Ný lög um þungunarrof versta tegund kynbundinnar mismununar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. september 2021 10:50 Nýjum lögum mótmælt fyrir utan þinghúsið í Austin. AP/Austin American-Statesman/Jay Janner Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna á sviðið mannréttinda- og jafnréttismála fordæma harðlega ný lög um þungunarrof í Texas í Bandaríkjunum og segja þau meðal annars fela í sér verstu tegund kynbundinnar mismununar. Melissa Upreti, sem fer fyrir starfshóp SÞ um mismunun gegn konum og stúlkum varar við því að lagasetningin, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu, muni gera það að verkum að þau verða framkvæmd úr augsýn og við óöruggar aðstæður. „Þessi nýju lög gera þungunarrof óörugg og banvæn og skapa nýja áhættu fyrir konur og stúlkur. Þau fela í sér gríðarlega mismunun og brjóta gegn fjölda réttinda sem eru tryggð í alþjóðalögum,“ segir hún. Þá hefur hún gagnrýnt Hæstarétt Bandaríkjanna harðlega fyrir að grípa ekki inn í og koma í veg fyrir að lögin tækju gildi en sú ákvörðun hefði ekki aðeins orðið til þess að yfirvöld í Texas hefðu tekið skref afturábak, heldur hefðu Bandaríkin öll farið aftur í tímann í augum heimsbyggðarinnar. Reem Alsalem, sem er sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum er varða ofbeldi gegn konum, segir Hæstarétt hafa ákveðið kasta yfirráðum kvenna yfir eigin líkama fyrir róða og þannig opnað á ofbeldi gegn konum og þeim sem framkvæma þungunarrof. Hún bendir á að ákvörðunin muni hafa mest áhrif á konur sem tilheyra minnihlutahópum og búa við fátækt en viðbúið er að nú muni konur sem búa í Texas þurfa að ferðast til annarra ríkja til að sækja þjónustuna. Þá ber að geta þess að lagasetningin í Texas hefur orðið til þess að löggjafinn í að minnsta kosti sex öðrum ríkjum horfir nú til þess að takmarka aðgengi kvenna að þungunarrofi með svipuðum hætti. Lögin hafa gjarnan verið kölluð „hjartsláttarlöggjöf“ af andstæðingum þungunarrofs en vísindamenn hafa bent á að það sé í raun rangnefni, þar sem sá „hjartsláttur“ sem finnist við sex vikur sé aðeins vefur sem sé að byrja að verða að hjarta. Margar ef ekki flestar konur verða ekki meðvitaðar um að þær séu óléttar fyrr en seinna á meðgöngunni og talið er að bannið muni fækka þungunarrofsaðgerðum um allt að 90 prósent. Engar undanþágur eru veittar þótt þungunin sé afleiðing naugðunar eða sifjaspells. Gagnrýnendur segja að með lögunum sé horft framhjá fordæminu sem Hæstiréttur setti með niðurstöðu sinni í málinu sem kallað er Roe gegn Wade, en hann tryggði öllum bandarískum konum réttinn til þungunarrofs allt þar til fóstrið væri orðið að barni sem gæti lifað utan líkama móðurinnar. Þá hefur verið harðlega gagnrýnt að það verður ekki undir opinberum aðilum að fylgja lögunum eftir, heldur leggja þau það á almenna borgara að tilkynna um ólögmæt þungunarrof, gegn peningaverðlaunum og greiðslu málskostnaðar ef málið vinnst fyrir dómstólum. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Heilbrigðismál Frjósemi Tengdar fréttir Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. 3. september 2021 11:45 Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01 Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Melissa Upreti, sem fer fyrir starfshóp SÞ um mismunun gegn konum og stúlkum varar við því að lagasetningin, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu, muni gera það að verkum að þau verða framkvæmd úr augsýn og við óöruggar aðstæður. „Þessi nýju lög gera þungunarrof óörugg og banvæn og skapa nýja áhættu fyrir konur og stúlkur. Þau fela í sér gríðarlega mismunun og brjóta gegn fjölda réttinda sem eru tryggð í alþjóðalögum,“ segir hún. Þá hefur hún gagnrýnt Hæstarétt Bandaríkjanna harðlega fyrir að grípa ekki inn í og koma í veg fyrir að lögin tækju gildi en sú ákvörðun hefði ekki aðeins orðið til þess að yfirvöld í Texas hefðu tekið skref afturábak, heldur hefðu Bandaríkin öll farið aftur í tímann í augum heimsbyggðarinnar. Reem Alsalem, sem er sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum er varða ofbeldi gegn konum, segir Hæstarétt hafa ákveðið kasta yfirráðum kvenna yfir eigin líkama fyrir róða og þannig opnað á ofbeldi gegn konum og þeim sem framkvæma þungunarrof. Hún bendir á að ákvörðunin muni hafa mest áhrif á konur sem tilheyra minnihlutahópum og búa við fátækt en viðbúið er að nú muni konur sem búa í Texas þurfa að ferðast til annarra ríkja til að sækja þjónustuna. Þá ber að geta þess að lagasetningin í Texas hefur orðið til þess að löggjafinn í að minnsta kosti sex öðrum ríkjum horfir nú til þess að takmarka aðgengi kvenna að þungunarrofi með svipuðum hætti. Lögin hafa gjarnan verið kölluð „hjartsláttarlöggjöf“ af andstæðingum þungunarrofs en vísindamenn hafa bent á að það sé í raun rangnefni, þar sem sá „hjartsláttur“ sem finnist við sex vikur sé aðeins vefur sem sé að byrja að verða að hjarta. Margar ef ekki flestar konur verða ekki meðvitaðar um að þær séu óléttar fyrr en seinna á meðgöngunni og talið er að bannið muni fækka þungunarrofsaðgerðum um allt að 90 prósent. Engar undanþágur eru veittar þótt þungunin sé afleiðing naugðunar eða sifjaspells. Gagnrýnendur segja að með lögunum sé horft framhjá fordæminu sem Hæstiréttur setti með niðurstöðu sinni í málinu sem kallað er Roe gegn Wade, en hann tryggði öllum bandarískum konum réttinn til þungunarrofs allt þar til fóstrið væri orðið að barni sem gæti lifað utan líkama móðurinnar. Þá hefur verið harðlega gagnrýnt að það verður ekki undir opinberum aðilum að fylgja lögunum eftir, heldur leggja þau það á almenna borgara að tilkynna um ólögmæt þungunarrof, gegn peningaverðlaunum og greiðslu málskostnaðar ef málið vinnst fyrir dómstólum.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Heilbrigðismál Frjósemi Tengdar fréttir Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. 3. september 2021 11:45 Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01 Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. 3. september 2021 11:45
Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01
Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59
Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40