Afturelding fylgir deildarmeisturum KR í efstu deild | ÍA og Grótta fallin Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 21:11 KR varð Lengjudeildarmeistari í kvöld og felldi Gróttu í 2. deild. Vísir/Hulda Margrét KR varð í kvöld Lengjudeildarmeistari kvenna í fótbolta eftir 3-0 sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi, sem jafnframt felldi granna þeirra í 2. deild. Afturelding vann hreinan úrslitaleik gegn FH um sæti í efstu deild. Spennan var mikil bæði á toppi og botni Lengjudeildarinnar fyrir kvöldið. KR var á toppi deildarinnar með 39 stig, tveimur á undan Aftureldingu í öðru sæti og þremur á undan FH í því þriðja. KR hafði tryggt sæti sitt í efstu deild þar sem síðarnefndu félögin tvö mættust innbyrðis í hreinum úrslitaleik um að fylgja Vesturbæingum upp. Ljóst var að Aftureldingu dugði jafntefli til að fara upp en liðið tók á móti FH í spennuþrungnum leik í Mosfellsbæ. Markalaust var í leikhléi og allt fram á 69. mínútu. Sigrún Gunndís Harðardóttir kom Aftureldingu þá yfir og við það opnuðust flóðgáttir. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir bætti við tveimur mörkum á 74. og 78. mínútu. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir innsiglaði svo 4-0 sigur Aftureldingar, og jafnframt gullskó sinn, með 23. marki sínu í sumar á 84. mínútu. Afturelding mun því leika í Pepsi Max-deild kvenna að ári á kostnað FH. Hafnfirðingar sitja eftir í Lengjudeildinni og tókst ekki að komast upp í fyrstu tilraun eftir fall úr Pepsi Max-deildinni í fyrra. Það tókst hins vegar KR sem dugði sigur á grönnum sínum Gróttu á Seltjarnarnesi til að tryggja sér deildartitilinn. Kathleen Pingel skoraði tvö mörk fyrir þær svarthvítu í fyrri hálfleik til að veita liðinu 2-0 forystu í hléi. Aideen Keane innsiglaði 3-0 sigur KR kvenna tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Tap Gróttu þýddi mikla hættu á falli en alls gátu fjögur lið fallið fyrir lokaumferðina í kvöld. Hetjuleg endurkoma Skagakvenna dugði ekki til - Grótta með þeim niður ÍA og Augnablik voru neðst í deildinni með 14 stig en voru aðeins tveimur stigum frá HK og Gróttu sem voru þar fyrir ofan með 16 stig. Sigur botnliðanna var líklegt til að halda þeim uppi. ÍA gerði 3-3 jafntefli við Hauka í Hafnarfirði og féll því úr deildinni. Haukakonur komust 3-0 en Skagakonur náðu ekki að fullkomna frábæra endurkomu sína með sigurmarki. Þær höfnuðu því í botnsæti deildarinnar með 15 stig. Augnablik mætti HK í Kórnum og ljóst að sigur myndi duga Augnabliki til að halda sér uppi. Það myndi þá velta á markatölu hvort HK eða Grótta færi niður fyrst að Gróttukonur töpuðu fyrir KR. Augnablik vann 2-0 sigur í Kópavogsslagnum í Kórnum og bjargaði sér þannig frá falli. Stærð sigursins hefði þurft að vera meiri til að fella granna þeirra í leiðinni en Grótta var með tveimur mörkum lakari markatölu en HK og fylgdi ÍA því niður í 2. deild. Víkingskonur unnu 1-0 sigur á Grindavík og hafnaði Víkingur í fjórða sæti með 31 stig, fimm á eftir FH í því þriðja. Grindavík lauk keppni með 17 stig, líkt og Augnablik, í 6.-7. sæti. Lengjudeild kvenna KR Afturelding ÍA Grótta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Spennan var mikil bæði á toppi og botni Lengjudeildarinnar fyrir kvöldið. KR var á toppi deildarinnar með 39 stig, tveimur á undan Aftureldingu í öðru sæti og þremur á undan FH í því þriðja. KR hafði tryggt sæti sitt í efstu deild þar sem síðarnefndu félögin tvö mættust innbyrðis í hreinum úrslitaleik um að fylgja Vesturbæingum upp. Ljóst var að Aftureldingu dugði jafntefli til að fara upp en liðið tók á móti FH í spennuþrungnum leik í Mosfellsbæ. Markalaust var í leikhléi og allt fram á 69. mínútu. Sigrún Gunndís Harðardóttir kom Aftureldingu þá yfir og við það opnuðust flóðgáttir. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir bætti við tveimur mörkum á 74. og 78. mínútu. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir innsiglaði svo 4-0 sigur Aftureldingar, og jafnframt gullskó sinn, með 23. marki sínu í sumar á 84. mínútu. Afturelding mun því leika í Pepsi Max-deild kvenna að ári á kostnað FH. Hafnfirðingar sitja eftir í Lengjudeildinni og tókst ekki að komast upp í fyrstu tilraun eftir fall úr Pepsi Max-deildinni í fyrra. Það tókst hins vegar KR sem dugði sigur á grönnum sínum Gróttu á Seltjarnarnesi til að tryggja sér deildartitilinn. Kathleen Pingel skoraði tvö mörk fyrir þær svarthvítu í fyrri hálfleik til að veita liðinu 2-0 forystu í hléi. Aideen Keane innsiglaði 3-0 sigur KR kvenna tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Tap Gróttu þýddi mikla hættu á falli en alls gátu fjögur lið fallið fyrir lokaumferðina í kvöld. Hetjuleg endurkoma Skagakvenna dugði ekki til - Grótta með þeim niður ÍA og Augnablik voru neðst í deildinni með 14 stig en voru aðeins tveimur stigum frá HK og Gróttu sem voru þar fyrir ofan með 16 stig. Sigur botnliðanna var líklegt til að halda þeim uppi. ÍA gerði 3-3 jafntefli við Hauka í Hafnarfirði og féll því úr deildinni. Haukakonur komust 3-0 en Skagakonur náðu ekki að fullkomna frábæra endurkomu sína með sigurmarki. Þær höfnuðu því í botnsæti deildarinnar með 15 stig. Augnablik mætti HK í Kórnum og ljóst að sigur myndi duga Augnabliki til að halda sér uppi. Það myndi þá velta á markatölu hvort HK eða Grótta færi niður fyrst að Gróttukonur töpuðu fyrir KR. Augnablik vann 2-0 sigur í Kópavogsslagnum í Kórnum og bjargaði sér þannig frá falli. Stærð sigursins hefði þurft að vera meiri til að fella granna þeirra í leiðinni en Grótta var með tveimur mörkum lakari markatölu en HK og fylgdi ÍA því niður í 2. deild. Víkingskonur unnu 1-0 sigur á Grindavík og hafnaði Víkingur í fjórða sæti með 31 stig, fimm á eftir FH í því þriðja. Grindavík lauk keppni með 17 stig, líkt og Augnablik, í 6.-7. sæti.
Lengjudeild kvenna KR Afturelding ÍA Grótta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira