Gísla vel fagnað þegar hann sneri aftur eftir fimm mánaða fjarveru Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2021 16:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár. getty/Peter Niedung Eftir langa fjarveru vegna meiðsla sneri Gísli Þorgeir Kristjánsson aftur á völlinn þegar Magdeburg mætti Erlangen í æfingaleik í gærkvöldi. Gísli skoraði eitt mark í öruggum sigri Magdeburg, 34-22. Ómar Ingi Magnússon var næstmarkahæstur hjá Magdeburg með fimm mörk. Þetta var síðasti æfingaleikur Magdeburg áður en keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst. Stark! Wir gewinnen unser letztes Testspiel mit 34:22 gegen den HC Erlangen. zum Spielbericht: https://t.co/MQTCfsewOC_____ Franzi Gora / neb Handball pic.twitter.com/ovFYVZFIYy— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) September 2, 2021 Gísli kom inn á eftir átján mínútur og áhorfendur klöppuðu honum lof í lófa. Þetta var fyrsti leikur Gísla síðan hann fór úr axlarlið í leik Magdeburg og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni 21. mars. Það var í þriðja sinn sem hann fer úr axlarlið á ferlinum. Gísli gekkst undir aðgerð á öxl í vor og er nú kominn aftur út á völlinn. Í samtali við handbolta.is sagðist Gísli vera himinlifandi með endurkomuna. „Þetta var æðisleg tilfinning. Ég býst ekki við öðru en að verða tilbúinn í fyrsta leik í deildinni,“ sagði Gísli en Magdeburg tekur á móti Viggó Kristjánssyni og Andra Má Rúnarssyni og félögum í Stuttgart á fimmtudaginn. Á síðasta tímabili endaði Magdeburg í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og vann EHF-bikarinn. Gísli, sem er 22 ára, skoraði 39 mörk og gaf 27 stoðsendingar í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann gekk í raðir Magdeburg frá Kiel í fyrra. Þýski handboltinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira
Gísli skoraði eitt mark í öruggum sigri Magdeburg, 34-22. Ómar Ingi Magnússon var næstmarkahæstur hjá Magdeburg með fimm mörk. Þetta var síðasti æfingaleikur Magdeburg áður en keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst. Stark! Wir gewinnen unser letztes Testspiel mit 34:22 gegen den HC Erlangen. zum Spielbericht: https://t.co/MQTCfsewOC_____ Franzi Gora / neb Handball pic.twitter.com/ovFYVZFIYy— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) September 2, 2021 Gísli kom inn á eftir átján mínútur og áhorfendur klöppuðu honum lof í lófa. Þetta var fyrsti leikur Gísla síðan hann fór úr axlarlið í leik Magdeburg og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni 21. mars. Það var í þriðja sinn sem hann fer úr axlarlið á ferlinum. Gísli gekkst undir aðgerð á öxl í vor og er nú kominn aftur út á völlinn. Í samtali við handbolta.is sagðist Gísli vera himinlifandi með endurkomuna. „Þetta var æðisleg tilfinning. Ég býst ekki við öðru en að verða tilbúinn í fyrsta leik í deildinni,“ sagði Gísli en Magdeburg tekur á móti Viggó Kristjánssyni og Andra Má Rúnarssyni og félögum í Stuttgart á fimmtudaginn. Á síðasta tímabili endaði Magdeburg í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og vann EHF-bikarinn. Gísli, sem er 22 ára, skoraði 39 mörk og gaf 27 stoðsendingar í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann gekk í raðir Magdeburg frá Kiel í fyrra.
Þýski handboltinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira