Stóreignaskattur er siðlaus og tvöföld heimska! Ole Anton Bieltvedt skrifar 11. september 2021 19:00 Mér hefur fundizt Samfylkingin vera ágætur flokkur, einkum undir þeirri forustu, sem verið hefur undanfarin ár, en ég sakna nú m.a. fíns drengs, Ágústar Ólafs Ágústssonar, sem reyndar er bæði lögfræðingur og hagfræðingur, þó að það sé ekki málið, heldur hans almennu og miklu kostir, ekki sízt á sviði dýraverndar, þar sem hann var fremstur í flokki alþingismanna. Í staðinn er komið nýtt fólk, eflaust gott fólk, en margt full ungt, reynslulítið og óþroskað, hefur lítið þurft að standa ölduna á lífsins ólgusjó, en telur sig samt vera útvalið, jafnvel til leiðtogahlutverka, auðvitað án þess að vera það. Hefur þetta nýja fólk sett nokkuð mark á nýja stefnu flokksins, og er þar ekki allt til góðs. Auðvitað er þetta unga fólk, um og yfir þrítugt, ekki eitt á ferð, hinir þurftu að þvælast með, en nýi tónninn kann að hafa komið nokkuð frá sjálfumglöðum nýliðum. Eru þessi orð skrifuð sérstaklega með tilliti til tillögu Samfylkingarinnar um, að stóreignaskattur verði innleiddur hér. Þeir, sem eiga hreina eign upp á 200 milljónir skuli greiða af þessari eign umtalsverðan skatt. Slík skattlagning væri, í fyrsta lagi, með öllu siðlaus. Fólkið, sem á slíkar eignir – þarf ekki að vera meira en hús, sumarbústaður og bíll – var þá þegar búið að borga skatta af þeim tekjum, sem þessar eignir voru keyptar fyrir. Á það þá að borga skatt aftur af sömu tekjum? Hin hliðin á siðleysinu er sú, að slík skattlagning kæmi aftan að fólki, margt kannske eldra fólk, sumt veikburða eða veikt, sumt hætt að vinna, sumir einstæðir, og kæmi því í opna skjöldu. Ljót hugsun og ljótur leikur gagnvart slíkum fólki. Heimskan er annars vegar sú, að menn greiða ekki skatta og skyldur með eignum, heldur með tekjum. Það liggur engan vegin fyrir, að eigendur eigna upp á 200 milljónir hafi tekjur eða reiðufjárstöðu, svo nokkru nemi. Menn verða að hafa tekjur, til að geta greitt, annars er verið að neyða fólk í nauðungarsölu, til að hægt sé að greiða nýja skatta, sem enginn vissi um eða var undir búinn. Ætlar jafnaðarmannaflokkur að vaða í að skemma líf og tilveru kannske þeirra, sem minnst mega sín, þó að þeim hafi áskotnast einhverjar eignir í gegnum ævina, sem mestar eða allar tekjur haf verið settar í að borga. Flutningsmenn tala um, að þessi skattur nái aðeins til fárra, 2% að skattgreiðendum. En fólk er ekki prósentur, heldur lifandi mannverur. Við erum hér að tala um allt að 5.000 manns. Hin heimskan er sú, að með rekstri svona siðlausar skattastefnu er Samfylkingin að reka fleyg milli sín og annarra flokka, sem svona aðferðir vilja ekki heyra eða sjá, og þar með torvelda eða útiloka stjórnarsamstarf við þá. Háskólagráður og einhverjir merkir starfstitlar, á þröngu og afmörkuðu sviði, duga ekki alltaf til. Það sem er gott, hins vegar, hjá Samfylkingunni, er margt annað, einkum Evrópu- og Evrustefnan og almenn hófleg jafnarmannastefna, líka hugmyndir um barnabætur til barnafjölskyldna, sem á ýmsan hátt gæti verið gott mál, en flokkurinn verður að finna aðra fjármögnun fyrir þessi áform, helzt benda á óþarfa útgjöld í kerfinu eða sparnaðarmöguleika. Almenna skatta má auðvitað ekki hækka, nú eftir COVID-áfallið, en kannske mætti aðlaga bankaskatt að nýju og beina honum inn á þessar brautir. Um það má hugsa. 3 bankar landsins eru í einokunaraðstöðu með öll viðskipti í íslenzkum krónum - þau viðskipti vill enginn erlendur banki sjá - samkeppni milli þeirra virðist lítil eða engin og þeir skammta sér sjálfir sínar tekjur, nánast með sjálftöku, og að því er virðist í samráði, kannske þó ekki að yfirlögðu ráði. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skattar og tollar Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Mér hefur fundizt Samfylkingin vera ágætur flokkur, einkum undir þeirri forustu, sem verið hefur undanfarin ár, en ég sakna nú m.a. fíns drengs, Ágústar Ólafs Ágústssonar, sem reyndar er bæði lögfræðingur og hagfræðingur, þó að það sé ekki málið, heldur hans almennu og miklu kostir, ekki sízt á sviði dýraverndar, þar sem hann var fremstur í flokki alþingismanna. Í staðinn er komið nýtt fólk, eflaust gott fólk, en margt full ungt, reynslulítið og óþroskað, hefur lítið þurft að standa ölduna á lífsins ólgusjó, en telur sig samt vera útvalið, jafnvel til leiðtogahlutverka, auðvitað án þess að vera það. Hefur þetta nýja fólk sett nokkuð mark á nýja stefnu flokksins, og er þar ekki allt til góðs. Auðvitað er þetta unga fólk, um og yfir þrítugt, ekki eitt á ferð, hinir þurftu að þvælast með, en nýi tónninn kann að hafa komið nokkuð frá sjálfumglöðum nýliðum. Eru þessi orð skrifuð sérstaklega með tilliti til tillögu Samfylkingarinnar um, að stóreignaskattur verði innleiddur hér. Þeir, sem eiga hreina eign upp á 200 milljónir skuli greiða af þessari eign umtalsverðan skatt. Slík skattlagning væri, í fyrsta lagi, með öllu siðlaus. Fólkið, sem á slíkar eignir – þarf ekki að vera meira en hús, sumarbústaður og bíll – var þá þegar búið að borga skatta af þeim tekjum, sem þessar eignir voru keyptar fyrir. Á það þá að borga skatt aftur af sömu tekjum? Hin hliðin á siðleysinu er sú, að slík skattlagning kæmi aftan að fólki, margt kannske eldra fólk, sumt veikburða eða veikt, sumt hætt að vinna, sumir einstæðir, og kæmi því í opna skjöldu. Ljót hugsun og ljótur leikur gagnvart slíkum fólki. Heimskan er annars vegar sú, að menn greiða ekki skatta og skyldur með eignum, heldur með tekjum. Það liggur engan vegin fyrir, að eigendur eigna upp á 200 milljónir hafi tekjur eða reiðufjárstöðu, svo nokkru nemi. Menn verða að hafa tekjur, til að geta greitt, annars er verið að neyða fólk í nauðungarsölu, til að hægt sé að greiða nýja skatta, sem enginn vissi um eða var undir búinn. Ætlar jafnaðarmannaflokkur að vaða í að skemma líf og tilveru kannske þeirra, sem minnst mega sín, þó að þeim hafi áskotnast einhverjar eignir í gegnum ævina, sem mestar eða allar tekjur haf verið settar í að borga. Flutningsmenn tala um, að þessi skattur nái aðeins til fárra, 2% að skattgreiðendum. En fólk er ekki prósentur, heldur lifandi mannverur. Við erum hér að tala um allt að 5.000 manns. Hin heimskan er sú, að með rekstri svona siðlausar skattastefnu er Samfylkingin að reka fleyg milli sín og annarra flokka, sem svona aðferðir vilja ekki heyra eða sjá, og þar með torvelda eða útiloka stjórnarsamstarf við þá. Háskólagráður og einhverjir merkir starfstitlar, á þröngu og afmörkuðu sviði, duga ekki alltaf til. Það sem er gott, hins vegar, hjá Samfylkingunni, er margt annað, einkum Evrópu- og Evrustefnan og almenn hófleg jafnarmannastefna, líka hugmyndir um barnabætur til barnafjölskyldna, sem á ýmsan hátt gæti verið gott mál, en flokkurinn verður að finna aðra fjármögnun fyrir þessi áform, helzt benda á óþarfa útgjöld í kerfinu eða sparnaðarmöguleika. Almenna skatta má auðvitað ekki hækka, nú eftir COVID-áfallið, en kannske mætti aðlaga bankaskatt að nýju og beina honum inn á þessar brautir. Um það má hugsa. 3 bankar landsins eru í einokunaraðstöðu með öll viðskipti í íslenzkum krónum - þau viðskipti vill enginn erlendur banki sjá - samkeppni milli þeirra virðist lítil eða engin og þeir skammta sér sjálfir sínar tekjur, nánast með sjálftöku, og að því er virðist í samráði, kannske þó ekki að yfirlögðu ráði. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun