Hannes Þór hættur í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2021 21:05 Hannes Þór Halldórsson eftir síðasta landsleikinn sinn í kvöld. Getty/Alex Grimm Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. Hannes kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Þýskalandi í kvöld eftir að hafa verið á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum í þessum glugga. „Ég bjóst við að spila fleiri leiki í þessum glugga en ég var klár í þennan slag og ég var mjög ánægður með að fá þennan leik,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var mjög tilfinningaþrunginn gluggi en við urðum að einbeita okkur að því sem við vorum komnir hingað til að gera. Það er að spila fótbolta og það eru fullt af ungum leikmönnum að koma inn og spennandi tímar fram undan,“ sagði Hannes. Hann tók af allan vafa um framhald sitt með landsliðinu. „Ég er búinn að spila með landsliðinu í tíu ár, nánast upp á dag. Ég er mjög stoltur af því og búinn að eiga ótrúlegar stundir í þessari landsliðstreyju. Þar liggja margar af mínum bestu minningum. Það er komið að kynslóðaskiptum og við eigum fullt af frábærum markvörðum. Mér finnst rétti tímapunkturinn fyrir mig að stíga til hliðar og leyfa þeim af taka við keflinu án þess að ég sé að anda ofan í hálsmálið á þeim,“ sagði Hannes og bætti við: „Ég var að spila minn síðasta landsleik hér í kvöld og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði Hannes. „Þetta er búið að vera að gerjast í svolítinn tíma og ég er mjög sáttur með allt sem við höfum gert og með þennan landsliðsferil minn. Ég er sáttur í eigin skinni og það er ekkert eftir. Ég hélt að þetta væri komið eftir Wembley en svo ákváðum við að taka slaginn í þessari keppni. Mér líður bara þannig núna að þetta sé komið gott. Ég held að ég verði að elta þá tilfinningu og finnst þetta rétt í stöðunni,“ sagði Hannes. Þetta var 77. landsleikur Hannesar og er hann sá markvörður sem hefur spilað flesta landsleiki fyrir Ísland. HM 2022 í Katar Tímamót Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Hannes kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Þýskalandi í kvöld eftir að hafa verið á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum í þessum glugga. „Ég bjóst við að spila fleiri leiki í þessum glugga en ég var klár í þennan slag og ég var mjög ánægður með að fá þennan leik,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var mjög tilfinningaþrunginn gluggi en við urðum að einbeita okkur að því sem við vorum komnir hingað til að gera. Það er að spila fótbolta og það eru fullt af ungum leikmönnum að koma inn og spennandi tímar fram undan,“ sagði Hannes. Hann tók af allan vafa um framhald sitt með landsliðinu. „Ég er búinn að spila með landsliðinu í tíu ár, nánast upp á dag. Ég er mjög stoltur af því og búinn að eiga ótrúlegar stundir í þessari landsliðstreyju. Þar liggja margar af mínum bestu minningum. Það er komið að kynslóðaskiptum og við eigum fullt af frábærum markvörðum. Mér finnst rétti tímapunkturinn fyrir mig að stíga til hliðar og leyfa þeim af taka við keflinu án þess að ég sé að anda ofan í hálsmálið á þeim,“ sagði Hannes og bætti við: „Ég var að spila minn síðasta landsleik hér í kvöld og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði Hannes. „Þetta er búið að vera að gerjast í svolítinn tíma og ég er mjög sáttur með allt sem við höfum gert og með þennan landsliðsferil minn. Ég er sáttur í eigin skinni og það er ekkert eftir. Ég hélt að þetta væri komið eftir Wembley en svo ákváðum við að taka slaginn í þessari keppni. Mér líður bara þannig núna að þetta sé komið gott. Ég held að ég verði að elta þá tilfinningu og finnst þetta rétt í stöðunni,“ sagði Hannes. Þetta var 77. landsleikur Hannesar og er hann sá markvörður sem hefur spilað flesta landsleiki fyrir Ísland.
HM 2022 í Katar Tímamót Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira