Úr 80 þúsund í ríflega 264 þúsund Eiður Þór Árnason skrifar 6. september 2021 16:29 Boeing 737 MAX þotur Icelandair. Vilhelm Gunnarsson Ríflega 264 þúsund farþegar flugu með Icelandair í ágúst, samanborið við tæplega 80 þúsund á sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar í millilandaflugi rúmlega 241 þúsund samanborið við um 67 þúsund í ágúst 2020 og 195 þúsund í júlí 2021. Farþegar til Íslands voru 145 þúsund í ágúst, samanborið við tæplega 53 þúsund fyrir ári. Tengifarþegum heldur áfram að fjölga en þeir voru 72 þúsund samanborið við um 1.300 í fyrra og um 51 þúsund í júlí í ár. Þetta kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir ágústmánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Að sögn félagsins var sætanýting í millilandaflugi 72% samanborið við 68% í ágúst í fyrra. Hækkaði hún úr rúmum 70% í júlí 2021 þrátt fyrir áhrif útbreiðslu delta afbrigðisins á Íslandi og á lykilmörkuðum félagsins erlendis. Farþegar í innanlandsflugi voru 22.600 samanborið við 12.400 á sama tíma í fyrra. Farþegum í innanlandsflugi hefur fjölgað um 55% það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Ætla að ná 75 prósent af flugáætlun ársins 2019 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að flugfélagið hafi farið úr 30 brottförum á viku frá Keflavík í maí í um 200 brottfarir á viku í ágúst. Stundvísi í millilandaflugi var 87%. „Sem það flugfélag sem flytur flesta ferðamenn til landsins þá hefur þessi hraða uppbygging skipt sköpum fyrir íslenska ferðaþjónustu á undanförnum mánuðum en við fluttum yfir 150 þúsund ferðamenn til landsins í sumar. Þá hefur góður árangur náðst í fraktflutningum til og frá landinu að undanförnu en mesta aukningin er á Norður-Atlantshafinu þar sem við höldum áfram að styrkja stöðu okkar,“ segir Bogi í tilkynningu. Fjöldi seldra blokktíma í leigustarfsemi jókst um 61% á milli ára í ágúst, að sögn félagsins. Fraktflutningar jukust um 39% á milli ára í ágúst og hafa aukist um 21% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt nýrri vetraráætlun Icelandair er stefnt að 160 brottförum á viku til 25 áfangastaða sem jafngildir um 65 til 75% af áætlun ársins 2019. „Uppbyggingin heldur því áfram með það að markmiði að ná stöðugleika í fluginu á ný og við munum áfram nýta þann sveigjanleika sem félagið býr yfir til að aðlaga flugáætlun okkar að aðstæðum hverju sinni og grípa þau tækifæri sem gefast á hverjum tíma hér eftir sem hingað til,“ er haft eftir Boga í tilkynningu. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fjöldi farþega þrefaldaðist milli mánaða Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga. 6. júlí 2021 17:50 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Farþegar til Íslands voru 145 þúsund í ágúst, samanborið við tæplega 53 þúsund fyrir ári. Tengifarþegum heldur áfram að fjölga en þeir voru 72 þúsund samanborið við um 1.300 í fyrra og um 51 þúsund í júlí í ár. Þetta kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir ágústmánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Að sögn félagsins var sætanýting í millilandaflugi 72% samanborið við 68% í ágúst í fyrra. Hækkaði hún úr rúmum 70% í júlí 2021 þrátt fyrir áhrif útbreiðslu delta afbrigðisins á Íslandi og á lykilmörkuðum félagsins erlendis. Farþegar í innanlandsflugi voru 22.600 samanborið við 12.400 á sama tíma í fyrra. Farþegum í innanlandsflugi hefur fjölgað um 55% það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Ætla að ná 75 prósent af flugáætlun ársins 2019 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að flugfélagið hafi farið úr 30 brottförum á viku frá Keflavík í maí í um 200 brottfarir á viku í ágúst. Stundvísi í millilandaflugi var 87%. „Sem það flugfélag sem flytur flesta ferðamenn til landsins þá hefur þessi hraða uppbygging skipt sköpum fyrir íslenska ferðaþjónustu á undanförnum mánuðum en við fluttum yfir 150 þúsund ferðamenn til landsins í sumar. Þá hefur góður árangur náðst í fraktflutningum til og frá landinu að undanförnu en mesta aukningin er á Norður-Atlantshafinu þar sem við höldum áfram að styrkja stöðu okkar,“ segir Bogi í tilkynningu. Fjöldi seldra blokktíma í leigustarfsemi jókst um 61% á milli ára í ágúst, að sögn félagsins. Fraktflutningar jukust um 39% á milli ára í ágúst og hafa aukist um 21% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt nýrri vetraráætlun Icelandair er stefnt að 160 brottförum á viku til 25 áfangastaða sem jafngildir um 65 til 75% af áætlun ársins 2019. „Uppbyggingin heldur því áfram með það að markmiði að ná stöðugleika í fluginu á ný og við munum áfram nýta þann sveigjanleika sem félagið býr yfir til að aðlaga flugáætlun okkar að aðstæðum hverju sinni og grípa þau tækifæri sem gefast á hverjum tíma hér eftir sem hingað til,“ er haft eftir Boga í tilkynningu.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fjöldi farþega þrefaldaðist milli mánaða Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga. 6. júlí 2021 17:50 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Fjöldi farþega þrefaldaðist milli mánaða Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga. 6. júlí 2021 17:50