Hefur farið í 100 sýnatökur: „Get haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2021 10:03 Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, er mögulegur sýnatökukóngur landsins. vísir/Vilhelm Það væri heiður að vera sýnatökukóngur Íslands, segir leikarinn Jóhannes Haukur sem fór í sína eitt hundruðustu skimun á föstudag. Hann segist vanur sýnatökupinnanum og gæti haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann. Í dag hafa um milljón sýni vegna kórónuveirufaraldursins verið tekin hér á landi, ýmist við landamærin eða innanlands. Skimunum er misskipt milli landsmanna en sennilega hafa fáir fengið sýnatökupinnan eins oft upp í nefið og leikarinn Jóhannes Haukur. „Ég náði minni hundruðustu covid skimun á föstudag, eða hundraðasta PCR prófinu. Það er svona ákveðinn áfangi.“ Þessi fjöldi skimana á sér eðlilegar skýringar þar sem Jóhannes hefur verið við tökur á Netflix þáttunum Vikings í Írlandi og tökulið er skimað daglega. Þar að auki hafa ferðalög verið tíð vegna þáttanna. Hann segir orðinn vanur sýnatökunum sem hafi þó verið erfiðar í fyrstu. „Fyrstu skiptin eru skrýtin en svo venst þetta, það er bara eins og með allt í lífinu. Þegar þú ert kominn upp í hundrað skipti, þó einhver stingi eyrnapinna lengst aftan í nefholurnar að þá er það ekkert mál. Þetta er vont fyrst en svo venst þetta,“ segir Jóhannes brattur. „Ég get alveg haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann.“ Hann segist ekki hafa heyrt af neinum sem hefur oftar farið í skimun. „Það væri kannski áhugavert að vita hvort maður væri allavega á topp fimm eða tíu. Þetta er ákveðinn heiður að hafa. Ég veit ekki betur en að ég sé sýnatökukóngur landsins.“ „En þetta er lítil fyrirhöfn af minni hálfu. Ég sit bara og opna munnin og glenni út nasavængina. Það eru aðrir sem sjá um að taka sýnin og greina þau. En ég á minn þátt í þessu,“ segir Jóhannes nokkuð stoltur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Í dag hafa um milljón sýni vegna kórónuveirufaraldursins verið tekin hér á landi, ýmist við landamærin eða innanlands. Skimunum er misskipt milli landsmanna en sennilega hafa fáir fengið sýnatökupinnan eins oft upp í nefið og leikarinn Jóhannes Haukur. „Ég náði minni hundruðustu covid skimun á föstudag, eða hundraðasta PCR prófinu. Það er svona ákveðinn áfangi.“ Þessi fjöldi skimana á sér eðlilegar skýringar þar sem Jóhannes hefur verið við tökur á Netflix þáttunum Vikings í Írlandi og tökulið er skimað daglega. Þar að auki hafa ferðalög verið tíð vegna þáttanna. Hann segir orðinn vanur sýnatökunum sem hafi þó verið erfiðar í fyrstu. „Fyrstu skiptin eru skrýtin en svo venst þetta, það er bara eins og með allt í lífinu. Þegar þú ert kominn upp í hundrað skipti, þó einhver stingi eyrnapinna lengst aftan í nefholurnar að þá er það ekkert mál. Þetta er vont fyrst en svo venst þetta,“ segir Jóhannes brattur. „Ég get alveg haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann.“ Hann segist ekki hafa heyrt af neinum sem hefur oftar farið í skimun. „Það væri kannski áhugavert að vita hvort maður væri allavega á topp fimm eða tíu. Þetta er ákveðinn heiður að hafa. Ég veit ekki betur en að ég sé sýnatökukóngur landsins.“ „En þetta er lítil fyrirhöfn af minni hálfu. Ég sit bara og opna munnin og glenni út nasavængina. Það eru aðrir sem sjá um að taka sýnin og greina þau. En ég á minn þátt í þessu,“ segir Jóhannes nokkuð stoltur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira