Það sem Ole sagði! Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 10. september 2021 13:02 Í Fréttablaðinu í morgun birtist grein eftir Ole Anton Bieltvedt með fyrirsögninni Væri lántaka með 0,68% ársvöxtum eitthvað fyrir þig? Við lestur greinarinnar kom í ljós að ég og Ole erum algjörlega á sama máli enda fjallar hún um mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar sem er gengisstöðugleiki og tenging íslensku krónunnar við evru. Ef Danir geta þetta, af hverju ekki við? Ole bendir á að Danir og Færeyingar hafi fyrir löngu tekið upp evru í gegnum samning við evrópska seðlabankann og Danir höfðu reyndar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi en danska krónan var tengd við þýska markið áður en evran varð til. Þetta er sú leið sem við í Viðreisn tölum fyrir og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka þetta skref fyrir heimilin í landinu, fyrirtækin okkar, ríki og sveitarfélög. Það liggur í augum uppi að lágvaxta umhverfi til jafns við það sem þekkist hjá þeim þjóðum sem við berum okkur jafnan saman við eykur samkeppnishæfni okkar á alþjóðlegum mörkuðum og myndi bæta allt rekstrarumhverfi fyrirtækja og heimila. Bara það að geta séð 3-5 ár fram í tímann í stað 3-5 mánaða eins og nú er væri bylting á öllu rekstrarumhverfi sem við búum við í dag. Lægri vextir og engin verðtrygging! Með þessu móti yrði krónan í raun evra og af því myndi leiða að vaxtarumhverfið yrði samskonar og þekkist innan evrusvæðisins. Húsnæðisvextir yrðu þá um 1,5% en ekki rúm 5% og hærra eins og við þekkjum hér og verðtrygging lána myndi heyra sögunni til. Vissulega eru vextir á verðtryggðum lánum um og yfir 2% en við þá bætist síðan verðtrygging sem tekur mið af verðbólgu. Ef verðbólga er t.d. 3% þá bætist það í raun við vextina þó að það þurfi ekki að borga þann hluta fyrr en seinna. Þess vegna eru afborganir af verðtryggðum lánum lægri en af óverðtryggðum lánum. Eignamyndun þeirra sem eru með verðtryggð lán er hins vegar mun hægari en á lánum með óverðtryggðum vöxtum. Af hverju vilja fjármagnseigendur og íhaldsflokkarnir ekki afnema verðtrygginguna? Þegar ég var í MBA námi þá spurði ég eitt sinn að því af hverju það væri svona mikil tregða við að afnema verðtrygginguna á Íslandi. Svarið sem ég fékk var mjög upplýsandi og hjálpaði mér að setja hlutina í samhengi. Svarið var á þá leið að það væru tveir hópar sem stæðu fastast gegn því. Annar hópurinn væru fjármagnseigendur en þeir vildu halda í verðtrygginguna svo að þeir gætu ávaxtað sitt fjármagn á Íslandi án áhættu. Til skýringar þá virkar verðtrygging þannig að þú getur ekki tapað á því að lána með verðtryggingu því höfuðstóllinn heldur alltaf verðmæti sínum vegna þess að verðbólgan er reiknuð til vaxta auk vaxtanna sem eru á láninu. Lántakandinn tekur því alla áhættuna. Hinn hópurinn væru stjórnmálamenn sem vildu geta leiðrétt hagstjórnarmistök með því að veikja eða styrkja gjaldmiðilinn eftir hentugleika. Vandamálið við slíka hagstjórn er hins vegar sú að einhver þarf samt sem áður að borga og það lendir yfirleitt alltaf á almenningi sem einhvers konar skerðing á lífskjörum. Þess vegna get ég tekið undir með Ole þegar hann segir: „Þannig er mér fyrirmunað að skilja, að almenningur – kjósendur í landinu – skuli ekki hafa fyrir löngu séð í gegnum þetta spillta valdakerfi og tekið af skarið; farið í stöðugleikann, öryggið og þá lágvexti, sem evra ein getur tryggt!?“ Gefum framtíðinni tækifæri! Nú sem áður eru það kjósendur, almenningur í landinu, sem hefur tækifæri til að láta vilja sinn í ljós 25. sept. nk. þegar kosið verður til Alþings. Ég hvet því kjósendur eindregið að kynna sér vel stefnuskrá Viðreisnar í efnahagsmálum sem og öðrum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar og vona að sem flestir finni samhljóm með okkar stefnu. Kjósum með hjartanu, gefum framtíðinni tækifæri, kjósum Viðreisn! Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í morgun birtist grein eftir Ole Anton Bieltvedt með fyrirsögninni Væri lántaka með 0,68% ársvöxtum eitthvað fyrir þig? Við lestur greinarinnar kom í ljós að ég og Ole erum algjörlega á sama máli enda fjallar hún um mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar sem er gengisstöðugleiki og tenging íslensku krónunnar við evru. Ef Danir geta þetta, af hverju ekki við? Ole bendir á að Danir og Færeyingar hafi fyrir löngu tekið upp evru í gegnum samning við evrópska seðlabankann og Danir höfðu reyndar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi en danska krónan var tengd við þýska markið áður en evran varð til. Þetta er sú leið sem við í Viðreisn tölum fyrir og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka þetta skref fyrir heimilin í landinu, fyrirtækin okkar, ríki og sveitarfélög. Það liggur í augum uppi að lágvaxta umhverfi til jafns við það sem þekkist hjá þeim þjóðum sem við berum okkur jafnan saman við eykur samkeppnishæfni okkar á alþjóðlegum mörkuðum og myndi bæta allt rekstrarumhverfi fyrirtækja og heimila. Bara það að geta séð 3-5 ár fram í tímann í stað 3-5 mánaða eins og nú er væri bylting á öllu rekstrarumhverfi sem við búum við í dag. Lægri vextir og engin verðtrygging! Með þessu móti yrði krónan í raun evra og af því myndi leiða að vaxtarumhverfið yrði samskonar og þekkist innan evrusvæðisins. Húsnæðisvextir yrðu þá um 1,5% en ekki rúm 5% og hærra eins og við þekkjum hér og verðtrygging lána myndi heyra sögunni til. Vissulega eru vextir á verðtryggðum lánum um og yfir 2% en við þá bætist síðan verðtrygging sem tekur mið af verðbólgu. Ef verðbólga er t.d. 3% þá bætist það í raun við vextina þó að það þurfi ekki að borga þann hluta fyrr en seinna. Þess vegna eru afborganir af verðtryggðum lánum lægri en af óverðtryggðum lánum. Eignamyndun þeirra sem eru með verðtryggð lán er hins vegar mun hægari en á lánum með óverðtryggðum vöxtum. Af hverju vilja fjármagnseigendur og íhaldsflokkarnir ekki afnema verðtrygginguna? Þegar ég var í MBA námi þá spurði ég eitt sinn að því af hverju það væri svona mikil tregða við að afnema verðtrygginguna á Íslandi. Svarið sem ég fékk var mjög upplýsandi og hjálpaði mér að setja hlutina í samhengi. Svarið var á þá leið að það væru tveir hópar sem stæðu fastast gegn því. Annar hópurinn væru fjármagnseigendur en þeir vildu halda í verðtrygginguna svo að þeir gætu ávaxtað sitt fjármagn á Íslandi án áhættu. Til skýringar þá virkar verðtrygging þannig að þú getur ekki tapað á því að lána með verðtryggingu því höfuðstóllinn heldur alltaf verðmæti sínum vegna þess að verðbólgan er reiknuð til vaxta auk vaxtanna sem eru á láninu. Lántakandinn tekur því alla áhættuna. Hinn hópurinn væru stjórnmálamenn sem vildu geta leiðrétt hagstjórnarmistök með því að veikja eða styrkja gjaldmiðilinn eftir hentugleika. Vandamálið við slíka hagstjórn er hins vegar sú að einhver þarf samt sem áður að borga og það lendir yfirleitt alltaf á almenningi sem einhvers konar skerðing á lífskjörum. Þess vegna get ég tekið undir með Ole þegar hann segir: „Þannig er mér fyrirmunað að skilja, að almenningur – kjósendur í landinu – skuli ekki hafa fyrir löngu séð í gegnum þetta spillta valdakerfi og tekið af skarið; farið í stöðugleikann, öryggið og þá lágvexti, sem evra ein getur tryggt!?“ Gefum framtíðinni tækifæri! Nú sem áður eru það kjósendur, almenningur í landinu, sem hefur tækifæri til að láta vilja sinn í ljós 25. sept. nk. þegar kosið verður til Alþings. Ég hvet því kjósendur eindregið að kynna sér vel stefnuskrá Viðreisnar í efnahagsmálum sem og öðrum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar og vona að sem flestir finni samhljóm með okkar stefnu. Kjósum með hjartanu, gefum framtíðinni tækifæri, kjósum Viðreisn! Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun