„Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2021 14:36 Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítala Vísir Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi. Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem læknar furðuðu sig á að ekki væri gert ráð fyrir nýrri geðdeild á nýjum Landspítala. Þá var bent á að núverandi húsnæði væri algjörlega óviðunandi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segist hafa bent á þennan vanda frá árinu 2019. „Síðan ég tók við sem forstöðumaður Geðþjónustunnar hef ég bent á að að húsnæðið sé óviðunandi og það þurfi byggja nýtt. Allir stjórnendur í geðþjónustu og starfsmenn hér eru sammála þessu og mínir yfirmenn sjá þetta algjörlega. Mér heyrist stjórnvöld líka vera að gera sér grein fyrir þessu,“ segir Nanna og bætir við að vonandi sé það ekki bara af því að kosningar séu á næsta leiti. „Það er ekki aðeins það að húsnæðið sé gamalt og úr sér gengið heldur erum við með starfsemi á þremur stöðum sem er afar óhentugt fyrir þá þjónustu sem við rekum. Í nútímahönnun geðdeildarbygginga er gert ráð fyrir að húsnæðið ýti undir bata sjúklinga en það er langt í frá raunin í því húsnæði sem við erum í núna,“ segir Nanna. Nanna segist ekki hafa fengið skýr svör um af hverju ekki sé gert ráð fyrir geðdeildarhúsnæði á nýjum Landspítala. „Þessi ákvörðun um að byggja nýjan Landspítala var tekinn fyrir löngu síðan. Ákvörðunin velktist svo um í kerfinu árum saman. Kannski var á þeim tíma ekki svo langt síðan geðdeildarbyggingin var byggð við Hringbraut,“ veltir Nanna fyrir sér. Hún segir hins vegar brýnt að bæta úr húsnæðiskosti geðsviðsins sem fyrst. „Það er alveg ljóst að við getum ekki beðið í 10- 20 ár. það er alveg útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu,“ segir Nanna. Landspítalinn Geðheilbrigði Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira
Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem læknar furðuðu sig á að ekki væri gert ráð fyrir nýrri geðdeild á nýjum Landspítala. Þá var bent á að núverandi húsnæði væri algjörlega óviðunandi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segist hafa bent á þennan vanda frá árinu 2019. „Síðan ég tók við sem forstöðumaður Geðþjónustunnar hef ég bent á að að húsnæðið sé óviðunandi og það þurfi byggja nýtt. Allir stjórnendur í geðþjónustu og starfsmenn hér eru sammála þessu og mínir yfirmenn sjá þetta algjörlega. Mér heyrist stjórnvöld líka vera að gera sér grein fyrir þessu,“ segir Nanna og bætir við að vonandi sé það ekki bara af því að kosningar séu á næsta leiti. „Það er ekki aðeins það að húsnæðið sé gamalt og úr sér gengið heldur erum við með starfsemi á þremur stöðum sem er afar óhentugt fyrir þá þjónustu sem við rekum. Í nútímahönnun geðdeildarbygginga er gert ráð fyrir að húsnæðið ýti undir bata sjúklinga en það er langt í frá raunin í því húsnæði sem við erum í núna,“ segir Nanna. Nanna segist ekki hafa fengið skýr svör um af hverju ekki sé gert ráð fyrir geðdeildarhúsnæði á nýjum Landspítala. „Þessi ákvörðun um að byggja nýjan Landspítala var tekinn fyrir löngu síðan. Ákvörðunin velktist svo um í kerfinu árum saman. Kannski var á þeim tíma ekki svo langt síðan geðdeildarbyggingin var byggð við Hringbraut,“ veltir Nanna fyrir sér. Hún segir hins vegar brýnt að bæta úr húsnæðiskosti geðsviðsins sem fyrst. „Það er alveg ljóst að við getum ekki beðið í 10- 20 ár. það er alveg útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu,“ segir Nanna.
Landspítalinn Geðheilbrigði Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira
Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01