„Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2021 14:36 Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítala Vísir Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi. Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem læknar furðuðu sig á að ekki væri gert ráð fyrir nýrri geðdeild á nýjum Landspítala. Þá var bent á að núverandi húsnæði væri algjörlega óviðunandi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segist hafa bent á þennan vanda frá árinu 2019. „Síðan ég tók við sem forstöðumaður Geðþjónustunnar hef ég bent á að að húsnæðið sé óviðunandi og það þurfi byggja nýtt. Allir stjórnendur í geðþjónustu og starfsmenn hér eru sammála þessu og mínir yfirmenn sjá þetta algjörlega. Mér heyrist stjórnvöld líka vera að gera sér grein fyrir þessu,“ segir Nanna og bætir við að vonandi sé það ekki bara af því að kosningar séu á næsta leiti. „Það er ekki aðeins það að húsnæðið sé gamalt og úr sér gengið heldur erum við með starfsemi á þremur stöðum sem er afar óhentugt fyrir þá þjónustu sem við rekum. Í nútímahönnun geðdeildarbygginga er gert ráð fyrir að húsnæðið ýti undir bata sjúklinga en það er langt í frá raunin í því húsnæði sem við erum í núna,“ segir Nanna. Nanna segist ekki hafa fengið skýr svör um af hverju ekki sé gert ráð fyrir geðdeildarhúsnæði á nýjum Landspítala. „Þessi ákvörðun um að byggja nýjan Landspítala var tekinn fyrir löngu síðan. Ákvörðunin velktist svo um í kerfinu árum saman. Kannski var á þeim tíma ekki svo langt síðan geðdeildarbyggingin var byggð við Hringbraut,“ veltir Nanna fyrir sér. Hún segir hins vegar brýnt að bæta úr húsnæðiskosti geðsviðsins sem fyrst. „Það er alveg ljóst að við getum ekki beðið í 10- 20 ár. það er alveg útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu,“ segir Nanna. Landspítalinn Geðheilbrigði Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem læknar furðuðu sig á að ekki væri gert ráð fyrir nýrri geðdeild á nýjum Landspítala. Þá var bent á að núverandi húsnæði væri algjörlega óviðunandi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segist hafa bent á þennan vanda frá árinu 2019. „Síðan ég tók við sem forstöðumaður Geðþjónustunnar hef ég bent á að að húsnæðið sé óviðunandi og það þurfi byggja nýtt. Allir stjórnendur í geðþjónustu og starfsmenn hér eru sammála þessu og mínir yfirmenn sjá þetta algjörlega. Mér heyrist stjórnvöld líka vera að gera sér grein fyrir þessu,“ segir Nanna og bætir við að vonandi sé það ekki bara af því að kosningar séu á næsta leiti. „Það er ekki aðeins það að húsnæðið sé gamalt og úr sér gengið heldur erum við með starfsemi á þremur stöðum sem er afar óhentugt fyrir þá þjónustu sem við rekum. Í nútímahönnun geðdeildarbygginga er gert ráð fyrir að húsnæðið ýti undir bata sjúklinga en það er langt í frá raunin í því húsnæði sem við erum í núna,“ segir Nanna. Nanna segist ekki hafa fengið skýr svör um af hverju ekki sé gert ráð fyrir geðdeildarhúsnæði á nýjum Landspítala. „Þessi ákvörðun um að byggja nýjan Landspítala var tekinn fyrir löngu síðan. Ákvörðunin velktist svo um í kerfinu árum saman. Kannski var á þeim tíma ekki svo langt síðan geðdeildarbyggingin var byggð við Hringbraut,“ veltir Nanna fyrir sér. Hún segir hins vegar brýnt að bæta úr húsnæðiskosti geðsviðsins sem fyrst. „Það er alveg ljóst að við getum ekki beðið í 10- 20 ár. það er alveg útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu,“ segir Nanna.
Landspítalinn Geðheilbrigði Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01