Á það að vera óskhyggja að geta lifað á sauðfjárbúskap? Guðný Harðardóttir skrifar 8. september 2021 23:30 Nú er árið 2021, við erum búin að ganga í gegnum heimsfaraldur sem hefur ekki farið framhjá einu einasta mannsbarni. Vissulega erfiðir tímar og krefjandi. Erfiðari fyrir suma enn aðra og skal ekki gert lítið úr því. Þetta hefur samt sem áður kennt okkur margt. Kennt mörgum að lifa í núinu, meta landið okkar fagra og það sem er í nærumhverfinu okkar, jafnvel að meta okkar heilnæmu landbúnaðarafurðir. Stærsti lærdómurinn er þó sá að við erum alltaf háð móðir náttúru. Við hemjum hana ekki, erum alltaf háð henni og hennar duttlungum. Það vitum við bændur, vörslumenn lands og búfjár. Margir bændur, líkt og ég sjálf, hafa margra kynslóða þekkingu og reynslu af því að haga segli eftir vindum. Enn nú er komið að þolmörkum. Ég þakka á hverjum degi fyrir að vera heilsuhraust, geta tekist á við verkefnin sem bíða mín þann daginn, því þau eru ófá! Sama hvað ég vinn og vinn eru alltaf einhver verkefni sem sitja á hakanum, mála hlöðuna, slá garðinn, klippa limgerðið, reita arfann í stéttinni og svo má lengi áfram telja. Því þessi verkefni eru ekki þau sem geta hugsanlega gefið tekjur seinna, eða eru til þess að ég geti smalað lömbunum mínum af fjalli og komið þeim í sláturhús. Eða heyjað í þær kindur sem ég ætla að halda í vetur til að fá lömb næsta vor. Ég verð því að einbeita mér að þeim verkum sem vonandi gefa mér tekjur eftir rúmt ár. Margir bændur eru í annarri vinnu með sínum búrekstri. Það er erfitt að halda uppi heimili með þessum búrekstri,sem sumir vilja kenna við lífstíl eða ajafnvel hobbý. Sumir reyna að auka verðmæti afurða sinna með fullvinnslu. Ég er ein þeirra. Það er ekki auðvelt. Mjög erfitt í jaðarbyggðum þar sem flutnings- og rafmagnskostnaður er mikill og við enn háðari móður náttúru eins og sést þegar allt verður ófært, flutningabíllinn veltur eða rafmagnið fer. Tala nú ekki um aðgengi að vinnuafli. Enn allt það er efni í aðra stóra grein. Svo er það stóra báknið sem fylgir landbúnaðarkerfinu okkar. Regluverkið og eftirlitsaðilar sem eiga að þjóna okkur (okkur bændum, búfénaði og neytendum). Reglunum fjölgar með hverju árinu, hverri skýrslunni á eftir annarri á að skila, nýjum kröfum um skýrslur skýtur stöðugt upp kollinum og þessu þurfum við að bæta á yfirfulla vinnudaga okkar. Ég ætla ekki að setja mig á móti því að skila þessum skýrslum, er mjög hlynnt því og það er óhjákvæmilegt til að geta talað um gæðastýringu. Aftur á móti má kerfið ekki vera of flókið, regluverkið má ekki verða það stórt að það kosti mikið fjármagn að halda því gangandi. Þegar nýtt regluverk er smíðað ætti að fella annað út! Jafnvel taka út tvær reglugerðir þegar ný er smíðuð! Gerum það einfaldara að vera bóndi, enn sláum ekki af kröfunum. Látum fjármagnið vinna fyrir okkur enn ekki báknið að éta það upp. Höfundur skipar 6. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Landbúnaður Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Nú er árið 2021, við erum búin að ganga í gegnum heimsfaraldur sem hefur ekki farið framhjá einu einasta mannsbarni. Vissulega erfiðir tímar og krefjandi. Erfiðari fyrir suma enn aðra og skal ekki gert lítið úr því. Þetta hefur samt sem áður kennt okkur margt. Kennt mörgum að lifa í núinu, meta landið okkar fagra og það sem er í nærumhverfinu okkar, jafnvel að meta okkar heilnæmu landbúnaðarafurðir. Stærsti lærdómurinn er þó sá að við erum alltaf háð móðir náttúru. Við hemjum hana ekki, erum alltaf háð henni og hennar duttlungum. Það vitum við bændur, vörslumenn lands og búfjár. Margir bændur, líkt og ég sjálf, hafa margra kynslóða þekkingu og reynslu af því að haga segli eftir vindum. Enn nú er komið að þolmörkum. Ég þakka á hverjum degi fyrir að vera heilsuhraust, geta tekist á við verkefnin sem bíða mín þann daginn, því þau eru ófá! Sama hvað ég vinn og vinn eru alltaf einhver verkefni sem sitja á hakanum, mála hlöðuna, slá garðinn, klippa limgerðið, reita arfann í stéttinni og svo má lengi áfram telja. Því þessi verkefni eru ekki þau sem geta hugsanlega gefið tekjur seinna, eða eru til þess að ég geti smalað lömbunum mínum af fjalli og komið þeim í sláturhús. Eða heyjað í þær kindur sem ég ætla að halda í vetur til að fá lömb næsta vor. Ég verð því að einbeita mér að þeim verkum sem vonandi gefa mér tekjur eftir rúmt ár. Margir bændur eru í annarri vinnu með sínum búrekstri. Það er erfitt að halda uppi heimili með þessum búrekstri,sem sumir vilja kenna við lífstíl eða ajafnvel hobbý. Sumir reyna að auka verðmæti afurða sinna með fullvinnslu. Ég er ein þeirra. Það er ekki auðvelt. Mjög erfitt í jaðarbyggðum þar sem flutnings- og rafmagnskostnaður er mikill og við enn háðari móður náttúru eins og sést þegar allt verður ófært, flutningabíllinn veltur eða rafmagnið fer. Tala nú ekki um aðgengi að vinnuafli. Enn allt það er efni í aðra stóra grein. Svo er það stóra báknið sem fylgir landbúnaðarkerfinu okkar. Regluverkið og eftirlitsaðilar sem eiga að þjóna okkur (okkur bændum, búfénaði og neytendum). Reglunum fjölgar með hverju árinu, hverri skýrslunni á eftir annarri á að skila, nýjum kröfum um skýrslur skýtur stöðugt upp kollinum og þessu þurfum við að bæta á yfirfulla vinnudaga okkar. Ég ætla ekki að setja mig á móti því að skila þessum skýrslum, er mjög hlynnt því og það er óhjákvæmilegt til að geta talað um gæðastýringu. Aftur á móti má kerfið ekki vera of flókið, regluverkið má ekki verða það stórt að það kosti mikið fjármagn að halda því gangandi. Þegar nýtt regluverk er smíðað ætti að fella annað út! Jafnvel taka út tvær reglugerðir þegar ný er smíðuð! Gerum það einfaldara að vera bóndi, enn sláum ekki af kröfunum. Látum fjármagnið vinna fyrir okkur enn ekki báknið að éta það upp. Höfundur skipar 6. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar