Sjómaður lagði Sjóvá vegna spriklandi stórþorsks sem skar hann á þumal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2021 18:25 Sjómaðurinn starfaði fyrir Brim er slysið varð. Vísir/Vilhelm. Tryggingafélagið Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða sjómanni 5,1 milljón vegna slyss sem varð um borð í togara útgerðarfélagsins Brims árið 2018, þegar sjómaðurinn skarst illa á hendi þegar stórþorskur sem hann var að gera að, spriklaði í höndum hans með þeim afleiðingum að sjómaðurinn skarst illa á hendi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sjómaðurinn hafi slasast um borð í togaranum þann 16. október 2018 er hann var við störf sem háseti. Þorskurinn spriklaði í höndunum á sjómanninum með þeim afleiðingum að hann skarst á hendi. Sinar við þumalfingur mannsins skárust í sundur. Var maðurinn fluttur í land og á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst skurðaðgerð. Deiluna sem fór fyrir dóm má rekja til þess að Sjóvá greiddi bætur sem nam sjö stiga miska en sjómaðurinn hafði krafist þess að horft yrði til tíu stiga miska. Þá vildi sjómaðurinn einnig rétt á bótum fyrir tímabundið atvinnutjón, sem Sjóvá hafði hafnað á þeim grundvelli að ráðning sjómannsins hjá Brim hafi verið tímabundin. Alls krafðist sjómaðurinn þess að fá 8,7 milljónir í bætur vegna málsins. Sjóvá þarf að greiða manninum 5,1 milljónir í bætur.Vísir/Hanna Í niðurstöðu héraðsdóms segir að þrátt fyrir að umræddur sjómaður hafi ekki verið fastráðinn sem sjómaður hjá Brimi standi rök til þess að álykta sem svo að hugur hans hafi staðið til að hasla sér völl í sjómennsku eftir langt hlé. Hann hafi verið búinn að fara í nám í Slysvarnaskólanum, sinnt störfum við veiðieftirlit og farið í þrjá túra á vegum Brims. Féllst dómurinn því á kröfu sjómannins um að hann ætti rétt á bótum vegna tímabundins atvinnutjóns. Alls mat dómurinn svo að óbætt tjón sjómannsins næmi 5,1 milljón. Þarf Sjóva að greiða manninum þá upphæð vegna málsins, auk þess sem að tryggingafélagið greiðir 1,2 milljónir króna í málskostnað Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Vinnuslys Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sjómaðurinn hafi slasast um borð í togaranum þann 16. október 2018 er hann var við störf sem háseti. Þorskurinn spriklaði í höndunum á sjómanninum með þeim afleiðingum að hann skarst á hendi. Sinar við þumalfingur mannsins skárust í sundur. Var maðurinn fluttur í land og á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst skurðaðgerð. Deiluna sem fór fyrir dóm má rekja til þess að Sjóvá greiddi bætur sem nam sjö stiga miska en sjómaðurinn hafði krafist þess að horft yrði til tíu stiga miska. Þá vildi sjómaðurinn einnig rétt á bótum fyrir tímabundið atvinnutjón, sem Sjóvá hafði hafnað á þeim grundvelli að ráðning sjómannsins hjá Brim hafi verið tímabundin. Alls krafðist sjómaðurinn þess að fá 8,7 milljónir í bætur vegna málsins. Sjóvá þarf að greiða manninum 5,1 milljónir í bætur.Vísir/Hanna Í niðurstöðu héraðsdóms segir að þrátt fyrir að umræddur sjómaður hafi ekki verið fastráðinn sem sjómaður hjá Brimi standi rök til þess að álykta sem svo að hugur hans hafi staðið til að hasla sér völl í sjómennsku eftir langt hlé. Hann hafi verið búinn að fara í nám í Slysvarnaskólanum, sinnt störfum við veiðieftirlit og farið í þrjá túra á vegum Brims. Féllst dómurinn því á kröfu sjómannins um að hann ætti rétt á bótum vegna tímabundins atvinnutjóns. Alls mat dómurinn svo að óbætt tjón sjómannsins næmi 5,1 milljón. Þarf Sjóva að greiða manninum þá upphæð vegna málsins, auk þess sem að tryggingafélagið greiðir 1,2 milljónir króna í málskostnað
Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Vinnuslys Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira