Sigur í dag og Breiðablik gæti mætt Barcelona, Real Madríd eða Lyon: „Þetta er náttúrulega stærsta sviðið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 08:00 Agla María segir leikmenn Breiðabliks einbeitta á verkefni kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Ég sé þetta bara fyrir mér sem sigur hjá okkur, við leggjum upp með það,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, í viðtali við Stöð 2 og Vísi um stórleik dagsins á Kópavogsvelli. Breiðablik verður í eldlínunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í dag. Það er sannarlega mikið í húfi en ljóst er að sigurvegari leiksins fer áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem fyrri leik liðanna í Króatíu lauk með 1-1 jafntefli. Agla María, annar af fyrirliðum liðsins, ræddi við Stöð 2 og Vísi ásamt Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóra félagsins, um þennan stórleik sem verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 klukkan 17.00 í dag. „Þetta var erfiður völlur úti. Þær eru með hörkulið en það er frábært að fá þær á teppið á Kópavogsvelli og taka þær,“ bætti Agla María við um leik kvöldsins. Vísaði hún í að það sé gervigras á Kópavogsvelli en Osijek spilar heimaleiki sína á ójöfnum grasvelli eins og má sjá á myndunum sem fylgja fréttinni. Klippa: Stórleikur á Kópavogsvelli í dag „Þær eru í fínu formi, þær eru mjög ákveðnar og eru með fína framherja. Þetta er fínt lið svo það er margt sem þarf að huga að,“ svaraði þessa öfluga knattspyrnukona aðspurð hvað Blikar þyrftu að varast í dag. „Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem við erum að keppast um að fara á þannig það eru allir leikmenn einbeittir á að klára þennan leik. Ef við vinnum þennan leik getum við verið að mæta liðum eins og Barcelona, Real Madríd og fleirum. Það er draumur allra leikmanna að spila á móti svona liðum svo það er mjög spennandi.“ „Þetta er víst svona, getur komið fyrir alla að fá Covid-19 en ég held að þetta þjappi okkur betur saman og við verðum enn ákveðnari að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Agla María að endingu. „Að sjálfsögðu er kostnaður á móti sem fylgir þessu. Einfalt að segja bara hverju þetta skilar í vasann en þetta skilar okkur í riðlakeppnina og það er kostnaður við að taka þátt í því,“ sagði Eysteinn Pétur um það fjármagn sem kemur inn og fer út ef Breiðablik kemst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Talað er um að félagið fái rúmar 60 milljónir króna í sinn vasa. „Eins og staðan er í dag þá uppfyllum við ekki þau skilyrði. Við erum að vinna í því að fá undanþágu til þess að spila. Ef við förum áfram förum við á fullt í það að sækja um þessa undanþágu,“ sagði Eysteinn Pétur varðandi hvort Kópavogsvöllur væri leyfilegur í Meistaradeild Evrópu. „Þá þurfum við að reyna halda Laugardalsvelli við núna á haustmánuðum með værum kostnaði væntanlega en við erum bara ekki komin svo langt. Að sjálfsögðu erum við aðeins farin að undirbúa ef þetta verður að raunveruleika.“ „Þetta er nýtt fyrirkomulag hjá stelpunum og orðið líkari því sem þekkist stráka megin. Frábært að þetta sé komið í þennan farveg, að það sé komin riðlakeppni og þetta yrði fyrsta íslenska liðið sem kæmist þangað. Þetta er stórleikur sem enginn getur látið framhjá sér fara,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Breiðablik verður í eldlínunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í dag. Það er sannarlega mikið í húfi en ljóst er að sigurvegari leiksins fer áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem fyrri leik liðanna í Króatíu lauk með 1-1 jafntefli. Agla María, annar af fyrirliðum liðsins, ræddi við Stöð 2 og Vísi ásamt Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóra félagsins, um þennan stórleik sem verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 klukkan 17.00 í dag. „Þetta var erfiður völlur úti. Þær eru með hörkulið en það er frábært að fá þær á teppið á Kópavogsvelli og taka þær,“ bætti Agla María við um leik kvöldsins. Vísaði hún í að það sé gervigras á Kópavogsvelli en Osijek spilar heimaleiki sína á ójöfnum grasvelli eins og má sjá á myndunum sem fylgja fréttinni. Klippa: Stórleikur á Kópavogsvelli í dag „Þær eru í fínu formi, þær eru mjög ákveðnar og eru með fína framherja. Þetta er fínt lið svo það er margt sem þarf að huga að,“ svaraði þessa öfluga knattspyrnukona aðspurð hvað Blikar þyrftu að varast í dag. „Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem við erum að keppast um að fara á þannig það eru allir leikmenn einbeittir á að klára þennan leik. Ef við vinnum þennan leik getum við verið að mæta liðum eins og Barcelona, Real Madríd og fleirum. Það er draumur allra leikmanna að spila á móti svona liðum svo það er mjög spennandi.“ „Þetta er víst svona, getur komið fyrir alla að fá Covid-19 en ég held að þetta þjappi okkur betur saman og við verðum enn ákveðnari að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Agla María að endingu. „Að sjálfsögðu er kostnaður á móti sem fylgir þessu. Einfalt að segja bara hverju þetta skilar í vasann en þetta skilar okkur í riðlakeppnina og það er kostnaður við að taka þátt í því,“ sagði Eysteinn Pétur um það fjármagn sem kemur inn og fer út ef Breiðablik kemst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Talað er um að félagið fái rúmar 60 milljónir króna í sinn vasa. „Eins og staðan er í dag þá uppfyllum við ekki þau skilyrði. Við erum að vinna í því að fá undanþágu til þess að spila. Ef við förum áfram förum við á fullt í það að sækja um þessa undanþágu,“ sagði Eysteinn Pétur varðandi hvort Kópavogsvöllur væri leyfilegur í Meistaradeild Evrópu. „Þá þurfum við að reyna halda Laugardalsvelli við núna á haustmánuðum með værum kostnaði væntanlega en við erum bara ekki komin svo langt. Að sjálfsögðu erum við aðeins farin að undirbúa ef þetta verður að raunveruleika.“ „Þetta er nýtt fyrirkomulag hjá stelpunum og orðið líkari því sem þekkist stráka megin. Frábært að þetta sé komið í þennan farveg, að það sé komin riðlakeppni og þetta yrði fyrsta íslenska liðið sem kæmist þangað. Þetta er stórleikur sem enginn getur látið framhjá sér fara,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn