Íslenski boltinn

Ásmundur hættir með Fjölni eftir tímabilið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
14D3731F9CA5B15B341892786C7FB7B445D7F5CEB8FDE43232FC55B250C56DA4_713x0

Knattspyrnudeild Fjölnis og Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, hafa tekið þá ákvörðun að framlengja ekki samstarfinu að tímabili loknu. Ásmundur hefur þjálfað liðið í samtals tíu ár af þrjátíu ára sögu félagsins.

Fjölnir greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag, en Ásmundur hefur skipað stóran sess í sögu félagsins. Hann var tvisvar sinnum aðalþjálfari meistaraflokks karla og undir hans stjórn komst liðið tvisvar upp í efstu deild.

Fjölnir fór einnig tvisvar í bikarúrslit undir stjórn Ásmundar, en liðið féll úr efstu deild á seinasta tímabili.

Í tilkynningu félagsins kemur fram að Ásmundur skilji við liðið á góðum stað, en Fjölnir situr nú í fjórða sæti Lengjudeildarinnar þegar liðið á þrjá leiki eftir. Fjölnismenn halda enn í veika von um að vinna sér inn sæti í efstu deild á komandi tímabili. Til að það gangi upp þarf liðið að vinna upp átta stiga forskot Eyjamanna þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×