Val Ancelottis á Andra Lucasi vekur athygli spænskra fjölmiðla Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 23:01 Andri Lucas Guðjohnsen er á meðal 40 leikmanna sem Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, valdi í Meistaradeildarhóp liðsins fyrir komandi tímabil. Spænskir fjölmiðlar hafa vakið sérstaka athygli á valinu. Andri Lucas er 19 ára gamall og þreytti frumraun sína með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi liðsins fyrir Rúmeníu á Laugardalsvelli í gærkvöld. Hann gæti þá komið við sögu er Ísland mætir Norður-Makedóníu á sunnudag eða Þýskalandi á miðvikudag. Hann hefur verið á mála hjá Real Madrid frá 2018 eftir að hafa verið áður í unglingastarfi Barcelona og Espanyol í Katalóníu. Hann hóf æfingar hjá Barcelona á meðan faðir hans aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Eiður Smári Guðjohnsen lék með Barcelona árin 2006 til 2009. Gudjohnsen back in the Champions League in 2021 https://t.co/C3za3PuYCP— Football España (@footballespana_) September 3, 2021 Ancelotti valdi 25 manna leikmannahóp fyrir komandi átök hjá Real Madrid í Meistaradeildinni í vetur en 15 uppaldir leikmenn til viðbótar eru á varalista. Andri Lucas er í síðari hópnum. Miðlar á við AS, Football Espana og Marca vöktu sérstaka athygli á því að Andri Lucas sé í Meistaradeildarhópi spænska stórliðsins. Hann var frá lungann úr síðasta tímabili vegna hnémeiðsla en var færður upp í B-lið félagsins, Castilla, fyrir komandi leiktíð og mun spila með því í spænsku C-deildinni í vetur. Áhugavert verður að sjá hvort hann fái tækifæri á stóra sviðinu en Real Madrid er í riðli með Ítalíumeisturum Inter Milan, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu og Sheriff Tiraspol frá Moldóvu. Son of former Barça star Gudjohnsen in Real Madrid's Champions League squadhttps://t.co/Szt4t9P3lF— AS English (@English_AS) September 3, 2021 Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Andri Lucas er 19 ára gamall og þreytti frumraun sína með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi liðsins fyrir Rúmeníu á Laugardalsvelli í gærkvöld. Hann gæti þá komið við sögu er Ísland mætir Norður-Makedóníu á sunnudag eða Þýskalandi á miðvikudag. Hann hefur verið á mála hjá Real Madrid frá 2018 eftir að hafa verið áður í unglingastarfi Barcelona og Espanyol í Katalóníu. Hann hóf æfingar hjá Barcelona á meðan faðir hans aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Eiður Smári Guðjohnsen lék með Barcelona árin 2006 til 2009. Gudjohnsen back in the Champions League in 2021 https://t.co/C3za3PuYCP— Football España (@footballespana_) September 3, 2021 Ancelotti valdi 25 manna leikmannahóp fyrir komandi átök hjá Real Madrid í Meistaradeildinni í vetur en 15 uppaldir leikmenn til viðbótar eru á varalista. Andri Lucas er í síðari hópnum. Miðlar á við AS, Football Espana og Marca vöktu sérstaka athygli á því að Andri Lucas sé í Meistaradeildarhópi spænska stórliðsins. Hann var frá lungann úr síðasta tímabili vegna hnémeiðsla en var færður upp í B-lið félagsins, Castilla, fyrir komandi leiktíð og mun spila með því í spænsku C-deildinni í vetur. Áhugavert verður að sjá hvort hann fái tækifæri á stóra sviðinu en Real Madrid er í riðli með Ítalíumeisturum Inter Milan, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu og Sheriff Tiraspol frá Moldóvu. Son of former Barça star Gudjohnsen in Real Madrid's Champions League squadhttps://t.co/Szt4t9P3lF— AS English (@English_AS) September 3, 2021
Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira