Húsleit í þýskum ráðuneytum vegna rannsóknar á spillingardeild Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2021 15:17 Húsleitin kemur á versta tíma fyrir Olaf Scholz, fjármálaráðherra, sem á möguleika á á verða næsti kanslari Þýskalands. Vísir/EPA Saksóknarar gerður húsleit í fjármála- og dómsmálaráðuneytum Þýskalands í dag. Leitin er sögð hluti af rannsókn á opinberri stofnun sem rannsakar peningaþvætti en hún kemur á versta tíma fyrir fjármálaráðherrann sem stendur í harðri kosningabaráttu. Fjármálaupplýsingadeildin (FIU) er hluti af fjármálaráðuneytinu en bæði hún og fjármálaeftirlit Þýskalands hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa misst af stórfelldu misferli greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard sem fór á hausinn með tilþrifum í fyrra. Rannsóknin nú beinist að ásökunum um að deildin hafi fengið fyrirmæli um að hunsa tilkynningar banka um grunsamlegar peningafærslur til Afríku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðgerðir þýskra stjórnvalda gegn peningaþvætti eru einnig til skoðunar hjá FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það eru sömu samtök og settu Ísland á gráan lista vegna aðgerðaleysis gegn peningaþvætti árið 2019. FIU er sögð hafa átt erfitt með að anna þeim tugum þúsunda tilkynninga sem henni berast frá fjármálastofnunum um grunsamlega fjármagnsflutninga. Ekki er langt síðan deildin hætti að taka við slíkum tilkynningum með faxi. Talsmaður saksóknaranna sem gerðu húsleitina segir að rannsóknin hafi hafist eftir að kvartanir bárust um að fjárglæpadeildin hefði ekkert aðhafst varðandi vafasamar millifærslur á miljónum evra, meðal annars til Afríku, á árunum 2018 til 2020. Bankar hafi haft grunsemdir um að færslurnar tengdust viðskiptum með vopn og fíkniefni eða fjármögnun hryðjuverka. FIU hafi staðfest móttöku tilkynninganna en ekki vísað þeim áfram til löggæslustofnana. Rannsóknin beinist einnig að því að eftir að deildin tók við rannsókn á peningaþvætti árið 2017 hafi tilkynningum um grunsamlegar fjármagnsflutninga snarfækkað. Þýskaland sagt paradís fyrir glæpona Olaf Scholz, fjármálaráðherra úr flokki Sósíaldemókrata, eygir nú góða möguleika á að verða næsti kanslari Þýskalands í þingkosningunum sem fara fram 26. september ef marka má skoðanakannanir. Stjórnarandstaðan gagnýnir Scholz og segir að undir stjórn hans sé Þýskaland paradís fyrir glæpamenn. Fjármálaráðuneytið segist hafa fjölgað starfsfólki peningaþvættisdeildarinnar og að enginn starfsmaður ráðuneytisins liggi undir grun um saknæmt athæfi. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fjármálaupplýsingadeildin (FIU) er hluti af fjármálaráðuneytinu en bæði hún og fjármálaeftirlit Þýskalands hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa misst af stórfelldu misferli greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard sem fór á hausinn með tilþrifum í fyrra. Rannsóknin nú beinist að ásökunum um að deildin hafi fengið fyrirmæli um að hunsa tilkynningar banka um grunsamlegar peningafærslur til Afríku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðgerðir þýskra stjórnvalda gegn peningaþvætti eru einnig til skoðunar hjá FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það eru sömu samtök og settu Ísland á gráan lista vegna aðgerðaleysis gegn peningaþvætti árið 2019. FIU er sögð hafa átt erfitt með að anna þeim tugum þúsunda tilkynninga sem henni berast frá fjármálastofnunum um grunsamlega fjármagnsflutninga. Ekki er langt síðan deildin hætti að taka við slíkum tilkynningum með faxi. Talsmaður saksóknaranna sem gerðu húsleitina segir að rannsóknin hafi hafist eftir að kvartanir bárust um að fjárglæpadeildin hefði ekkert aðhafst varðandi vafasamar millifærslur á miljónum evra, meðal annars til Afríku, á árunum 2018 til 2020. Bankar hafi haft grunsemdir um að færslurnar tengdust viðskiptum með vopn og fíkniefni eða fjármögnun hryðjuverka. FIU hafi staðfest móttöku tilkynninganna en ekki vísað þeim áfram til löggæslustofnana. Rannsóknin beinist einnig að því að eftir að deildin tók við rannsókn á peningaþvætti árið 2017 hafi tilkynningum um grunsamlegar fjármagnsflutninga snarfækkað. Þýskaland sagt paradís fyrir glæpona Olaf Scholz, fjármálaráðherra úr flokki Sósíaldemókrata, eygir nú góða möguleika á að verða næsti kanslari Þýskalands í þingkosningunum sem fara fram 26. september ef marka má skoðanakannanir. Stjórnarandstaðan gagnýnir Scholz og segir að undir stjórn hans sé Þýskaland paradís fyrir glæpamenn. Fjármálaráðuneytið segist hafa fjölgað starfsfólki peningaþvættisdeildarinnar og að enginn starfsmaður ráðuneytisins liggi undir grun um saknæmt athæfi.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira