Það eru tækifæri í heilbrigðisþjónustu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 8. september 2021 08:30 Í gegnum tíðina höfum við átt býsna gott heilbrigðiskerfi. Kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Breið samstaða hefur ríkt í íslenskum stjórnmálum um að heilbrigðisþjónusta skuli vera fólki aðgengileg óháð efnahag þess. Á vettvangi stjórnmálanna hefur hins vegar verið tekist á um hvort ríkisrekið kerfi megi eitt veita alla heilbrigðisþjónustuna eða hvort fólk eigi líka að hafa aðgang að sjálfstætt starfandi fagaðilum. Þar liggja hina pólitísku átakalínur í dag, en ekki um það hvort heilbrigðisþjónusta eigi að vera greidd af hinu opinbera. Eftirsóttustu starfskraftar heims Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Í þannig samkeppnisumhverfi ætti metnaður stjórnvalda auðvitað að vera að laða starfsfólk til sín. Forsætisráðherra hefur talað um að í hennar huga sé mönnunarvandi einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins. Engu að síður hefur ríkisstjórn hennar unnið eftir aðferðafræði sem fækkar tækifærum í heilbrigðisþjónustunni. Þetta kjörtímabil hefur verið þrengt að sjálfstætt starfandi sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu svo sem hjá læknum, sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum. Afleiðingin er að hægar gengur með nýliðun og biðlistar lengjast og lengjast. Þessir biðlistar hafa ekki síst bitnað á börnum og á fólki á landsbyggðunum. Við þekkjum sömuleiðis þá framkvæmd að bjóða sjúklingum, aðstandendum þeirra og skattgreiðendum upp á að sjúklingar séu sendir í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisvar sinnum hærri kostnað en ef fólk gæti notið þessarar þjónustu hér heima. Þessi leið er farin enda þótt þægilegri og ódýrari kostur bjóðist hér heima og enda þótt hér séu starfandi sérfræðingar sem vel geta sinnt þessum verkefnum. Allt þetta kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokkarnir þrír gengið hönd í hönd um framkvæmd þessarar stefnu. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur í kosningabaráttunni talað með þeim hætti að það er eins og hann hafi gleymt því eftir hvaða stefnu hefur verið unnið og gleymt því að flokkur hans hefur í fjögur ár stutt þessar kreddur. Hið sama á við um Framsóknarflokkinn. Staðan á Landspítalanum Staðan á Landspítala hefur orðið þess valdandi að bólusett þjóð býr við takmarkanir á daglegu lífi og athafnfrelsi. Til að tryggja að spítalinn ráði við að sinna öllum þeim verkefnum sem honum ber að sinna. Auka þarf fjármagn til Landspítalans svo hann standi undir þeim kröfum sem gera á til aðalsjúkrahúss þjóðarinnar. Ótækt er að takmarkanir á daglegu lífi borgara landsins séu þyngri en þörf er á vegna þess að spítalinn hefur ekki nauðsynlegar bjargir. Á sama tíma eru ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs og sóttvarnaaðgerða nú yfir 1000 milljarðar. Það er samfélaginu gríðarlega kostnaðarsöm staða. Þjónustan er það sem máli skiptir Íslenskt heilbrigðiskerfi á að vera fyrir notendur þess. Það er jafnréttismál að aðgengi fólks að þeirri þjónustu sé jafnt óháð efnahag. Fjármagn til heilbrigðismála þarf að byggja á greiningu á þörf og kostnaðarmati, þannig að fjármunum hins opinbera sé varið skynsamlega. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst yfir að þeir vilji áframhaldandi samstarf að loknum kosningum. Miklu skiptir þess vegna að fólk geri sér þá grein fyrir því að atkvæði greitt flokkunum þremur felur í sér áframhaldandi stefnu í heilbrigðismálum sem þjónar kreddum fremur en fólki. Stefnu sem horfir fram hjá þörfum þeirra sem nota þjónustuna. Verkefnið fram undan er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu. Það er í þágu notenda og starfsfólks. Og það er í þágu almannahagsmuna. Fyrir þessum sjónarmiðum mun Viðreisn áfram berjast. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina höfum við átt býsna gott heilbrigðiskerfi. Kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Breið samstaða hefur ríkt í íslenskum stjórnmálum um að heilbrigðisþjónusta skuli vera fólki aðgengileg óháð efnahag þess. Á vettvangi stjórnmálanna hefur hins vegar verið tekist á um hvort ríkisrekið kerfi megi eitt veita alla heilbrigðisþjónustuna eða hvort fólk eigi líka að hafa aðgang að sjálfstætt starfandi fagaðilum. Þar liggja hina pólitísku átakalínur í dag, en ekki um það hvort heilbrigðisþjónusta eigi að vera greidd af hinu opinbera. Eftirsóttustu starfskraftar heims Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Í þannig samkeppnisumhverfi ætti metnaður stjórnvalda auðvitað að vera að laða starfsfólk til sín. Forsætisráðherra hefur talað um að í hennar huga sé mönnunarvandi einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins. Engu að síður hefur ríkisstjórn hennar unnið eftir aðferðafræði sem fækkar tækifærum í heilbrigðisþjónustunni. Þetta kjörtímabil hefur verið þrengt að sjálfstætt starfandi sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu svo sem hjá læknum, sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum. Afleiðingin er að hægar gengur með nýliðun og biðlistar lengjast og lengjast. Þessir biðlistar hafa ekki síst bitnað á börnum og á fólki á landsbyggðunum. Við þekkjum sömuleiðis þá framkvæmd að bjóða sjúklingum, aðstandendum þeirra og skattgreiðendum upp á að sjúklingar séu sendir í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisvar sinnum hærri kostnað en ef fólk gæti notið þessarar þjónustu hér heima. Þessi leið er farin enda þótt þægilegri og ódýrari kostur bjóðist hér heima og enda þótt hér séu starfandi sérfræðingar sem vel geta sinnt þessum verkefnum. Allt þetta kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokkarnir þrír gengið hönd í hönd um framkvæmd þessarar stefnu. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur í kosningabaráttunni talað með þeim hætti að það er eins og hann hafi gleymt því eftir hvaða stefnu hefur verið unnið og gleymt því að flokkur hans hefur í fjögur ár stutt þessar kreddur. Hið sama á við um Framsóknarflokkinn. Staðan á Landspítalanum Staðan á Landspítala hefur orðið þess valdandi að bólusett þjóð býr við takmarkanir á daglegu lífi og athafnfrelsi. Til að tryggja að spítalinn ráði við að sinna öllum þeim verkefnum sem honum ber að sinna. Auka þarf fjármagn til Landspítalans svo hann standi undir þeim kröfum sem gera á til aðalsjúkrahúss þjóðarinnar. Ótækt er að takmarkanir á daglegu lífi borgara landsins séu þyngri en þörf er á vegna þess að spítalinn hefur ekki nauðsynlegar bjargir. Á sama tíma eru ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs og sóttvarnaaðgerða nú yfir 1000 milljarðar. Það er samfélaginu gríðarlega kostnaðarsöm staða. Þjónustan er það sem máli skiptir Íslenskt heilbrigðiskerfi á að vera fyrir notendur þess. Það er jafnréttismál að aðgengi fólks að þeirri þjónustu sé jafnt óháð efnahag. Fjármagn til heilbrigðismála þarf að byggja á greiningu á þörf og kostnaðarmati, þannig að fjármunum hins opinbera sé varið skynsamlega. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst yfir að þeir vilji áframhaldandi samstarf að loknum kosningum. Miklu skiptir þess vegna að fólk geri sér þá grein fyrir því að atkvæði greitt flokkunum þremur felur í sér áframhaldandi stefnu í heilbrigðismálum sem þjónar kreddum fremur en fólki. Stefnu sem horfir fram hjá þörfum þeirra sem nota þjónustuna. Verkefnið fram undan er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu. Það er í þágu notenda og starfsfólks. Og það er í þágu almannahagsmuna. Fyrir þessum sjónarmiðum mun Viðreisn áfram berjast. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun