Á það að vera óskhyggja að geta lifað á sauðfjárbúskap? Guðný Harðardóttir skrifar 8. september 2021 23:30 Nú er árið 2021, við erum búin að ganga í gegnum heimsfaraldur sem hefur ekki farið framhjá einu einasta mannsbarni. Vissulega erfiðir tímar og krefjandi. Erfiðari fyrir suma enn aðra og skal ekki gert lítið úr því. Þetta hefur samt sem áður kennt okkur margt. Kennt mörgum að lifa í núinu, meta landið okkar fagra og það sem er í nærumhverfinu okkar, jafnvel að meta okkar heilnæmu landbúnaðarafurðir. Stærsti lærdómurinn er þó sá að við erum alltaf háð móðir náttúru. Við hemjum hana ekki, erum alltaf háð henni og hennar duttlungum. Það vitum við bændur, vörslumenn lands og búfjár. Margir bændur, líkt og ég sjálf, hafa margra kynslóða þekkingu og reynslu af því að haga segli eftir vindum. Enn nú er komið að þolmörkum. Ég þakka á hverjum degi fyrir að vera heilsuhraust, geta tekist á við verkefnin sem bíða mín þann daginn, því þau eru ófá! Sama hvað ég vinn og vinn eru alltaf einhver verkefni sem sitja á hakanum, mála hlöðuna, slá garðinn, klippa limgerðið, reita arfann í stéttinni og svo má lengi áfram telja. Því þessi verkefni eru ekki þau sem geta hugsanlega gefið tekjur seinna, eða eru til þess að ég geti smalað lömbunum mínum af fjalli og komið þeim í sláturhús. Eða heyjað í þær kindur sem ég ætla að halda í vetur til að fá lömb næsta vor. Ég verð því að einbeita mér að þeim verkum sem vonandi gefa mér tekjur eftir rúmt ár. Margir bændur eru í annarri vinnu með sínum búrekstri. Það er erfitt að halda uppi heimili með þessum búrekstri,sem sumir vilja kenna við lífstíl eða ajafnvel hobbý. Sumir reyna að auka verðmæti afurða sinna með fullvinnslu. Ég er ein þeirra. Það er ekki auðvelt. Mjög erfitt í jaðarbyggðum þar sem flutnings- og rafmagnskostnaður er mikill og við enn háðari móður náttúru eins og sést þegar allt verður ófært, flutningabíllinn veltur eða rafmagnið fer. Tala nú ekki um aðgengi að vinnuafli. Enn allt það er efni í aðra stóra grein. Svo er það stóra báknið sem fylgir landbúnaðarkerfinu okkar. Regluverkið og eftirlitsaðilar sem eiga að þjóna okkur (okkur bændum, búfénaði og neytendum). Reglunum fjölgar með hverju árinu, hverri skýrslunni á eftir annarri á að skila, nýjum kröfum um skýrslur skýtur stöðugt upp kollinum og þessu þurfum við að bæta á yfirfulla vinnudaga okkar. Ég ætla ekki að setja mig á móti því að skila þessum skýrslum, er mjög hlynnt því og það er óhjákvæmilegt til að geta talað um gæðastýringu. Aftur á móti má kerfið ekki vera of flókið, regluverkið má ekki verða það stórt að það kosti mikið fjármagn að halda því gangandi. Þegar nýtt regluverk er smíðað ætti að fella annað út! Jafnvel taka út tvær reglugerðir þegar ný er smíðuð! Gerum það einfaldara að vera bóndi, enn sláum ekki af kröfunum. Látum fjármagnið vinna fyrir okkur enn ekki báknið að éta það upp. Höfundur skipar 6. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Landbúnaður Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú er árið 2021, við erum búin að ganga í gegnum heimsfaraldur sem hefur ekki farið framhjá einu einasta mannsbarni. Vissulega erfiðir tímar og krefjandi. Erfiðari fyrir suma enn aðra og skal ekki gert lítið úr því. Þetta hefur samt sem áður kennt okkur margt. Kennt mörgum að lifa í núinu, meta landið okkar fagra og það sem er í nærumhverfinu okkar, jafnvel að meta okkar heilnæmu landbúnaðarafurðir. Stærsti lærdómurinn er þó sá að við erum alltaf háð móðir náttúru. Við hemjum hana ekki, erum alltaf háð henni og hennar duttlungum. Það vitum við bændur, vörslumenn lands og búfjár. Margir bændur, líkt og ég sjálf, hafa margra kynslóða þekkingu og reynslu af því að haga segli eftir vindum. Enn nú er komið að þolmörkum. Ég þakka á hverjum degi fyrir að vera heilsuhraust, geta tekist á við verkefnin sem bíða mín þann daginn, því þau eru ófá! Sama hvað ég vinn og vinn eru alltaf einhver verkefni sem sitja á hakanum, mála hlöðuna, slá garðinn, klippa limgerðið, reita arfann í stéttinni og svo má lengi áfram telja. Því þessi verkefni eru ekki þau sem geta hugsanlega gefið tekjur seinna, eða eru til þess að ég geti smalað lömbunum mínum af fjalli og komið þeim í sláturhús. Eða heyjað í þær kindur sem ég ætla að halda í vetur til að fá lömb næsta vor. Ég verð því að einbeita mér að þeim verkum sem vonandi gefa mér tekjur eftir rúmt ár. Margir bændur eru í annarri vinnu með sínum búrekstri. Það er erfitt að halda uppi heimili með þessum búrekstri,sem sumir vilja kenna við lífstíl eða ajafnvel hobbý. Sumir reyna að auka verðmæti afurða sinna með fullvinnslu. Ég er ein þeirra. Það er ekki auðvelt. Mjög erfitt í jaðarbyggðum þar sem flutnings- og rafmagnskostnaður er mikill og við enn háðari móður náttúru eins og sést þegar allt verður ófært, flutningabíllinn veltur eða rafmagnið fer. Tala nú ekki um aðgengi að vinnuafli. Enn allt það er efni í aðra stóra grein. Svo er það stóra báknið sem fylgir landbúnaðarkerfinu okkar. Regluverkið og eftirlitsaðilar sem eiga að þjóna okkur (okkur bændum, búfénaði og neytendum). Reglunum fjölgar með hverju árinu, hverri skýrslunni á eftir annarri á að skila, nýjum kröfum um skýrslur skýtur stöðugt upp kollinum og þessu þurfum við að bæta á yfirfulla vinnudaga okkar. Ég ætla ekki að setja mig á móti því að skila þessum skýrslum, er mjög hlynnt því og það er óhjákvæmilegt til að geta talað um gæðastýringu. Aftur á móti má kerfið ekki vera of flókið, regluverkið má ekki verða það stórt að það kosti mikið fjármagn að halda því gangandi. Þegar nýtt regluverk er smíðað ætti að fella annað út! Jafnvel taka út tvær reglugerðir þegar ný er smíðuð! Gerum það einfaldara að vera bóndi, enn sláum ekki af kröfunum. Látum fjármagnið vinna fyrir okkur enn ekki báknið að éta það upp. Höfundur skipar 6. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar