Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson skrifar 10. september 2021 17:02 Það hefur verið mikil lífsreynsla fyrir mig sem áhugamann um áfengis- og vímuefnamál að takast á við þennan málaflokk á vettvangi stjórnmálanna. Óhætt er að segja að lítið sem ekkert hafi gengið í baráttunni við að stytta biðlista í meðferð, vegna þeirra skoðunar núverandi heilbrigðisráðherra að ríkið eitt skuli sjá um þessi mál en ekki einhverjir aðrir. Píratar og síðar hæstvirtur heilbrigðisráðherra lögðu fram og mæltu fyrir frumvörpum, á sitthvoru árinu, um afglæpavæðingu „neysluskammta “ fíkniefna. Bæði þessi frumvörp voru algjörlega vanunnin sem kom best í ljós í umsögnum aðila eins og Læknafélags Íslands, lögreglunnar, og allmargra forvarna- og bindindisfélaga við vinnslu málanna. Spurningunni um það hvað er „neysluskammtur “ er enn ósvarað. Það er staðreynd að skammtur sem „er í lagi“ fyrir einn getur drepið annan. Þeir sem neyta fíkniefna byggja upp þol fyrir stærri skömmtum sem þeir, sem eru að bara að „fikta, “ hafa ekki. Erum við nokkuð búin að gleyma þeim sorglegu fréttum sem reglulega berast um ungt fólk sem dáið hafa af einum skammt! Hvaða merkingu hefur orðið „neysluskammtur “ í slíkum tilvikum? Flytjendur frumvarpanna segja að önnur lönd, t.d. Portúgal, hafi farið þessa leið. Það er alrangt, þau lönd höfðu lögreglu, læknasamfélagið og forvarna- og meðferðarsamtök og fleiri aðila með í ráðum í þeirri vinnu. Hérna á Íslandi ætla heilbrigðisráðherra og Píratar að hundsa slíkt samstarf. Andstaðan við fíkn er að vera allsgáður Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, vitnar í þrettán orð sem breyttu öllu í hennar huga í nýlegri grein á Vísi. „Andstæðan við fíkn er ekki að vera alsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Að hennar sögn breyttu þessi orð hvernig hún hugsar um vímuefni. Gott og vel en þetta er algjör andstaða við mína upplifun sem óvirkur fíknisjúklingur (alkóhólisti). Í mínu lífi í dag er er andstæðan við fíkn að vera allsgáður og á meðan ég var „virkur í neyslu“ einangraðist ég frá nánast öllum tengslum við annað fólk. Var þó áður og er í dag mikil félagsvera. Ég hef oft rætt það alheimsvandamál sem eru undirheimar sem tengjast ólöglegum fíkniefnum og í því sambandi rifjað upp bannár áfengis, 1920 – 1935. Sú saga segir okkur að fíknivandinn og hörmungar áfengis og annar vímuefna er ekki ný af nálinni. Samstarf og sú samvinna landa á milli, þegar vá steðjar að heiminum hefur sýnt að margt er gerleg ef fólk snýr bökum saman. Nýjasta dæmið er glíman við Covid-19, þar sem allir, hvar sem er í heiminum, eru að fást við einn óvin. Eyðum biðlistunum Hér heima á Fróni verðum við stjórnmálamenn í samstarfi við lækna, lögreglu, meðferðaraðila, forvarnaraðila, bindindissamtök og alla þá sem málið varða að taka skynsamlegar ákvarðanir en ekki flana að neinu. Því miður eru þessi frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna algjörlega vanunnin. Það þarf hins vegar að ráðast í það strax að eyða öllum biðlistum þegar kemur um að komast í meðferð. Þar bíða nú ríflega 600 manns og hafa beðið allt of lengi. Ég hef lagt fram tvær þingsályktanir um lausn á þessum vanda á kjörtímabilinu og mun áfram berjast fyrir þeim málum. Uppgjöf er ekki í boði og allt hálfkák er gagnslaust. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Fíkn Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikil lífsreynsla fyrir mig sem áhugamann um áfengis- og vímuefnamál að takast á við þennan málaflokk á vettvangi stjórnmálanna. Óhætt er að segja að lítið sem ekkert hafi gengið í baráttunni við að stytta biðlista í meðferð, vegna þeirra skoðunar núverandi heilbrigðisráðherra að ríkið eitt skuli sjá um þessi mál en ekki einhverjir aðrir. Píratar og síðar hæstvirtur heilbrigðisráðherra lögðu fram og mæltu fyrir frumvörpum, á sitthvoru árinu, um afglæpavæðingu „neysluskammta “ fíkniefna. Bæði þessi frumvörp voru algjörlega vanunnin sem kom best í ljós í umsögnum aðila eins og Læknafélags Íslands, lögreglunnar, og allmargra forvarna- og bindindisfélaga við vinnslu málanna. Spurningunni um það hvað er „neysluskammtur “ er enn ósvarað. Það er staðreynd að skammtur sem „er í lagi“ fyrir einn getur drepið annan. Þeir sem neyta fíkniefna byggja upp þol fyrir stærri skömmtum sem þeir, sem eru að bara að „fikta, “ hafa ekki. Erum við nokkuð búin að gleyma þeim sorglegu fréttum sem reglulega berast um ungt fólk sem dáið hafa af einum skammt! Hvaða merkingu hefur orðið „neysluskammtur “ í slíkum tilvikum? Flytjendur frumvarpanna segja að önnur lönd, t.d. Portúgal, hafi farið þessa leið. Það er alrangt, þau lönd höfðu lögreglu, læknasamfélagið og forvarna- og meðferðarsamtök og fleiri aðila með í ráðum í þeirri vinnu. Hérna á Íslandi ætla heilbrigðisráðherra og Píratar að hundsa slíkt samstarf. Andstaðan við fíkn er að vera allsgáður Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, vitnar í þrettán orð sem breyttu öllu í hennar huga í nýlegri grein á Vísi. „Andstæðan við fíkn er ekki að vera alsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Að hennar sögn breyttu þessi orð hvernig hún hugsar um vímuefni. Gott og vel en þetta er algjör andstaða við mína upplifun sem óvirkur fíknisjúklingur (alkóhólisti). Í mínu lífi í dag er er andstæðan við fíkn að vera allsgáður og á meðan ég var „virkur í neyslu“ einangraðist ég frá nánast öllum tengslum við annað fólk. Var þó áður og er í dag mikil félagsvera. Ég hef oft rætt það alheimsvandamál sem eru undirheimar sem tengjast ólöglegum fíkniefnum og í því sambandi rifjað upp bannár áfengis, 1920 – 1935. Sú saga segir okkur að fíknivandinn og hörmungar áfengis og annar vímuefna er ekki ný af nálinni. Samstarf og sú samvinna landa á milli, þegar vá steðjar að heiminum hefur sýnt að margt er gerleg ef fólk snýr bökum saman. Nýjasta dæmið er glíman við Covid-19, þar sem allir, hvar sem er í heiminum, eru að fást við einn óvin. Eyðum biðlistunum Hér heima á Fróni verðum við stjórnmálamenn í samstarfi við lækna, lögreglu, meðferðaraðila, forvarnaraðila, bindindissamtök og alla þá sem málið varða að taka skynsamlegar ákvarðanir en ekki flana að neinu. Því miður eru þessi frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna algjörlega vanunnin. Það þarf hins vegar að ráðast í það strax að eyða öllum biðlistum þegar kemur um að komast í meðferð. Þar bíða nú ríflega 600 manns og hafa beðið allt of lengi. Ég hef lagt fram tvær þingsályktanir um lausn á þessum vanda á kjörtímabilinu og mun áfram berjast fyrir þeim málum. Uppgjöf er ekki í boði og allt hálfkák er gagnslaust. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar