Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Þorgils Jónsson skrifar 8. september 2021 10:51 Réttarhöld hefjast í dag yfir Salah Abdeslam og nítján öðrum sakborningum vegna hryðjuverkaárásarinnar í París árið 2015. Abdeslam er sá eini af árásarmönnunum níu sem er enn á lífi, en hefur hingað til neitað að tjá sig við yfirvöld. Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. Þetta var mannskæðasta árás sem framin hefur verið í Frakklandi frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hryðjuverkahópurinn framdi ódæðið í nafni öfgahreyfingarinnar Íslamska ríkisins. Aðeins einn árásarmannanna, Salah Abdeslam að nafni, er enn á lífi að nafni, en hann flúði af vettvangi eftir að sprengjuvestið hans virkaði ekki. Hann var handtekinn í heimaborg sinni Brussel í Belgíu í mars 2016. Sama hryðjuverkasella stóð fyrir annarri árás í Brussel fjórum dögum síðar, þar sem 32 létust. Neitar að tjá sig Í frétt AP kemur fram að Abdeslam er sá eini í hópi sakborninga sem er ákærður fyrir morð, en hefur hingað til neitað með öllu að tjá sig við yfirvöld. Vonast var til þess að hann gæti gefið upplýsingar um útbreiðslu og áhrif Íslamska ríkisins og annarra hryðjuverkahópa í Evrópu. Níu mánaða dagskrá Réttarhöldin verða gríðarlega umfangsmikil um er áætlað að þau muni standa í níu mánuði. Fyrst verða lögð fram sönnunargögn, í næsta mánuði hefjast vitnaleiðslur yfir fórnarlömbum árásarinnar. Í nóvember og desember koma önnur vitni fyrir dóminn, þar á meðal François Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, og skyldmenni árásarmannanna. Áætlað er að kalla Abdeslam margoft til vitnis á meðan réttarhöldunum stendur, en ekki er búist við því að hann tjái sig frekar en fyrr. Réttarhöldin fara fram í hinu sögufræga dómshúsi Palais de Justice, þar sem Marie Antoinette og Emile Zola voru áður leidd fyrir dóm. Þar verður þröngt á þingi næstu mánuði, enda eru um 1.800 stefnendur og 350 lögmenn sem koma að málinu. Frakkland Tengdar fréttir Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Neita að verja Abdeslam Lögmenn eina eftirlifandi árásarmannsins í París segja hann ekki svara spurningum þeirra. 12. október 2016 11:45 Hópurinn ætlaði upphaflega að gera aðra árás í París Breyttu áætlum sínum eftir að Salah Abdeslam var handtekinn. 10. apríl 2016 10:50 Salah Abdeslam framseldur til Frakklands Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári. 31. mars 2016 18:06 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Tala látinna í hermdarverkunum í París var hækkuð upp í 132 í dag en var síðar lækkuð aftur. 15. nóvember 2015 23:55 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Þetta var mannskæðasta árás sem framin hefur verið í Frakklandi frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hryðjuverkahópurinn framdi ódæðið í nafni öfgahreyfingarinnar Íslamska ríkisins. Aðeins einn árásarmannanna, Salah Abdeslam að nafni, er enn á lífi að nafni, en hann flúði af vettvangi eftir að sprengjuvestið hans virkaði ekki. Hann var handtekinn í heimaborg sinni Brussel í Belgíu í mars 2016. Sama hryðjuverkasella stóð fyrir annarri árás í Brussel fjórum dögum síðar, þar sem 32 létust. Neitar að tjá sig Í frétt AP kemur fram að Abdeslam er sá eini í hópi sakborninga sem er ákærður fyrir morð, en hefur hingað til neitað með öllu að tjá sig við yfirvöld. Vonast var til þess að hann gæti gefið upplýsingar um útbreiðslu og áhrif Íslamska ríkisins og annarra hryðjuverkahópa í Evrópu. Níu mánaða dagskrá Réttarhöldin verða gríðarlega umfangsmikil um er áætlað að þau muni standa í níu mánuði. Fyrst verða lögð fram sönnunargögn, í næsta mánuði hefjast vitnaleiðslur yfir fórnarlömbum árásarinnar. Í nóvember og desember koma önnur vitni fyrir dóminn, þar á meðal François Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, og skyldmenni árásarmannanna. Áætlað er að kalla Abdeslam margoft til vitnis á meðan réttarhöldunum stendur, en ekki er búist við því að hann tjái sig frekar en fyrr. Réttarhöldin fara fram í hinu sögufræga dómshúsi Palais de Justice, þar sem Marie Antoinette og Emile Zola voru áður leidd fyrir dóm. Þar verður þröngt á þingi næstu mánuði, enda eru um 1.800 stefnendur og 350 lögmenn sem koma að málinu.
Frakkland Tengdar fréttir Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Neita að verja Abdeslam Lögmenn eina eftirlifandi árásarmannsins í París segja hann ekki svara spurningum þeirra. 12. október 2016 11:45 Hópurinn ætlaði upphaflega að gera aðra árás í París Breyttu áætlum sínum eftir að Salah Abdeslam var handtekinn. 10. apríl 2016 10:50 Salah Abdeslam framseldur til Frakklands Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári. 31. mars 2016 18:06 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Tala látinna í hermdarverkunum í París var hækkuð upp í 132 í dag en var síðar lækkuð aftur. 15. nóvember 2015 23:55 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28
Neita að verja Abdeslam Lögmenn eina eftirlifandi árásarmannsins í París segja hann ekki svara spurningum þeirra. 12. október 2016 11:45
Hópurinn ætlaði upphaflega að gera aðra árás í París Breyttu áætlum sínum eftir að Salah Abdeslam var handtekinn. 10. apríl 2016 10:50
Salah Abdeslam framseldur til Frakklands Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári. 31. mars 2016 18:06
Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51
Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45
Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Tala látinna í hermdarverkunum í París var hækkuð upp í 132 í dag en var síðar lækkuð aftur. 15. nóvember 2015 23:55