Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 29. október 2025 12:16 Blóðtaka úr fylfullum hryssum og framleiðsla á PMSG hormóninu var haustið 2023 felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, 460/2017. Það var gert í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld fengu formlegt áminningarbréf og ítarlega álitsgerð frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um framkvæmd blóðtöku á Íslandi. Niðurstaða álitsins var sú að tilskipun um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63, ætti að gilda um starfsemina. Jafnframt að starfsemin væri ekki í samræmi við tilskipunina og að með blóðtökunni væru reglur um meðferð tilraunadýra þverbrotnar. Hér á landi gildir ofangreind reglugerð nr. 460/2017 í samræmi við þessa tilskipun. Árið 2020 hlífði MAST, líftæknifyrirtækinu Ísteka, þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað. Þannig sviptu stjórnvöld hryssurnar þeirri vernd sem þeim bar að njóta samkvæmt lögum. Ísteka hefur haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. En nú njóta hryssurnar meiri verndar í skjóli reglugerðar 460/2017. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa mótmælt harðlega því að dýrin njóti þeirrar auknu verndar sem reglugerð 460/2017 skapar þeim og standa nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Þeir halda því fram að starfsemin sé landbúnaður og eigi að hlíta sömu reglum og gildi um hann. Í áliti sínu rökstuddi ESA rækilega afstöðu sína til þess að blóðmeraiðnaður falli utan hefðbundins landbúnaðar og að blóðtaka úr fylfullum hryssum teljist inngrip í vísindaskyni. Starfsemin tengist framleiðslu lyfja (PMSG) þar sem notuð er líftækni sem byggir á vísindalegum og tæknilegum grunni. Rakið er að reglur um tilraunadýr beri ekki eingöngu að ná utan um þröngt skilgreindar dýratilraunir. Heldur nái einnig utan um starfsemi sem byggir á vísindalegum aðferðum. Þrenns konar inngrip á dýri falla undir reglur um tilraunadýr: Inngrip sem tengist tilraunum í vísindaskyni Inngrip sem tengjast öðru vísindastarfi Inngrip sem tengjast menntun Ef inngrip á dýri uppfyllir eitt af ofangreindum skilyrðum og veldur dýrinu sársauka, þjáningu, streitu eða varanlegum skaða sem er jafnmikill eða meiri en það sem stunga með nál framkvæmd með færni dýralæknis gerir. Þá eiga tilskipanir og reglur um tilraunir á dýrum í vísindaskyni að gilda og dýrin að njóta verndar í samræmi við þær. Blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur undir inngrip 2) og veldur dýrunum sársauka, ofsahræðslu og er þeim hættuleg. Í álitinu er bent á að eingöngu dýralæknir megi framkvæma blóðtöku úr hryssunum. Um inngrip í hjarta og æðakerfi dýrsins sé að ræða, með tilheyrandi áhrifum á lífeðlisfræðilega starfsemi þess og er ekki í lækningaskyni.Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi spendýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar og blóðtakan er hryssunum hættuleg þar sem afar mikið blóð er tekið í hvert sinn. Notuð er svo gróf nál við blóðtökuna að þörf er á staðdeyfingu húðar fyrir inngripið. Í áliti ESA er sérstaklega tekið fram að staðdeyfing eigi ekki að hafa áhrif á mat sársauka við inngripið og þannig komast hjá því að heyra undir reglur og tilskipanir um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Að því sögðu er ljóst að blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur með réttu undir reglugerð 460/2017,um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni. Það eru fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir Ísteka sem reynir enn og aftur að komast hjá því að reglugerð 460/2017 gildi um starfsemi þeirra. Nú í formi málaferla við íslenska ríkið eins og áður segir. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld skýri afstöðu sína og standi vörð um markmið tilskipunarinnar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63. Það er einboðið að Íslandi verði stefnt ákveði það að fara ekki eftir skýrum reglum um tilraunadýr og það er nokkuð ljóst hvernig það mál mun fara fyrir dómstólum. Blóðmerahald heyrir sögunni til. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð, og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Blóðmerahald Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Blóðtaka úr fylfullum hryssum og framleiðsla á PMSG hormóninu var haustið 2023 felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, 460/2017. Það var gert í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld fengu formlegt áminningarbréf og ítarlega álitsgerð frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um framkvæmd blóðtöku á Íslandi. Niðurstaða álitsins var sú að tilskipun um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63, ætti að gilda um starfsemina. Jafnframt að starfsemin væri ekki í samræmi við tilskipunina og að með blóðtökunni væru reglur um meðferð tilraunadýra þverbrotnar. Hér á landi gildir ofangreind reglugerð nr. 460/2017 í samræmi við þessa tilskipun. Árið 2020 hlífði MAST, líftæknifyrirtækinu Ísteka, þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað. Þannig sviptu stjórnvöld hryssurnar þeirri vernd sem þeim bar að njóta samkvæmt lögum. Ísteka hefur haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. En nú njóta hryssurnar meiri verndar í skjóli reglugerðar 460/2017. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa mótmælt harðlega því að dýrin njóti þeirrar auknu verndar sem reglugerð 460/2017 skapar þeim og standa nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Þeir halda því fram að starfsemin sé landbúnaður og eigi að hlíta sömu reglum og gildi um hann. Í áliti sínu rökstuddi ESA rækilega afstöðu sína til þess að blóðmeraiðnaður falli utan hefðbundins landbúnaðar og að blóðtaka úr fylfullum hryssum teljist inngrip í vísindaskyni. Starfsemin tengist framleiðslu lyfja (PMSG) þar sem notuð er líftækni sem byggir á vísindalegum og tæknilegum grunni. Rakið er að reglur um tilraunadýr beri ekki eingöngu að ná utan um þröngt skilgreindar dýratilraunir. Heldur nái einnig utan um starfsemi sem byggir á vísindalegum aðferðum. Þrenns konar inngrip á dýri falla undir reglur um tilraunadýr: Inngrip sem tengist tilraunum í vísindaskyni Inngrip sem tengjast öðru vísindastarfi Inngrip sem tengjast menntun Ef inngrip á dýri uppfyllir eitt af ofangreindum skilyrðum og veldur dýrinu sársauka, þjáningu, streitu eða varanlegum skaða sem er jafnmikill eða meiri en það sem stunga með nál framkvæmd með færni dýralæknis gerir. Þá eiga tilskipanir og reglur um tilraunir á dýrum í vísindaskyni að gilda og dýrin að njóta verndar í samræmi við þær. Blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur undir inngrip 2) og veldur dýrunum sársauka, ofsahræðslu og er þeim hættuleg. Í álitinu er bent á að eingöngu dýralæknir megi framkvæma blóðtöku úr hryssunum. Um inngrip í hjarta og æðakerfi dýrsins sé að ræða, með tilheyrandi áhrifum á lífeðlisfræðilega starfsemi þess og er ekki í lækningaskyni.Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi spendýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar og blóðtakan er hryssunum hættuleg þar sem afar mikið blóð er tekið í hvert sinn. Notuð er svo gróf nál við blóðtökuna að þörf er á staðdeyfingu húðar fyrir inngripið. Í áliti ESA er sérstaklega tekið fram að staðdeyfing eigi ekki að hafa áhrif á mat sársauka við inngripið og þannig komast hjá því að heyra undir reglur og tilskipanir um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Að því sögðu er ljóst að blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur með réttu undir reglugerð 460/2017,um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni. Það eru fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir Ísteka sem reynir enn og aftur að komast hjá því að reglugerð 460/2017 gildi um starfsemi þeirra. Nú í formi málaferla við íslenska ríkið eins og áður segir. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld skýri afstöðu sína og standi vörð um markmið tilskipunarinnar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63. Það er einboðið að Íslandi verði stefnt ákveði það að fara ekki eftir skýrum reglum um tilraunadýr og það er nokkuð ljóst hvernig það mál mun fara fyrir dómstólum. Blóðmerahald heyrir sögunni til. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð, og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun