Vöknum! Helgi Áss Grétarsson skrifar 7. september 2021 13:30 KSÍ hefur á undanförnum árum viljað sýnast fyrirmynd á öllum sviðum og innan sambandsins hafa verið komið á fót ferlum þar sem m.a. eru settar skorður á frelsi einstaklinga að tjá sig, t.d. var knattspyrnudeild og ákveðinn þjálfari í starfi hjá henni sektuð í október 2020 fyrir ummæli sem vart teljast annað en sárasaklaus, þ.e. þjálfarinn sagði í hlaðvarpsþætti að ef ekki yrði tekin tiltekin ákvörðun um leikbann leikmanns KR myndi þjálfarinn „brenna Laugardalinn persónulega sjálfur“. Það, að hægt sé að taka þessi ummæli bókstaflega og að íþróttahreyfing refsi fyrir slíka tjáningu, sýnir í hvaða ógöngur pólitískt rétttrúnaðarhugsun getur leitt jafnvel öflugustu hreyfingar í. Það kemur því satt best að segja ekki að á óvart að hreyfing, sem er farin að starfa svona, heldur að hægt sé að halda öfgahópum í ranni femínista góðum með samtali. Atburðarrás síðustu vikna í þessum efnum er með ólíkindum og að sirkusinn skuli enda með afsögn formanns KSÍ og stjórnar hennar ásamt því að framkvæmdastjóri fari í leyfi, sýnir tangarhald það sem þessir öfgahópar eru farnir að hafa í okkar annars ágæta samfélagi. Án dóms og laga en með rógburði að vopni, eru þessir hópar jafnvel farnir að ákveða fyrir hönd KSÍ hvaða leikmenn koma til greina fyrir landsliðsverkefni. Að útilokunarmenningin skuli vera komin á þetta stig hlýtur að vekja fólk með snefil af gagnrýnni hugsun til vitundar um hversu ástandið er orðið alvarlegt. Fréttastofa RÚV og lygin Sú ákvörðun þáverandi formanns KSÍ að fara í Kastljósviðtal hjá fréttastofu RÚV í kjölfar tiltekinna furðuskrifa framhaldsskólakennara í kynjafræði í ágúst sl., var að mínu mati dómgreindarbrestur. Það er mín skoðun að fréttastofu RÚV sé einfaldlega ekki treystandi í sumum málaflokkum, þ.m.t. málefnum sem varða hugðarefni „öfgafemínistahreyfingarinnar“. Með þessa þekkingu í farteskinu mátti formaðurinn vita að sérhver ummæli hans gætu verið hagnýtt til að skapa enn meiri storm í vatnsglasinu góða. Öfgafólkinu varð að ósk sinni og næsta kvöld var tekið Kastljósviðtal við unga konu sem sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við KSÍ og landsliðsmann í fótbolta. Múgsefjunarferlið, sem ætti að verða núna flestum bærilega þekkt, fór af stað. Í nokkra daga var konan unga hetja og KSÍ-fólkið skúrkar. Afsagnir og útilokanir fylgdu í kjölfarið, svo sem þegar hefur verið minnst á. Núna liggur hins vegar fyrir að veilur voru í frásögn konunnar ungu. Málavextir voru ekki þeir sem hún hélt fram. Andstætt því sem hún hélt fram gefur áverkavottorð til kynna að hún hafi enga sjáanlega áverka haft eftir samskiptin við landsliðsmanninn og enginn frá KSÍ kom að málinu. Samband eins og KSÍ getur ekki borið ábyrgð á afbrigðilegri hegðun einstaklinga. Til þess er réttarvörslukerfið. Konan unga ásamt annarri konu hafði einmitt leitað þangað. Lögreglumálinu, sem þær hófu með kæru, lauk með sátt. Knattspyrnumaðurinn greiddi háa fjárhæð til þeirra beggja sem og enn veglegri fjárhæð til Stígamóta. Eftir stendur að lygin sigraði í þessu máli. Fréttastofa RÚV hefur hins vegar, að því er virðist, ekki fjallað um lygi viðmælanda síns, konunnar ungu. Slíkt er í ósamræmi við vinnubrögð fréttastofunnar í öðrum málum, svo sem þegar þjófstolið efni er notað til að koma fréttum á framfæri. Sitthvað er Jón og séra Jón. Vöknum til vitundar um ofstækið Það er fyllsta ástæða að berjast gegn öllu ofbeldi og ekki síst er mikilvægt að rétta hlut kvenna í þeim efnum. Baráttan fyrir bættri vernd kvenna gegn áreitni og ofbeldi ætti í fullkomnum heimi að vera sameiginlegt átak. Þess í stað eru komnar upp öfgahreyfingar sem svífast einskis til að ná einhvers konar höggi á það sem kallað er feðraveldið. Persónulega finnst mér sorglegt að sjá hversu mikil áhrif þessar hreyfingar hafa. Mál er að linni. Vöknum áður en það verður of seint. Fyrsta skrefið er að láta ekki undan kröfum um útilokun. Almenningur, atvinnulífið og hið opinbera verða að æxla þar ábyrgð. Það erum nefnileg við, sem búum í þessu samfélagi, sem ljáum ofstækinu rödd með því að samþykkja kröfur um útilokun. Hættum að hlusta á ofstæki sem engu skilar. Vinnum frekar að því að bæta samfélag, sem í grunninn er nokkuð gott, með uppbyggilegum hætti. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
KSÍ hefur á undanförnum árum viljað sýnast fyrirmynd á öllum sviðum og innan sambandsins hafa verið komið á fót ferlum þar sem m.a. eru settar skorður á frelsi einstaklinga að tjá sig, t.d. var knattspyrnudeild og ákveðinn þjálfari í starfi hjá henni sektuð í október 2020 fyrir ummæli sem vart teljast annað en sárasaklaus, þ.e. þjálfarinn sagði í hlaðvarpsþætti að ef ekki yrði tekin tiltekin ákvörðun um leikbann leikmanns KR myndi þjálfarinn „brenna Laugardalinn persónulega sjálfur“. Það, að hægt sé að taka þessi ummæli bókstaflega og að íþróttahreyfing refsi fyrir slíka tjáningu, sýnir í hvaða ógöngur pólitískt rétttrúnaðarhugsun getur leitt jafnvel öflugustu hreyfingar í. Það kemur því satt best að segja ekki að á óvart að hreyfing, sem er farin að starfa svona, heldur að hægt sé að halda öfgahópum í ranni femínista góðum með samtali. Atburðarrás síðustu vikna í þessum efnum er með ólíkindum og að sirkusinn skuli enda með afsögn formanns KSÍ og stjórnar hennar ásamt því að framkvæmdastjóri fari í leyfi, sýnir tangarhald það sem þessir öfgahópar eru farnir að hafa í okkar annars ágæta samfélagi. Án dóms og laga en með rógburði að vopni, eru þessir hópar jafnvel farnir að ákveða fyrir hönd KSÍ hvaða leikmenn koma til greina fyrir landsliðsverkefni. Að útilokunarmenningin skuli vera komin á þetta stig hlýtur að vekja fólk með snefil af gagnrýnni hugsun til vitundar um hversu ástandið er orðið alvarlegt. Fréttastofa RÚV og lygin Sú ákvörðun þáverandi formanns KSÍ að fara í Kastljósviðtal hjá fréttastofu RÚV í kjölfar tiltekinna furðuskrifa framhaldsskólakennara í kynjafræði í ágúst sl., var að mínu mati dómgreindarbrestur. Það er mín skoðun að fréttastofu RÚV sé einfaldlega ekki treystandi í sumum málaflokkum, þ.m.t. málefnum sem varða hugðarefni „öfgafemínistahreyfingarinnar“. Með þessa þekkingu í farteskinu mátti formaðurinn vita að sérhver ummæli hans gætu verið hagnýtt til að skapa enn meiri storm í vatnsglasinu góða. Öfgafólkinu varð að ósk sinni og næsta kvöld var tekið Kastljósviðtal við unga konu sem sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við KSÍ og landsliðsmann í fótbolta. Múgsefjunarferlið, sem ætti að verða núna flestum bærilega þekkt, fór af stað. Í nokkra daga var konan unga hetja og KSÍ-fólkið skúrkar. Afsagnir og útilokanir fylgdu í kjölfarið, svo sem þegar hefur verið minnst á. Núna liggur hins vegar fyrir að veilur voru í frásögn konunnar ungu. Málavextir voru ekki þeir sem hún hélt fram. Andstætt því sem hún hélt fram gefur áverkavottorð til kynna að hún hafi enga sjáanlega áverka haft eftir samskiptin við landsliðsmanninn og enginn frá KSÍ kom að málinu. Samband eins og KSÍ getur ekki borið ábyrgð á afbrigðilegri hegðun einstaklinga. Til þess er réttarvörslukerfið. Konan unga ásamt annarri konu hafði einmitt leitað þangað. Lögreglumálinu, sem þær hófu með kæru, lauk með sátt. Knattspyrnumaðurinn greiddi háa fjárhæð til þeirra beggja sem og enn veglegri fjárhæð til Stígamóta. Eftir stendur að lygin sigraði í þessu máli. Fréttastofa RÚV hefur hins vegar, að því er virðist, ekki fjallað um lygi viðmælanda síns, konunnar ungu. Slíkt er í ósamræmi við vinnubrögð fréttastofunnar í öðrum málum, svo sem þegar þjófstolið efni er notað til að koma fréttum á framfæri. Sitthvað er Jón og séra Jón. Vöknum til vitundar um ofstækið Það er fyllsta ástæða að berjast gegn öllu ofbeldi og ekki síst er mikilvægt að rétta hlut kvenna í þeim efnum. Baráttan fyrir bættri vernd kvenna gegn áreitni og ofbeldi ætti í fullkomnum heimi að vera sameiginlegt átak. Þess í stað eru komnar upp öfgahreyfingar sem svífast einskis til að ná einhvers konar höggi á það sem kallað er feðraveldið. Persónulega finnst mér sorglegt að sjá hversu mikil áhrif þessar hreyfingar hafa. Mál er að linni. Vöknum áður en það verður of seint. Fyrsta skrefið er að láta ekki undan kröfum um útilokun. Almenningur, atvinnulífið og hið opinbera verða að æxla þar ábyrgð. Það erum nefnileg við, sem búum í þessu samfélagi, sem ljáum ofstækinu rödd með því að samþykkja kröfur um útilokun. Hættum að hlusta á ofstæki sem engu skilar. Vinnum frekar að því að bæta samfélag, sem í grunninn er nokkuð gott, með uppbyggilegum hætti. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar