Hvenær má fjarlægja rampinn? Valborg Sturludóttir skrifar 8. september 2021 13:31 Nú hafa ný lög um fæðingarorlof tekið gildi þannig að báðir foreldrar fá 6 mánuði til að verja með barninu sínu. Lögunum átti að fylgja sú kvöð að orlofinu yrði að ljúka á fyrstu átján mánuðunum eftir fæðingu, en það var dregið til baka. Í greinagerð kom fram að fáir foreldrar nýttu sér það og því væri óþarfi að bjóða upp á það, en vegna þess að yfir hundrað athugasemdir bárust Alþingi og í mörgum þeirra kom fram ósætti við styttingu tímabilsins úr 24 mánuðum (þegar flest börn komast inn á leikskóla) í 18 mánuði (þegar sem engin trygg gæsla er fyrir barn) var hætt við styttinguna. Svo á að framkvæma greiningu á því hvernig þetta nýja fyrirkomulag reynist. Hvort að feður nýti sér rétt umfram 3 mánuði, sem var meginmarkmið frumvarpsins. Að hvetja feður til að nýta sinn rétt og auka þannig samningsmátt þeirra við vinnuveitendur þegar kemur að töku orlofs. Þegar þessi greining er tilbúin, hvert verður þá ásættanlegt hlutfall fólks sem nýtir rétt sinn umfram 18 mánuði að 24 mánuðum til þess að rétturinn verði ekki tekinn út? Aðgengismál eru nefnilega ekki bara rampar fyrir hjólastóla, þó að þá vanti víðsvegar. Aðgengismál eru einnig úrbætur sem henta fáum og veitir þeim sömu tækifæri og flestum. Því eins og ég sagði þá eru daggæslupláss ekki tryggð og við erum ekki öll svo rík að eiga ömmur, afa, frænkur, frændur og jafnvel nágranna sem geta hoppað til og sinnt barninu á meðan við förum aftur til vinnu og brúað þannig bilið áður en leikskólagangan hefst. Ég spyr því: Hversu lágt hlutfall foreldra þarf að nýta sér þjónustuna til að mega slaufa henni? Hversu fáir gestir þurfa að nýta sér rampinn til að réttlæta það að byggja hann ekki? Ég gæti reifað um mikilvægi geðtengsla sem foreldri og barn mynda, ég gæti talað um kostnaðinn við gæslupláss sem eru svo há að það næstum því borgar sig ekki að fara aftur til starfa fyrr en niðurgreiddur leikskóli tekur við, ég gæti nefnt hamingjuna sem hlýst af því að hlúa að eigin afkvæmi en öllum er sama um hamingju því hana er ekki í askana látið. Þannig að það sem ég ætla að tala um er heilsa barna. Allir foreldrar kannast við að taka dag eða tvo frá vinnu vegna veikinda barna sinna eins og eðlilegt er. Veikindaréttur er tryggður í kjarasamningum og fær starfsfólk tvo daga í mánuði fyrir sig og tvo fyrir börn sín, sama hversu mörg börn það eru. Greining sem ég bíð eftir að sjá er rannsóknin á veikindum og fjarvistum fjölskyldna (VOFFi) frá Landspítalanum þar sem reiknað er með að börn á aldrinum 1-5 ára fái um 6-8 umgangspestir á ári. Er þá ekki best fyrir barnið að foreldri þess sé heima með það? Við skulum ekki kjósa burt frá okkur réttindi því að það eru svo fáir sem nýta þau. Höfundur er kennari í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nú hafa ný lög um fæðingarorlof tekið gildi þannig að báðir foreldrar fá 6 mánuði til að verja með barninu sínu. Lögunum átti að fylgja sú kvöð að orlofinu yrði að ljúka á fyrstu átján mánuðunum eftir fæðingu, en það var dregið til baka. Í greinagerð kom fram að fáir foreldrar nýttu sér það og því væri óþarfi að bjóða upp á það, en vegna þess að yfir hundrað athugasemdir bárust Alþingi og í mörgum þeirra kom fram ósætti við styttingu tímabilsins úr 24 mánuðum (þegar flest börn komast inn á leikskóla) í 18 mánuði (þegar sem engin trygg gæsla er fyrir barn) var hætt við styttinguna. Svo á að framkvæma greiningu á því hvernig þetta nýja fyrirkomulag reynist. Hvort að feður nýti sér rétt umfram 3 mánuði, sem var meginmarkmið frumvarpsins. Að hvetja feður til að nýta sinn rétt og auka þannig samningsmátt þeirra við vinnuveitendur þegar kemur að töku orlofs. Þegar þessi greining er tilbúin, hvert verður þá ásættanlegt hlutfall fólks sem nýtir rétt sinn umfram 18 mánuði að 24 mánuðum til þess að rétturinn verði ekki tekinn út? Aðgengismál eru nefnilega ekki bara rampar fyrir hjólastóla, þó að þá vanti víðsvegar. Aðgengismál eru einnig úrbætur sem henta fáum og veitir þeim sömu tækifæri og flestum. Því eins og ég sagði þá eru daggæslupláss ekki tryggð og við erum ekki öll svo rík að eiga ömmur, afa, frænkur, frændur og jafnvel nágranna sem geta hoppað til og sinnt barninu á meðan við förum aftur til vinnu og brúað þannig bilið áður en leikskólagangan hefst. Ég spyr því: Hversu lágt hlutfall foreldra þarf að nýta sér þjónustuna til að mega slaufa henni? Hversu fáir gestir þurfa að nýta sér rampinn til að réttlæta það að byggja hann ekki? Ég gæti reifað um mikilvægi geðtengsla sem foreldri og barn mynda, ég gæti talað um kostnaðinn við gæslupláss sem eru svo há að það næstum því borgar sig ekki að fara aftur til starfa fyrr en niðurgreiddur leikskóli tekur við, ég gæti nefnt hamingjuna sem hlýst af því að hlúa að eigin afkvæmi en öllum er sama um hamingju því hana er ekki í askana látið. Þannig að það sem ég ætla að tala um er heilsa barna. Allir foreldrar kannast við að taka dag eða tvo frá vinnu vegna veikinda barna sinna eins og eðlilegt er. Veikindaréttur er tryggður í kjarasamningum og fær starfsfólk tvo daga í mánuði fyrir sig og tvo fyrir börn sín, sama hversu mörg börn það eru. Greining sem ég bíð eftir að sjá er rannsóknin á veikindum og fjarvistum fjölskyldna (VOFFi) frá Landspítalanum þar sem reiknað er með að börn á aldrinum 1-5 ára fái um 6-8 umgangspestir á ári. Er þá ekki best fyrir barnið að foreldri þess sé heima með það? Við skulum ekki kjósa burt frá okkur réttindi því að það eru svo fáir sem nýta þau. Höfundur er kennari í fæðingarorlofi.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun