Skaut fjölskyldu til bana: „Hann er illskan holdi klædd“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2021 11:19 Bryan Riley segir guð hafa sagt sér að skjóta fólkið. AP/Fógeti Polk-sýslu Maður sem skaut heila fjölskyldu til bana í Flórída um helgina hefur ekki sagt af hverju hann framdi ódæðið að öðru leyti en að guð hafi sagt honum að gera það. Bryan Riley er sakaður um að hafa myrt par, þriggja mánaða son þeirra og ömmu barnsins á sunnudagskvöldið. Þar að auki skaut hann ellefu ára stúlku sjö sinnum og er hún á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Lögreglan segir Riley ekkert hafa sagt um af hverju hann myrti fólkið en þegar hann var handtekinn mun hann hafa sagt lögregluþjónum: „Þið vitið af hverju ég gerði þetta.“ Við yfirheyrslur á hann svo að hafa sagt að fórnarlömb hans hafi „grátbeðið“ hann um að skjóta þau ekki. „Ég drap þau samt,“ sagði Riley samkvæmt Grady Judd, fógeta í Polk-sýslu í Flórída. „Hann er illskan holdi klædd,“ sagði Judd, samkvæmt AP fréttaveitunni. Riley er fyrrverandi hermaður og þjónaði sem leyniskytta í Írak og Afganistan. Hann gafst upp á sunnudagsmorgun eftir umfangsmikinn skotbardaga við lögregluþjóna á heimili fjölskyldunnar sem hann er sakaður um að hafa myrt. Here is the official Polk County Jail mugshot for quadruple homicide suspect 33 yo Bryan Riley, and his charges as listed on the affidavit. He has been booked onto the Polk County Jail and will have a first appearance hearing on Monday, Sept 6th, at 9 am. https://t.co/k2ZtUtfDEh pic.twitter.com/pPEKDNcbdJ— Polk County Sheriff (@PolkCoSheriff) September 6, 2021 Aðdragandi ódæðisins er enn töluvert óljós en samkvæmt Judd veittist Riley að manni sem hét Justice Gleason á laugardagskvöldið. Þá var Gleason að slá grasblett við hús sitt í Lakeland í Flórída. Riley á heima um fimmtíu kílómetra í burtu, í Tampa. Riley sagði Gleason að guð hefði sent hann til að koma í veg fyrir að kona að nafni Amber svipti sig lífi. Gleason hringdi á lögregluna og lögregluþjónn mætti á vettvang. Sá reyndi að finna Riley en án árangurs. Riley sneri þó aftur um nóttina. Hann byrjaði á því að raða glitstöngum fyrir utan heimili Gleason og fjölskyldu hans og myndaði nokkurs konar slóð inn í húsið. Judd segist telja að hann hafi ætlað að laða lögregluþjóna í umsátur þar. Hér má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá því þegar Riley var færður fyrir dómara í gær. Eftir það braut Riley sér leið inn í húsið og hóf skothríð. Lögregluþjónn heyrði skothríðina og þegar fleiri lögregluþjónar komu á vettvang sáu þeir Riley í felulitabúning og hafði hann kveikt í bíl sínum. Hann mun þó hafa verið óvopnaður og hljóp hann aftur inn í húsið. Þá heyrðu lögregluþjónarnir fyrir utan meiri skothríð og konu og barn öskra. Þeir reyndu að komast inn en þeir gátu ekki opnað dyrnar. Þegar þeir reyndu bakdyrnar var Riley þar og var hann þá kominn í skothelt vesti. Þeir skiptust á skotum um tíma þar til Riley gafst upp. CNN segir Riley þó hafa reynt að taka byssu af einum lögregluþjóni. Þá heyrðu lögregluþjónar hjálparköll úr húsinu og einn þeirra hljóp inn og bjargaði ellefu ára stúlku sem hafði verið skotin margsinnis. Riley hafði myrt alla aðra í fjölskyldunni og drepið hund þeirra. More photos from the scene of the quadruple homicide in #Lakeland https://t.co/D6DOaLLc7u pic.twitter.com/KNuIIqNhXh— Polk County Sheriff (@PolkCoSheriff) September 5, 2021 Auk Gleason, sem var 40 ára, dó 33 ára kona, tveggja mánaða gamall drengur og 62 ára kona. Þau fundust öll saman í hnipri þar sem þau höfðu verið skotin. „Ég mun aldrei hætta að sjá móðurina með dáið barnið í fanginu,“ sagði Judd fógeti við blaðamenn. Eins og áður segir liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Riley var ekki á sakaskrá og starfaði sem öryggisvörður. Kærasta hans segir hann aldrei hafa verið ofbeldishneigðan en hegðun hans hefði orðið undarleg að undanförnu. Hann hefði meðal annars haldið því fram að hann væri í samskiptum við guð. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Þar að auki skaut hann ellefu ára stúlku sjö sinnum og er hún á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Lögreglan segir Riley ekkert hafa sagt um af hverju hann myrti fólkið en þegar hann var handtekinn mun hann hafa sagt lögregluþjónum: „Þið vitið af hverju ég gerði þetta.“ Við yfirheyrslur á hann svo að hafa sagt að fórnarlömb hans hafi „grátbeðið“ hann um að skjóta þau ekki. „Ég drap þau samt,“ sagði Riley samkvæmt Grady Judd, fógeta í Polk-sýslu í Flórída. „Hann er illskan holdi klædd,“ sagði Judd, samkvæmt AP fréttaveitunni. Riley er fyrrverandi hermaður og þjónaði sem leyniskytta í Írak og Afganistan. Hann gafst upp á sunnudagsmorgun eftir umfangsmikinn skotbardaga við lögregluþjóna á heimili fjölskyldunnar sem hann er sakaður um að hafa myrt. Here is the official Polk County Jail mugshot for quadruple homicide suspect 33 yo Bryan Riley, and his charges as listed on the affidavit. He has been booked onto the Polk County Jail and will have a first appearance hearing on Monday, Sept 6th, at 9 am. https://t.co/k2ZtUtfDEh pic.twitter.com/pPEKDNcbdJ— Polk County Sheriff (@PolkCoSheriff) September 6, 2021 Aðdragandi ódæðisins er enn töluvert óljós en samkvæmt Judd veittist Riley að manni sem hét Justice Gleason á laugardagskvöldið. Þá var Gleason að slá grasblett við hús sitt í Lakeland í Flórída. Riley á heima um fimmtíu kílómetra í burtu, í Tampa. Riley sagði Gleason að guð hefði sent hann til að koma í veg fyrir að kona að nafni Amber svipti sig lífi. Gleason hringdi á lögregluna og lögregluþjónn mætti á vettvang. Sá reyndi að finna Riley en án árangurs. Riley sneri þó aftur um nóttina. Hann byrjaði á því að raða glitstöngum fyrir utan heimili Gleason og fjölskyldu hans og myndaði nokkurs konar slóð inn í húsið. Judd segist telja að hann hafi ætlað að laða lögregluþjóna í umsátur þar. Hér má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá því þegar Riley var færður fyrir dómara í gær. Eftir það braut Riley sér leið inn í húsið og hóf skothríð. Lögregluþjónn heyrði skothríðina og þegar fleiri lögregluþjónar komu á vettvang sáu þeir Riley í felulitabúning og hafði hann kveikt í bíl sínum. Hann mun þó hafa verið óvopnaður og hljóp hann aftur inn í húsið. Þá heyrðu lögregluþjónarnir fyrir utan meiri skothríð og konu og barn öskra. Þeir reyndu að komast inn en þeir gátu ekki opnað dyrnar. Þegar þeir reyndu bakdyrnar var Riley þar og var hann þá kominn í skothelt vesti. Þeir skiptust á skotum um tíma þar til Riley gafst upp. CNN segir Riley þó hafa reynt að taka byssu af einum lögregluþjóni. Þá heyrðu lögregluþjónar hjálparköll úr húsinu og einn þeirra hljóp inn og bjargaði ellefu ára stúlku sem hafði verið skotin margsinnis. Riley hafði myrt alla aðra í fjölskyldunni og drepið hund þeirra. More photos from the scene of the quadruple homicide in #Lakeland https://t.co/D6DOaLLc7u pic.twitter.com/KNuIIqNhXh— Polk County Sheriff (@PolkCoSheriff) September 5, 2021 Auk Gleason, sem var 40 ára, dó 33 ára kona, tveggja mánaða gamall drengur og 62 ára kona. Þau fundust öll saman í hnipri þar sem þau höfðu verið skotin. „Ég mun aldrei hætta að sjá móðurina með dáið barnið í fanginu,“ sagði Judd fógeti við blaðamenn. Eins og áður segir liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Riley var ekki á sakaskrá og starfaði sem öryggisvörður. Kærasta hans segir hann aldrei hafa verið ofbeldishneigðan en hegðun hans hefði orðið undarleg að undanförnu. Hann hefði meðal annars haldið því fram að hann væri í samskiptum við guð.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent