Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 29. október 2025 12:16 Blóðtaka úr fylfullum hryssum og framleiðsla á PMSG hormóninu var haustið 2023 felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, 460/2017. Það var gert í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld fengu formlegt áminningarbréf og ítarlega álitsgerð frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um framkvæmd blóðtöku á Íslandi. Niðurstaða álitsins var sú að tilskipun um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63, ætti að gilda um starfsemina. Jafnframt að starfsemin væri ekki í samræmi við tilskipunina og að með blóðtökunni væru reglur um meðferð tilraunadýra þverbrotnar. Hér á landi gildir ofangreind reglugerð nr. 460/2017 í samræmi við þessa tilskipun. Árið 2020 hlífði MAST, líftæknifyrirtækinu Ísteka, þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað. Þannig sviptu stjórnvöld hryssurnar þeirri vernd sem þeim bar að njóta samkvæmt lögum. Ísteka hefur haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. En nú njóta hryssurnar meiri verndar í skjóli reglugerðar 460/2017. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa mótmælt harðlega því að dýrin njóti þeirrar auknu verndar sem reglugerð 460/2017 skapar þeim og standa nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Þeir halda því fram að starfsemin sé landbúnaður og eigi að hlíta sömu reglum og gildi um hann. Í áliti sínu rökstuddi ESA rækilega afstöðu sína til þess að blóðmeraiðnaður falli utan hefðbundins landbúnaðar og að blóðtaka úr fylfullum hryssum teljist inngrip í vísindaskyni. Starfsemin tengist framleiðslu lyfja (PMSG) þar sem notuð er líftækni sem byggir á vísindalegum og tæknilegum grunni. Rakið er að reglur um tilraunadýr beri ekki eingöngu að ná utan um þröngt skilgreindar dýratilraunir. Heldur nái einnig utan um starfsemi sem byggir á vísindalegum aðferðum. Þrenns konar inngrip á dýri falla undir reglur um tilraunadýr: Inngrip sem tengist tilraunum í vísindaskyni Inngrip sem tengjast öðru vísindastarfi Inngrip sem tengjast menntun Ef inngrip á dýri uppfyllir eitt af ofangreindum skilyrðum og veldur dýrinu sársauka, þjáningu, streitu eða varanlegum skaða sem er jafnmikill eða meiri en það sem stunga með nál framkvæmd með færni dýralæknis gerir. Þá eiga tilskipanir og reglur um tilraunir á dýrum í vísindaskyni að gilda og dýrin að njóta verndar í samræmi við þær. Blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur undir inngrip 2) og veldur dýrunum sársauka, ofsahræðslu og er þeim hættuleg. Í álitinu er bent á að eingöngu dýralæknir megi framkvæma blóðtöku úr hryssunum. Um inngrip í hjarta og æðakerfi dýrsins sé að ræða, með tilheyrandi áhrifum á lífeðlisfræðilega starfsemi þess og er ekki í lækningaskyni.Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi spendýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar og blóðtakan er hryssunum hættuleg þar sem afar mikið blóð er tekið í hvert sinn. Notuð er svo gróf nál við blóðtökuna að þörf er á staðdeyfingu húðar fyrir inngripið. Í áliti ESA er sérstaklega tekið fram að staðdeyfing eigi ekki að hafa áhrif á mat sársauka við inngripið og þannig komast hjá því að heyra undir reglur og tilskipanir um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Að því sögðu er ljóst að blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur með réttu undir reglugerð 460/2017,um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni. Það eru fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir Ísteka sem reynir enn og aftur að komast hjá því að reglugerð 460/2017 gildi um starfsemi þeirra. Nú í formi málaferla við íslenska ríkið eins og áður segir. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld skýri afstöðu sína og standi vörð um markmið tilskipunarinnar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63. Það er einboðið að Íslandi verði stefnt ákveði það að fara ekki eftir skýrum reglum um tilraunadýr og það er nokkuð ljóst hvernig það mál mun fara fyrir dómstólum. Blóðmerahald heyrir sögunni til. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð, og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Blóðmerahald Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Blóðtaka úr fylfullum hryssum og framleiðsla á PMSG hormóninu var haustið 2023 felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, 460/2017. Það var gert í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld fengu formlegt áminningarbréf og ítarlega álitsgerð frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um framkvæmd blóðtöku á Íslandi. Niðurstaða álitsins var sú að tilskipun um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63, ætti að gilda um starfsemina. Jafnframt að starfsemin væri ekki í samræmi við tilskipunina og að með blóðtökunni væru reglur um meðferð tilraunadýra þverbrotnar. Hér á landi gildir ofangreind reglugerð nr. 460/2017 í samræmi við þessa tilskipun. Árið 2020 hlífði MAST, líftæknifyrirtækinu Ísteka, þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað. Þannig sviptu stjórnvöld hryssurnar þeirri vernd sem þeim bar að njóta samkvæmt lögum. Ísteka hefur haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. En nú njóta hryssurnar meiri verndar í skjóli reglugerðar 460/2017. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa mótmælt harðlega því að dýrin njóti þeirrar auknu verndar sem reglugerð 460/2017 skapar þeim og standa nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Þeir halda því fram að starfsemin sé landbúnaður og eigi að hlíta sömu reglum og gildi um hann. Í áliti sínu rökstuddi ESA rækilega afstöðu sína til þess að blóðmeraiðnaður falli utan hefðbundins landbúnaðar og að blóðtaka úr fylfullum hryssum teljist inngrip í vísindaskyni. Starfsemin tengist framleiðslu lyfja (PMSG) þar sem notuð er líftækni sem byggir á vísindalegum og tæknilegum grunni. Rakið er að reglur um tilraunadýr beri ekki eingöngu að ná utan um þröngt skilgreindar dýratilraunir. Heldur nái einnig utan um starfsemi sem byggir á vísindalegum aðferðum. Þrenns konar inngrip á dýri falla undir reglur um tilraunadýr: Inngrip sem tengist tilraunum í vísindaskyni Inngrip sem tengjast öðru vísindastarfi Inngrip sem tengjast menntun Ef inngrip á dýri uppfyllir eitt af ofangreindum skilyrðum og veldur dýrinu sársauka, þjáningu, streitu eða varanlegum skaða sem er jafnmikill eða meiri en það sem stunga með nál framkvæmd með færni dýralæknis gerir. Þá eiga tilskipanir og reglur um tilraunir á dýrum í vísindaskyni að gilda og dýrin að njóta verndar í samræmi við þær. Blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur undir inngrip 2) og veldur dýrunum sársauka, ofsahræðslu og er þeim hættuleg. Í álitinu er bent á að eingöngu dýralæknir megi framkvæma blóðtöku úr hryssunum. Um inngrip í hjarta og æðakerfi dýrsins sé að ræða, með tilheyrandi áhrifum á lífeðlisfræðilega starfsemi þess og er ekki í lækningaskyni.Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi spendýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar og blóðtakan er hryssunum hættuleg þar sem afar mikið blóð er tekið í hvert sinn. Notuð er svo gróf nál við blóðtökuna að þörf er á staðdeyfingu húðar fyrir inngripið. Í áliti ESA er sérstaklega tekið fram að staðdeyfing eigi ekki að hafa áhrif á mat sársauka við inngripið og þannig komast hjá því að heyra undir reglur og tilskipanir um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Að því sögðu er ljóst að blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur með réttu undir reglugerð 460/2017,um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni. Það eru fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir Ísteka sem reynir enn og aftur að komast hjá því að reglugerð 460/2017 gildi um starfsemi þeirra. Nú í formi málaferla við íslenska ríkið eins og áður segir. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld skýri afstöðu sína og standi vörð um markmið tilskipunarinnar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63. Það er einboðið að Íslandi verði stefnt ákveði það að fara ekki eftir skýrum reglum um tilraunadýr og það er nokkuð ljóst hvernig það mál mun fara fyrir dómstólum. Blóðmerahald heyrir sögunni til. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð, og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun