Loftslagsmál: Hvers vegna að kjósa Vinstri græn? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 8. september 2021 07:01 Í fyrsta skipti í stjórnmálasögunni verða loftslagsmál eitt aðal kosningamálið. Ég hef fylgst með og tekið þátt í opinberri umræðu um loftslagsmál í yfir 20 ár, en framan af því tímabili leið mér oft eins og ég væri að berja höfðinu við stein. Þetta hefur breyst, sérstaklega eftir að ungt fólk með vísindin að vopni hefur krafist þess að þetta stærsta velferðar-, efnahags- og friðarmál samtímans fái þá athygli sem það á skilið. Umhverfisverndarhreyfingin og loftslagsverkföllin eiga stórt hrós skilið. Það er árangur út af fyrir sig að breyta umræðunni og færa hina pólitísku línu. VG fær háa einkunn í síðustu viku kynntu Ungir umhverfissinnar Sólina, einkunnir fyrir stefnur stjórnmálaflokkana í loftslagsmálum, náttúruvernd og hringrásarhagkerfi. Niðurstöðurnar sýndu að mismikil innistæða er fyrir digurbarkalegu tali um loftslags- og umhverfismál. Við Vinstri græn fengum hins vegar næsthæstu einkunn allra flokka, 80,3 stig af 100, en einungis munaði 0,9 stigum á okkur og þeim sem skoraði hæst. Þessi niðurstaða sýnir að okkur er alvara og undirstrikar metnaðarfulla og róttæka stefnu okkar. VG hefur haldið loftslagsmálum á lofti frá 1999 Við Vinstri græn höfum ekki bara staðið loftslagsvaktina frá stofnun hreyfingarinnar árið 1999, heldur látið verkin tala og komið loftslagsstefnu okkar til framkvæmda þegar við höfum stýrt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Fyrstu loftslagslögin voru samþykkt í tíð Svandísar Svavarsdóttur og aðgerðaáætlun sett fram, þar sem meðal annars voru teknar upp skattaívilnanir vegna orkuskipta. VG hefur snúið blaðinu við í loftslagsmálum á kjörtímabilinu Á þessu kjörtímabili höfum við svo snúið blaðinu algjörlega við í loftslagsmálum eftir nokkurra ára pólitískan doða, aukið bein framlög til málaflokksins um meira en 700%, ráðist í fjölda aðgerða á grunni fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunarinnar í loftslagsmálum og stóraukið landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Við höfum klárað fyrstu stefnu Íslands um aðlögun samfélagsins að loftslagsbreytingum, lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040 og sett fram ný og efld landsmarkmið um samdrátt í losun. Við höfum stóreflt rannsóknir, vöktun, nýsköpun og stjórnsýslu loftslagsmála. En það mikilvægasta er að við erum farin að sjá árangur því losun hefur dregist saman tvö ár í röð, en í fyrra gætir auðvitað líka áhrifa kórónaveirufaraldursins. VG boðar meiri metnað og frekari aðgerðir Við erum hins vegar hvergi nærri komin í höfn, og það eru risavaxin verkefni fram undan, þar sem vísindin þurfa ávallt að vera leiðarljós okkar við ákvarðanatöku. Hér eru 10 atriði sem við í VG leggjum áherslu á í loftslagsmálum: að Ísland setji sér sjálfstætt markmið um samdrátt í losun um að minnsta kosti 60% árið 2030, að Ísland nái að verða óháð jarðefnaeldsneyti í síðasta lagi árið 2045, banna olíuleit og olíuvinnslu við Ísland, auka möguleika fólks á að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur, meðal annars út frá hugmyndinni um 15 mínútna hverfið, tryggja orkuskipti í sjávarútvegi, landbúnaði, byggingariðnaði, almenningssamgöngum, þungaflutningum og ferðaþjónustu, án þess að gefa afslátt af náttúruvernd – og það er vel hægt, halda áfram að styðja myndarlega við nýsköpun og rannsóknir, tryggja sjálfbæra nýtingu lands og draga úr losun frá landnýtingu, auka kolefnisbindingu með endurheimt gróðurs og jarðvegs, í bergi eða öðrum jarðlögum, efla hringrásarhagkerfið og fjölga grænum störfum, efla grænar fjárfestingar og loftslagsvæna nýsköpun og skoða að lögfesta skyldur á lífeyrissjóði og fjármálastofnanir í þeim tilgangi. VG: Atkvæði greitt árangri í loftslagsmálum Við stöndum sannarlega frammi fyrir áskorunum í loftslagsmálum en í þeim felast líka tækifæri fyrir samfélagið. Við getum tekið höndum saman og skapað okkur sjálfum og framtíðarkynslóðum lífvænlegri heim og að því mun VG áfram vinna af kappi. Hér skiptir lykilmáli að tryggja jöfnuð í loftslagsaðgerðum þannig að umskipti yfir í grænt hagkerfi verði réttlátt og skilji ekkert okkar eftir. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt árangri í loftslagsmálum. Það skiptir máli hver stjórna. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra og leiðir lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun: Kosningar 2021 Loftslagsmál Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta skipti í stjórnmálasögunni verða loftslagsmál eitt aðal kosningamálið. Ég hef fylgst með og tekið þátt í opinberri umræðu um loftslagsmál í yfir 20 ár, en framan af því tímabili leið mér oft eins og ég væri að berja höfðinu við stein. Þetta hefur breyst, sérstaklega eftir að ungt fólk með vísindin að vopni hefur krafist þess að þetta stærsta velferðar-, efnahags- og friðarmál samtímans fái þá athygli sem það á skilið. Umhverfisverndarhreyfingin og loftslagsverkföllin eiga stórt hrós skilið. Það er árangur út af fyrir sig að breyta umræðunni og færa hina pólitísku línu. VG fær háa einkunn í síðustu viku kynntu Ungir umhverfissinnar Sólina, einkunnir fyrir stefnur stjórnmálaflokkana í loftslagsmálum, náttúruvernd og hringrásarhagkerfi. Niðurstöðurnar sýndu að mismikil innistæða er fyrir digurbarkalegu tali um loftslags- og umhverfismál. Við Vinstri græn fengum hins vegar næsthæstu einkunn allra flokka, 80,3 stig af 100, en einungis munaði 0,9 stigum á okkur og þeim sem skoraði hæst. Þessi niðurstaða sýnir að okkur er alvara og undirstrikar metnaðarfulla og róttæka stefnu okkar. VG hefur haldið loftslagsmálum á lofti frá 1999 Við Vinstri græn höfum ekki bara staðið loftslagsvaktina frá stofnun hreyfingarinnar árið 1999, heldur látið verkin tala og komið loftslagsstefnu okkar til framkvæmda þegar við höfum stýrt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Fyrstu loftslagslögin voru samþykkt í tíð Svandísar Svavarsdóttur og aðgerðaáætlun sett fram, þar sem meðal annars voru teknar upp skattaívilnanir vegna orkuskipta. VG hefur snúið blaðinu við í loftslagsmálum á kjörtímabilinu Á þessu kjörtímabili höfum við svo snúið blaðinu algjörlega við í loftslagsmálum eftir nokkurra ára pólitískan doða, aukið bein framlög til málaflokksins um meira en 700%, ráðist í fjölda aðgerða á grunni fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunarinnar í loftslagsmálum og stóraukið landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Við höfum klárað fyrstu stefnu Íslands um aðlögun samfélagsins að loftslagsbreytingum, lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040 og sett fram ný og efld landsmarkmið um samdrátt í losun. Við höfum stóreflt rannsóknir, vöktun, nýsköpun og stjórnsýslu loftslagsmála. En það mikilvægasta er að við erum farin að sjá árangur því losun hefur dregist saman tvö ár í röð, en í fyrra gætir auðvitað líka áhrifa kórónaveirufaraldursins. VG boðar meiri metnað og frekari aðgerðir Við erum hins vegar hvergi nærri komin í höfn, og það eru risavaxin verkefni fram undan, þar sem vísindin þurfa ávallt að vera leiðarljós okkar við ákvarðanatöku. Hér eru 10 atriði sem við í VG leggjum áherslu á í loftslagsmálum: að Ísland setji sér sjálfstætt markmið um samdrátt í losun um að minnsta kosti 60% árið 2030, að Ísland nái að verða óháð jarðefnaeldsneyti í síðasta lagi árið 2045, banna olíuleit og olíuvinnslu við Ísland, auka möguleika fólks á að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur, meðal annars út frá hugmyndinni um 15 mínútna hverfið, tryggja orkuskipti í sjávarútvegi, landbúnaði, byggingariðnaði, almenningssamgöngum, þungaflutningum og ferðaþjónustu, án þess að gefa afslátt af náttúruvernd – og það er vel hægt, halda áfram að styðja myndarlega við nýsköpun og rannsóknir, tryggja sjálfbæra nýtingu lands og draga úr losun frá landnýtingu, auka kolefnisbindingu með endurheimt gróðurs og jarðvegs, í bergi eða öðrum jarðlögum, efla hringrásarhagkerfið og fjölga grænum störfum, efla grænar fjárfestingar og loftslagsvæna nýsköpun og skoða að lögfesta skyldur á lífeyrissjóði og fjármálastofnanir í þeim tilgangi. VG: Atkvæði greitt árangri í loftslagsmálum Við stöndum sannarlega frammi fyrir áskorunum í loftslagsmálum en í þeim felast líka tækifæri fyrir samfélagið. Við getum tekið höndum saman og skapað okkur sjálfum og framtíðarkynslóðum lífvænlegri heim og að því mun VG áfram vinna af kappi. Hér skiptir lykilmáli að tryggja jöfnuð í loftslagsaðgerðum þannig að umskipti yfir í grænt hagkerfi verði réttlátt og skilji ekkert okkar eftir. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt árangri í loftslagsmálum. Það skiptir máli hver stjórna. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra og leiðir lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun