Regnboginn er ekki skraut Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 8. september 2021 09:31 Í síðustu viku voru kynntar tillögur borgarinnar að breytingum á Skólavörðustíg. Tillögurnar eru um margt góðar, en einhvers staðar í ferlinu gleymdist að gera ráð fyrir því að á neðsta hluta Skólavörðustígs er varanlegur regnbogafáni, eða þannig var hann víst samþykktur í borgarstjórn árið 2019. Einmitt, fyrir tveimur árum. Merki mannréttindabaráttu hinsegin fólks má þrífa af götunni eins og ekkert sé. Skeytingarleysið og í raun virðingarleysið fyrir þeirri merkingu sem þetta framtak hafði fyrir hinsegin fólk er algjört. Hvernig gátum við látið okkur detta í hug að varanlegur fáni þýddi einmitt það? Stjórnmálafólk í borginni hefur lýst því yfir að þetta hafi verið klúður, að þetta hefði átt að vinna öðruvísi. Það er gott að þau sjái það núna, en þetta er bara orðið svo þreytt. Hinsegin fólk er sífellt í þeirri stöðu að okkur sé ýtt til hliðar, að tilvera okkar sé eftiráhugsun. Fólk segist styðja okkur en tekur málefnum okkar samt ekki alvarlega. „Já, æ, strikið bara yfir pabbi og setjið mamma.” „Þú mátt alveg nota ræstingaherbergið sem búningsklefa.” „Hinsegin fræðsla? Eru börn ekki svo fordómalaus í dag?” „Við finnum regnboganum bara annan góðan stað.” Barátta okkar fyrir mannréttindum stendur enn yfir. Á meðan stjórnvöld stæra sig af því að við séum eitt besta land í heimi fyrir hinsegin fólk - því við verðum ekki fyrir það miklu ofbeldi - erum við ennþá að berjast við kerfi sem heldur okkur niðri. Við berjumst við að koma hinsegin börnum á fullorðinsár án þess að þau séu með brotna sjálfsmynd vegna þess hvernig samfélagið okkar kemur fram við þau. Það er bakslag í gangi í löndunum allt í kringum okkur og hatursorðræða grasserar svo sannarlega á miðlum sem fullorðið fólk kemur ekki nálægt, en enginn sér neyðarástandið nema við. En hið raunverulega neyðarástand er raunar skeytingarleysið, trúin á að það þurfi ekkert að gera neitt afgerandi í hinsegin málefnum. Eins og mannréttindi standi bara í stað og þurfi engra varna við. Kæra stjórnmálafólk og embættismenn: Það er löngu kominn tími til þess að taka hinsegin málefni alvarlega. Við vitum að fólk telur sig með okkur í liði, en það eru samt ekki skilaboðin sem við fáum þegar við höfum í nokkur ár talað fyrir daufum eyrum innan borgarkerfisins og við sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins um fjármögnun hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga, sem var stofnuð út frá ungliðastarfi Samtakanna ‘78. Hinsegin félagsmiðstöð fær verðlaun og viðurkenningar trekk í trekk, en nægt fjármagn fáum við ekki fyrr en mögulega núna þegar við þurftum einfaldlega að hóta því að loka dyrunum á þau 120 ungmenni sem mæta til okkar vikulega. Þau mæta í einu félagsmiðstöð landsins sem mönnuð er af sjálfboðaliðum. Þau mæta á eina staðinn þar sem þau eru ekki frávikið, ekki eftiráhugsun. Stjórnmálafólki sveipar sig gjarnan regnbogafánanum og sýnir þannig umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileikanum og jafnvel fagnar tilveru hinsegin fólks. Við fögnum því. Regnboginn skiptir nefnilega máli því hann er tákn um að við séum velkomin, að við tilheyrum í samfélaginu. Núna er komið að því að standa með honum. Haldið í regnbogann á neðsta hluta Skólavörðustígs. Fullfjármagnið Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar. Sýnið að ykkur sé alvara. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Reykjavík Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í síðustu viku voru kynntar tillögur borgarinnar að breytingum á Skólavörðustíg. Tillögurnar eru um margt góðar, en einhvers staðar í ferlinu gleymdist að gera ráð fyrir því að á neðsta hluta Skólavörðustígs er varanlegur regnbogafáni, eða þannig var hann víst samþykktur í borgarstjórn árið 2019. Einmitt, fyrir tveimur árum. Merki mannréttindabaráttu hinsegin fólks má þrífa af götunni eins og ekkert sé. Skeytingarleysið og í raun virðingarleysið fyrir þeirri merkingu sem þetta framtak hafði fyrir hinsegin fólk er algjört. Hvernig gátum við látið okkur detta í hug að varanlegur fáni þýddi einmitt það? Stjórnmálafólk í borginni hefur lýst því yfir að þetta hafi verið klúður, að þetta hefði átt að vinna öðruvísi. Það er gott að þau sjái það núna, en þetta er bara orðið svo þreytt. Hinsegin fólk er sífellt í þeirri stöðu að okkur sé ýtt til hliðar, að tilvera okkar sé eftiráhugsun. Fólk segist styðja okkur en tekur málefnum okkar samt ekki alvarlega. „Já, æ, strikið bara yfir pabbi og setjið mamma.” „Þú mátt alveg nota ræstingaherbergið sem búningsklefa.” „Hinsegin fræðsla? Eru börn ekki svo fordómalaus í dag?” „Við finnum regnboganum bara annan góðan stað.” Barátta okkar fyrir mannréttindum stendur enn yfir. Á meðan stjórnvöld stæra sig af því að við séum eitt besta land í heimi fyrir hinsegin fólk - því við verðum ekki fyrir það miklu ofbeldi - erum við ennþá að berjast við kerfi sem heldur okkur niðri. Við berjumst við að koma hinsegin börnum á fullorðinsár án þess að þau séu með brotna sjálfsmynd vegna þess hvernig samfélagið okkar kemur fram við þau. Það er bakslag í gangi í löndunum allt í kringum okkur og hatursorðræða grasserar svo sannarlega á miðlum sem fullorðið fólk kemur ekki nálægt, en enginn sér neyðarástandið nema við. En hið raunverulega neyðarástand er raunar skeytingarleysið, trúin á að það þurfi ekkert að gera neitt afgerandi í hinsegin málefnum. Eins og mannréttindi standi bara í stað og þurfi engra varna við. Kæra stjórnmálafólk og embættismenn: Það er löngu kominn tími til þess að taka hinsegin málefni alvarlega. Við vitum að fólk telur sig með okkur í liði, en það eru samt ekki skilaboðin sem við fáum þegar við höfum í nokkur ár talað fyrir daufum eyrum innan borgarkerfisins og við sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins um fjármögnun hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga, sem var stofnuð út frá ungliðastarfi Samtakanna ‘78. Hinsegin félagsmiðstöð fær verðlaun og viðurkenningar trekk í trekk, en nægt fjármagn fáum við ekki fyrr en mögulega núna þegar við þurftum einfaldlega að hóta því að loka dyrunum á þau 120 ungmenni sem mæta til okkar vikulega. Þau mæta í einu félagsmiðstöð landsins sem mönnuð er af sjálfboðaliðum. Þau mæta á eina staðinn þar sem þau eru ekki frávikið, ekki eftiráhugsun. Stjórnmálafólki sveipar sig gjarnan regnbogafánanum og sýnir þannig umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileikanum og jafnvel fagnar tilveru hinsegin fólks. Við fögnum því. Regnboginn skiptir nefnilega máli því hann er tákn um að við séum velkomin, að við tilheyrum í samfélaginu. Núna er komið að því að standa með honum. Haldið í regnbogann á neðsta hluta Skólavörðustígs. Fullfjármagnið Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar. Sýnið að ykkur sé alvara. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun