Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2021 19:53 Vilhjálmur Kári Haraldsson fagnar með Selmu Sól Magnúsdóttur eftir leikinn gegn Osijek. vísir/hulda margrét Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. „Þetta var flott, við vorum vel gíraðar og baráttan góð. Mér fannst við pínu stressaðar með boltann í fyrri hálfleik en það er hluti þess að spila svona stóran leik þar sem svona mikið er undir. En í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Helenu Ólafsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leikinn á Kópavogsvelli. Gríðarlega mikið var undir í leiknum í dag, ekki bara sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar heldur einnig háar fjárhæðir. „Þetta er stór leikur og mikið í kringum þetta. En þetta var virkilega flottur sigur hjá stelpunum. Við erum með betra lið, maður sá það, en þarf að klára þetta. Þær eru með nokkra góða leikmenn en þær náðu sér ekki á strik í dag og spiluðu betur í heimaleiknum,“ sagði Vilhjálmur. „Við einbeittum okkur svolítið að því að stoppa ákveðna leikmenn og það gekk mjög vel. Þær opnuðu okkur ekki oft og fengu ekki mörg góð færi.“ Hann segist hafa fengið stuðning víða að úr Breiðabliks, meðal annars frá þjálfurum karlaliðs félagsins. „Við unnum þetta saman. Við fengum Pál Einarsson inn, Úlli [Úlfar Hinriksson] hefur verið í þessu og Óli [Ólafur Pétursson]. Við fengum meira að segja aðstoð frá Óskari [Hrafni Þorvaldssyni] og Halldóri [Árnasyni]. Við reyndum að nýta alla í kringum okkur,“ sagði Vilhjálmur. Með sigrinum í dag framlengdu Blikar tímabilið um þrjá mánuði. Vilhjálmur hefur þó áhyggjur af því hversu þunnur hópur Breiðabliks er en til marks um það voru aðeins þrír leikmenn á bekknum í dag. „Það er ekki annað hægt en að lítast vel á þette. En við erum með ansi rýran hóp sem er áhyggjuefni. Við vorum að vonast til að geta fengið þessa leikmenn sem fóru út í einhverja leiki en fyrstu svörin eru að það gangi ekki upp,“ sagði Vilhjálmur að lokum. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
„Þetta var flott, við vorum vel gíraðar og baráttan góð. Mér fannst við pínu stressaðar með boltann í fyrri hálfleik en það er hluti þess að spila svona stóran leik þar sem svona mikið er undir. En í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Helenu Ólafsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leikinn á Kópavogsvelli. Gríðarlega mikið var undir í leiknum í dag, ekki bara sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar heldur einnig háar fjárhæðir. „Þetta er stór leikur og mikið í kringum þetta. En þetta var virkilega flottur sigur hjá stelpunum. Við erum með betra lið, maður sá það, en þarf að klára þetta. Þær eru með nokkra góða leikmenn en þær náðu sér ekki á strik í dag og spiluðu betur í heimaleiknum,“ sagði Vilhjálmur. „Við einbeittum okkur svolítið að því að stoppa ákveðna leikmenn og það gekk mjög vel. Þær opnuðu okkur ekki oft og fengu ekki mörg góð færi.“ Hann segist hafa fengið stuðning víða að úr Breiðabliks, meðal annars frá þjálfurum karlaliðs félagsins. „Við unnum þetta saman. Við fengum Pál Einarsson inn, Úlli [Úlfar Hinriksson] hefur verið í þessu og Óli [Ólafur Pétursson]. Við fengum meira að segja aðstoð frá Óskari [Hrafni Þorvaldssyni] og Halldóri [Árnasyni]. Við reyndum að nýta alla í kringum okkur,“ sagði Vilhjálmur. Með sigrinum í dag framlengdu Blikar tímabilið um þrjá mánuði. Vilhjálmur hefur þó áhyggjur af því hversu þunnur hópur Breiðabliks er en til marks um það voru aðeins þrír leikmenn á bekknum í dag. „Það er ekki annað hægt en að lítast vel á þette. En við erum með ansi rýran hóp sem er áhyggjuefni. Við vorum að vonast til að geta fengið þessa leikmenn sem fóru út í einhverja leiki en fyrstu svörin eru að það gangi ekki upp,“ sagði Vilhjálmur að lokum.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47
Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00