Segir ensku þjóðina þurfa að stíga upp: Gengur ekki upp að „einbeita sér bara að fótbolta“ þaðan sem ég kem Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 15:01 Veggmynd af Rashford var skreytt með fallegum skilaboðum eftir að rasísk skilaboð voru krotuð á hana í kjölfar úrslitaleiks EM þar sem England beið lægri hlut gegn Ítalíu. Rashford vill sjá ensku þjóðina sameinast nú líkt og hún gerði fyrr í sumar. Christopher Furlong/Getty Images Marcus Rashford hefur látið til sín taka utan vallar í Bretlandi. Hefur hann barist ötullega fyrir réttindum barna og er hvergi nærri hættur þó margur ætlist til þess að Rashford loki þverrifunni og einbeiti sér að boltaleik. „Því fleiri því sterkari er alltaf niðurstaðan í fótbolta. Með sama markmið getur fólk frá mismunandi menningarheimum, af mismunandi þjóðernum og kynþáttum, með mismunandi kynhneigð sem og ólíkar pólitískar eða trúarlegar skoðanir afrekað ótrúlegustu hluti ef það stendur saman.“ Svo hefst pistill Marcus Rashford, 23 ára leikmanns Manchester United og enska landsliðsins, á vef Spectatator í Bretlandi. „Þegar þú klæðir þig í treyju landsliðsins þá hverfur allir rígur og sameiginlegur vilji til að vinna tekur öll völd. Þegar stuðningsfólks stígur inn á leikvanginn er það hluti af heild, allar áhyggjur eru skyldar eftir við innganginn. Fyrir mörgum eru þetta trúarbrögð, fyrir mér er þetta enn draumur.“ „Þú elst upp við að dá og dýrka ákveðnar fígúrur sem eru á endanum alveg eins og við, manneskjur með tilfinningar. Manneskjur sem hafa á einhverjum tímapunkti þurft að glíma við mótlæti. Því miður fyrir suma þá virkar ekki að „einbeita sér aðeins að fótbolta“ þaðan sem ég kem,“ segir Rashford og sendir þeim sem hafa gagnrýnt hann undanfarið væna pillu. „Sjáið til, þegar samfélagið sem ég bjó í átti ekkert sem það gat kallað sitt þá fann það alltaf eitthvað í góðmennsku sinni til að gefa mér. Ég er afurð þeirrar góðmennsku, þess vilja og krafts til að bjóða mér meira en það var á dyraþrepi mínu.“ „Ég væri að gera fjölskyldu minni og þessu samfélagi óleik ef ég myndi ekki nota stöðu mína í samfélaginu til að tjá mig fyrir hönd þeirra milljóna sem ekki heyrist í.“ Rashford bendir í kjölfarið á að staða barna í Bretlandi er verri í dag heldur en hún var áður en kórónufaraldurinn skall á. „Þú gætir fyllt Wembley-leikvanginn 27 sinnum með þeim tveimur og hálfri milljón barna sem vita ekki hvaðan næsta máltíð á að koma.“ „Ég geri mér grein fyrir að þau sem stjórna landinu eru ekki í öfundsverðri stöðu og fæst okkar myndum vilja skipta við þau. Að því sögðu þá ættu börn Englands aldrei að mæta afgangi. Skammtímalausnir munu ekki duga, við þurfum langtímamarkmið sem er vel skipulagt.“ Leikmaðurinn góðhjartaði bendir einnig á að 40 prósent þeirra fjölskyldna sem gætu nýtt sér þau úrræði sem hann hefur komið á laggirnar gera það ekki. Um er að ræða 216 þúsund fjölskyldur. „Þeir foreldrar koma eflaust frá samfélögum eins og mínum – engin nettenging, engin aðalgata, bara munnmæli.“ Hann gagnrýnir einnig fjölda fjölskyldna sem lifa í fátækt en hafa ekki aðgang að fríum máltíðum í skólum. Hann vill sjá ríkisstjórn Bretlands rýmka skilyrðin sem fjölskyldur þurfa að uppfylla til að fá fríar máltíðir í skólum. „Menntun getur veitt ákveðna leið út úr fátækt en hvernig ætlumst við til að börn læri, og taki virkan þátt í skólastarfinu, ef þau eru sífellt svöng og fá lítið sem ekkert að borða?“ „Ekkert barn á skilið að byrja 20 metrum fyrir aftan hin börnin bara vegna þess samfélags sem það býr í. Það er kominn tími til að stíga upp.“ Why I don t stick to football https://t.co/qUoDE6Rjqs— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) September 9, 2021 „Flokkspólitík hefur aldrei heillað mig. Það sem heillar mig er að vinna saman í að finna raunsæjar og sjálfbærar lausnir. Langtímaáhrif heimsfaraldurs verða ekki leyst með skammtíma lausnum.“ Það er tími fyrir okkur öll sem snerum bökum saman á meðan Evrópumótinu stóð í sumar að gera slíkt hið sama nú og sjá til þess að öll börn Bretlands eigi möguleika í framtíðinni. Það er undir okkur komið að eyða hungri barna,“ segir Rashford að lokum í pistli sínum. Pistil Rashford má lesa í heild sinni á vef Spectator. Fótbolti Enski boltinn Bretland Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
„Því fleiri því sterkari er alltaf niðurstaðan í fótbolta. Með sama markmið getur fólk frá mismunandi menningarheimum, af mismunandi þjóðernum og kynþáttum, með mismunandi kynhneigð sem og ólíkar pólitískar eða trúarlegar skoðanir afrekað ótrúlegustu hluti ef það stendur saman.“ Svo hefst pistill Marcus Rashford, 23 ára leikmanns Manchester United og enska landsliðsins, á vef Spectatator í Bretlandi. „Þegar þú klæðir þig í treyju landsliðsins þá hverfur allir rígur og sameiginlegur vilji til að vinna tekur öll völd. Þegar stuðningsfólks stígur inn á leikvanginn er það hluti af heild, allar áhyggjur eru skyldar eftir við innganginn. Fyrir mörgum eru þetta trúarbrögð, fyrir mér er þetta enn draumur.“ „Þú elst upp við að dá og dýrka ákveðnar fígúrur sem eru á endanum alveg eins og við, manneskjur með tilfinningar. Manneskjur sem hafa á einhverjum tímapunkti þurft að glíma við mótlæti. Því miður fyrir suma þá virkar ekki að „einbeita sér aðeins að fótbolta“ þaðan sem ég kem,“ segir Rashford og sendir þeim sem hafa gagnrýnt hann undanfarið væna pillu. „Sjáið til, þegar samfélagið sem ég bjó í átti ekkert sem það gat kallað sitt þá fann það alltaf eitthvað í góðmennsku sinni til að gefa mér. Ég er afurð þeirrar góðmennsku, þess vilja og krafts til að bjóða mér meira en það var á dyraþrepi mínu.“ „Ég væri að gera fjölskyldu minni og þessu samfélagi óleik ef ég myndi ekki nota stöðu mína í samfélaginu til að tjá mig fyrir hönd þeirra milljóna sem ekki heyrist í.“ Rashford bendir í kjölfarið á að staða barna í Bretlandi er verri í dag heldur en hún var áður en kórónufaraldurinn skall á. „Þú gætir fyllt Wembley-leikvanginn 27 sinnum með þeim tveimur og hálfri milljón barna sem vita ekki hvaðan næsta máltíð á að koma.“ „Ég geri mér grein fyrir að þau sem stjórna landinu eru ekki í öfundsverðri stöðu og fæst okkar myndum vilja skipta við þau. Að því sögðu þá ættu börn Englands aldrei að mæta afgangi. Skammtímalausnir munu ekki duga, við þurfum langtímamarkmið sem er vel skipulagt.“ Leikmaðurinn góðhjartaði bendir einnig á að 40 prósent þeirra fjölskyldna sem gætu nýtt sér þau úrræði sem hann hefur komið á laggirnar gera það ekki. Um er að ræða 216 þúsund fjölskyldur. „Þeir foreldrar koma eflaust frá samfélögum eins og mínum – engin nettenging, engin aðalgata, bara munnmæli.“ Hann gagnrýnir einnig fjölda fjölskyldna sem lifa í fátækt en hafa ekki aðgang að fríum máltíðum í skólum. Hann vill sjá ríkisstjórn Bretlands rýmka skilyrðin sem fjölskyldur þurfa að uppfylla til að fá fríar máltíðir í skólum. „Menntun getur veitt ákveðna leið út úr fátækt en hvernig ætlumst við til að börn læri, og taki virkan þátt í skólastarfinu, ef þau eru sífellt svöng og fá lítið sem ekkert að borða?“ „Ekkert barn á skilið að byrja 20 metrum fyrir aftan hin börnin bara vegna þess samfélags sem það býr í. Það er kominn tími til að stíga upp.“ Why I don t stick to football https://t.co/qUoDE6Rjqs— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) September 9, 2021 „Flokkspólitík hefur aldrei heillað mig. Það sem heillar mig er að vinna saman í að finna raunsæjar og sjálfbærar lausnir. Langtímaáhrif heimsfaraldurs verða ekki leyst með skammtíma lausnum.“ Það er tími fyrir okkur öll sem snerum bökum saman á meðan Evrópumótinu stóð í sumar að gera slíkt hið sama nú og sjá til þess að öll börn Bretlands eigi möguleika í framtíðinni. Það er undir okkur komið að eyða hungri barna,“ segir Rashford að lokum í pistli sínum. Pistil Rashford má lesa í heild sinni á vef Spectator.
Fótbolti Enski boltinn Bretland Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira