Miðflokkurinn aldrei staðið tæpar Óttar Kolbeinsson Proppé og Snorri Másson skrifa 7. september 2021 12:17 Fylgi flokkanna samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi frá fyrri könnun sést daufar í bakgrunni. vísir/helgi hreinn Miðflokkurinn er í mikilli hættu að detta út af þingi samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem gerð var fyrir fréttastofu. Þar mælist flokkurinn með 4,5 prósenta fylgi. Sósíalistar eru á siglingu, með 7,9 prósenta fylgi. Í umfangsmikilli nýrri Maskínukönnun, þar sem rúmlega 2.000 kjósendur svara, blasir við ný mynd. Þar mælast bæði Flokkur fólksins og Miðflokkurinn með 4,5 prósenta fylgi og því allsendis óvíst hvort þeir nái manni á þing. Fari svo er ljóst að þeim mun fleiri jöfnunarsæti koma í hlut annarra flokka. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, verður gestur í Kosningapallborðinu, sem verður í beinni á Vísi klukkan 14 í dag. Þar verður hann inntur eftir viðbrögðum við rýru gengi flokksins í síðustu skoðanakönnunum. Ásamt Birgi mæta þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður, í Kosningapallborðið. VG tapar fylgi Sjálfstæðisflokkurinn er áfram langstærsti flokkurinn á Alþingi með 23,9 prósenta fylgi. Fylgi flokksins breytist ekki mikið milli kannana en í síðustu könnun Maskínu sem birtist fyrir tveimur vikum var flokkurinn með 23,4 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er hér um bil tvöfalt stærri en næsti flokkur fyrir neðan, sem eru Vinstri grænir með 12,5 prósent. Fylgi Vinstri grænna fer niður um tæp tvö prósentustig frá síðustu könnun þegar flokkurinn mældist með 14,2 prósenta fylgi. Hann hefur ekki mælst með minna fylgi í könnunum Maskínu síðan snemma árs. Vinstri græn eru hins vegar á sama reki og næstu fjórir flokkar á eftir. Samfylkingin er með 12,3 prósenta fylgi, Viðreisn með 11,7 prósent, Framsókn með 11,5 prósent og Píratar með 11,2 prósent. Sósíalistar bæta áfram við sig Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur verið í jöfnum og þéttum vexti á kosningaárinu. Eftir að hafa mælst í kringum fimm prósentin fram á mitt sumar má segja að flokkurinn hafi bætt við sig um tveimur til þremur prósentustigum eftir að listar voru kynntir. Hann stendur nú í 7,9 prósentum og hefur aldrei verið stærri samkvæmt Maskínukönnun. Hann mældist með 6,9 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og bætir því við sig einu prósentustigi síðan þá. Hér má sjá mat stjórnmálafræðiprófessors á síðustu könnun frá því í lok ágúst: Ríkisstjórnin héldi líklega velli Ríkisstjórnarflokkarnir mælist með samtals 47,9 prósenta fylgi. Þar sem fjöldi atkvæða fellur dauður niður, nái hvorki Miðflokkur né Flokkur fólksins inn, er ekki ólíklegt að það dugi stjórninni til að halda velli. Vinstristjórn virðist þá ekki möguleg án Framsóknarflokks eða Viðreisnar. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Sjá meira
Í umfangsmikilli nýrri Maskínukönnun, þar sem rúmlega 2.000 kjósendur svara, blasir við ný mynd. Þar mælast bæði Flokkur fólksins og Miðflokkurinn með 4,5 prósenta fylgi og því allsendis óvíst hvort þeir nái manni á þing. Fari svo er ljóst að þeim mun fleiri jöfnunarsæti koma í hlut annarra flokka. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, verður gestur í Kosningapallborðinu, sem verður í beinni á Vísi klukkan 14 í dag. Þar verður hann inntur eftir viðbrögðum við rýru gengi flokksins í síðustu skoðanakönnunum. Ásamt Birgi mæta þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður, í Kosningapallborðið. VG tapar fylgi Sjálfstæðisflokkurinn er áfram langstærsti flokkurinn á Alþingi með 23,9 prósenta fylgi. Fylgi flokksins breytist ekki mikið milli kannana en í síðustu könnun Maskínu sem birtist fyrir tveimur vikum var flokkurinn með 23,4 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er hér um bil tvöfalt stærri en næsti flokkur fyrir neðan, sem eru Vinstri grænir með 12,5 prósent. Fylgi Vinstri grænna fer niður um tæp tvö prósentustig frá síðustu könnun þegar flokkurinn mældist með 14,2 prósenta fylgi. Hann hefur ekki mælst með minna fylgi í könnunum Maskínu síðan snemma árs. Vinstri græn eru hins vegar á sama reki og næstu fjórir flokkar á eftir. Samfylkingin er með 12,3 prósenta fylgi, Viðreisn með 11,7 prósent, Framsókn með 11,5 prósent og Píratar með 11,2 prósent. Sósíalistar bæta áfram við sig Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur verið í jöfnum og þéttum vexti á kosningaárinu. Eftir að hafa mælst í kringum fimm prósentin fram á mitt sumar má segja að flokkurinn hafi bætt við sig um tveimur til þremur prósentustigum eftir að listar voru kynntir. Hann stendur nú í 7,9 prósentum og hefur aldrei verið stærri samkvæmt Maskínukönnun. Hann mældist með 6,9 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og bætir því við sig einu prósentustigi síðan þá. Hér má sjá mat stjórnmálafræðiprófessors á síðustu könnun frá því í lok ágúst: Ríkisstjórnin héldi líklega velli Ríkisstjórnarflokkarnir mælist með samtals 47,9 prósenta fylgi. Þar sem fjöldi atkvæða fellur dauður niður, nái hvorki Miðflokkur né Flokkur fólksins inn, er ekki ólíklegt að það dugi stjórninni til að halda velli. Vinstristjórn virðist þá ekki möguleg án Framsóknarflokks eða Viðreisnar.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Sjá meira
Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31