirra sjálfra. Að þessu leyti er hugarheimur þessa ysta vinstris ekki ólíkt hugarheimi þeirra sem liggja lengst til hægri með sína óheftu markaðshyggju. Um þá óheftu markaðshyggju má segja að hún hefur beðið skipbrot tvisvar sinnum á síðustu þrettán árum. Óheftur markaður skóp hrunið og óheftur markaður réði ekki við heimsfaraldurinn. Í bæði skipti hefur almenningur þurft að hlaupa undir bagga. Um sósíalismann þarf ekki að hafa mörg orð því saga síðustu aldar er öðrum þræði hörmungarsaga þeirrar öfgastefnu. Yst til hægri og yst til vinstri eru stjórnmál trúarbrögð þeirra sem telja sig hafa fundið hinn eina stóra sannleik. Í mínum huga eru stjórnmál ekki trúarbrögð heldur mikilvægt tæki til að bæta samfélagið. Framsókn: Framsækinn miðjuflokkur Framsókn er framsækinn miðjuflokkur. Í því felst að Framsókn vinnur með það besta úr báðum heimum, heimum vinstrisins og hægrisins. Við erum frjálslynt umbótaafl eins og Hermann Jónasson talaði um á sinni tíð og útskýrði frjálslyndi með þessum orðum: „Þetta felur í sér að flokkurinn er fordómalaus um úrlausnir aðsteðjandi vandamála á hverjum tíma. Hann vill beita aðferðum þekkingar og vísinda til að ryðja framþróuninni braut á grundvelli þeirra þjóðfélagslegu gilda sem stefna hans byggist á.“ Fortíðarþrá sósíalista Ég heyri engan samvinnutón í trúarjátningu sósíalista. Ég heyri bara tón sundrungar. Sama hver spurningin er þá er svarið alltaf öfgakennd krafa um að brjóta niður og byggja svo upp á forsendum sósíalista. Alltumlykjandi er síðan fortíðarþráin, hvað allt var gott í gamla daga en ömurlegt í dag. Hvert sem litið er í stefnumálum sósíalista er afturhvarf til fortíðar, krafan um að gera Ísland gott aftur. Hið jákvæða afl hvers og eins Við búum í góðu samfélagi en alltaf má gera betur. Það gerum við með því að byggja á hinu jákvæða afli sem býr í hverjum og einum. Það gerum við með því að skapa umhverfi þar sem allir geta blómstrað – á eigin forsendum en ekki annarra. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins, svarar grein minni um samvinnuna í ítarlegu og löngu máli eins og hans er von og vísa. Gunnar Smári er góður penni og beittur og endurskrifar sögu Framsóknar eins og hún sé á tiltölulega beinni leið til helvítis. Eins og áður er Sósíalistaflokkurinn fastur í fortíðinni enda er tal flokksmanna um arðrán, auðvald og kúgun, ómur frá upphafi síðustu aldar. Samvinnan sem Gunnari Smára er svo ofarlega í huga er samvinna sósíalista, sósíalista einna, ekki samvinna ólíkra afla um hvernig best sé að bæta samfélagið. Stjórnmál eru ekki trúarbrögð Í huga sósíalista virðist vera eitt einfalt svar við öllu og það er svar þeirra sjálfra. Að þessu leyti er hugarheimur þessa ysta vinstris ekki ólíkt hugarheimi þeirra sem liggja lengst til hægri með sína óheftu markaðshyggju. Um þá óheftu markaðshyggju má segja að hún hefur beðið skipbrot tvisvar sinnum á síðustu þrettán árum. Óheftur markaður skóp hrunið og óheftur markaður réði ekki við heimsfaraldurinn. Í bæði skipti hefur almenningur þurft að hlaupa undir bagga. Um sósíalismann þarf ekki að hafa mörg orð því saga síðustu aldar er öðrum þræði hörmungarsaga þeirrar öfgastefnu. Yst til hægri og yst til vinstri eru stjórnmál trúarbrögð þeirra sem telja sig hafa fundið hinn eina stóra sannleik. Í mínum huga eru stjórnmál ekki trúarbrögð heldur mikilvægt tæki til að bæta samfélagið. Framsókn: Framsækinn miðjuflokkur Framsókn er framsækinn miðjuflokkur. Í því felst að Framsókn vinnur með það besta úr báðum heimum, heimum vinstrisins og hægrisins. Við erum frjálslynt umbótaafl eins og Hermann Jónasson talaði um á sinni tíð og útskýrði frjálslyndi með þessum orðum: „Þetta felur í sér að flokkurinn er fordómalaus um úrlausnir aðsteðjandi vandamála á hverjum tíma. Hann vill beita aðferðum þekkingar og vísinda til að ryðja framþróuninni braut á grundvelli þeirra þjóðfélagslegu gilda sem stefna hans byggist á.“ Fortíðarþrá sósíalista Ég heyri engan samvinnutón í trúarjátningu sósíalista. Ég heyri bara tón sundrungar. Sama hver spurningin er þá er svarið alltaf öfgakennd krafa um að brjóta niður og byggja svo upp á forsendum sósíalista. Alltumlykjandi er síðan fortíðarþráin, hvað allt var gott í gamla daga en ömurlegt í dag. Hvert sem litið er í stefnumálum sósíalista er afturhvarf til fortíðar, krafan um að gera Ísland gott aftur. Hið jákvæða afl hvers og eins Við búum í góðu samfélagi en alltaf má gera betur. Það gerum við með því að byggja á hinu jákvæða afli sem býr í hverjum og einum. Það gerum við með því að skapa umhverfi þar sem allir geta blómstrað – á eigin forsendum en ekki annarra. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar