8 mínútur og 39 sekúndur Una Hildardóttir skrifar 13. september 2021 07:30 Í síðustu viku birti Hagstofa Íslands niðurstöður rannsóknar á launamun kynjanna. Launamunur hefur farið lækkandi hægt en örugglega frá árinu 2008, munur á atvinnutekjum karla og kvenna lækkaði úr 36,3% niður í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur úr 6,4% í 4,1%. Það er ánægjulegt að sjá áhrif aðgerða stjórnvalda síðastliðin ár staðfest með afgerandi hætti. Við sjáum loks til lands og færumst sífellt nær launajafnrétti en samt sem áður er mikilvægt að leggja ekki árar í bát. Hvers virði er ég? Þrátt fyrir að dregið hafi úr óleiðréttum launamun síðastliðin ár m.a. vegna aðgerða stjórnvalda, t.a.m. með innleiðingu á starfsmati hjá sveitarfélögum og kröfu um jafnlaunavottun, er hann enn til staðar. Til þess að fá sömu laun þarf ég að vinna átta mínútum og 39 sekúndum lengur en karlmaður í sama starfi. Það eru fimm klukkutímar og 45 mínútur á viku eða næstum því 3 vinnudagar á mánuði. Hvert er þá virði mitt, virði okkar? Ef mánaðarlaun hans eru 350.000 kr væru mánaðarlaun mín 45 þúsund krónum lægri. Það eru 540 þúsund krónur á ári, sem ég fæ aldrei að sjá. Konur þurfa fjárhagslegt öryggi og virðingu á vinnumarkaði. Konur þurfa viðurkenningu á framlagi sínu og jafnrétti á vinnumarkaði. Úreltar kynjaímyndir viðhalda misrétti Launamunur segir okkur ekki alla söguna, atvinnutekjur karla eru enn töluvert hærri en kvenna og aðgerðir stjórnvalda hafa ekki beinst að leiðréttingu á launamun sem stafar af kynbundinni skiptingu vinnumarkaðsins. Kynjuð aðgreining er á milli vel launaðra karlastarfa annars vegar og illa launaðra kvennastarfa hins vegar. Kvennastörfin mætti flest öll skilgreina sem umönnunarstörf, sem konur unnu margar hverjar áður launalaust en sinna nú í láglaunastörfum. Virði framlags kvenna og hefðbundinna kvennastarfa til samfélagsins hefur lengi og er enn vanmetið á kerfislægan hátt. Við höfum viðhaldið misréttinu með gildismati sem byggir á úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Nú liggja tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa í samráðsgátt. Leggur starfshópurinn til að skipaður verði aðgerðarhópur, farið verið í sérstakt þróunarverkefni um virðismat starfa og að þróuð verði aðgengileg samningaleið um jafnlaunakröfur einstaklinga og Stéttarfélaga. Áfram af fullum krafti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti nýlega áætlanir sínar um að skipa aðgerðahóp um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Það er mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðgerðir í baráttunni fyrir jöfnum kjörum og að tillögur starfshóps um virði kvennastarfa komist til framkvæmda. Fram undan kann að virðast stutt sigling en sagan segir okkur að baráttan fyrir jafnrétti og jöfnun kjörum hefur aldrei verið auðveld eða sjálfgefin. Við þurfum að brjóta niður kynjaskiptan vinnumarkað og fá störf kvenna metin rétt til launa. Við þurfum raunverulegar aðgerðir og öfluga eftirfylgni viljum við útrýma launamun kynjanna. Ég treysti engum betur en Katrínu Jakobsdóttur til þess að leiða þá vinnu innan stjórnkerfisins, því það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birti Hagstofa Íslands niðurstöður rannsóknar á launamun kynjanna. Launamunur hefur farið lækkandi hægt en örugglega frá árinu 2008, munur á atvinnutekjum karla og kvenna lækkaði úr 36,3% niður í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur úr 6,4% í 4,1%. Það er ánægjulegt að sjá áhrif aðgerða stjórnvalda síðastliðin ár staðfest með afgerandi hætti. Við sjáum loks til lands og færumst sífellt nær launajafnrétti en samt sem áður er mikilvægt að leggja ekki árar í bát. Hvers virði er ég? Þrátt fyrir að dregið hafi úr óleiðréttum launamun síðastliðin ár m.a. vegna aðgerða stjórnvalda, t.a.m. með innleiðingu á starfsmati hjá sveitarfélögum og kröfu um jafnlaunavottun, er hann enn til staðar. Til þess að fá sömu laun þarf ég að vinna átta mínútum og 39 sekúndum lengur en karlmaður í sama starfi. Það eru fimm klukkutímar og 45 mínútur á viku eða næstum því 3 vinnudagar á mánuði. Hvert er þá virði mitt, virði okkar? Ef mánaðarlaun hans eru 350.000 kr væru mánaðarlaun mín 45 þúsund krónum lægri. Það eru 540 þúsund krónur á ári, sem ég fæ aldrei að sjá. Konur þurfa fjárhagslegt öryggi og virðingu á vinnumarkaði. Konur þurfa viðurkenningu á framlagi sínu og jafnrétti á vinnumarkaði. Úreltar kynjaímyndir viðhalda misrétti Launamunur segir okkur ekki alla söguna, atvinnutekjur karla eru enn töluvert hærri en kvenna og aðgerðir stjórnvalda hafa ekki beinst að leiðréttingu á launamun sem stafar af kynbundinni skiptingu vinnumarkaðsins. Kynjuð aðgreining er á milli vel launaðra karlastarfa annars vegar og illa launaðra kvennastarfa hins vegar. Kvennastörfin mætti flest öll skilgreina sem umönnunarstörf, sem konur unnu margar hverjar áður launalaust en sinna nú í láglaunastörfum. Virði framlags kvenna og hefðbundinna kvennastarfa til samfélagsins hefur lengi og er enn vanmetið á kerfislægan hátt. Við höfum viðhaldið misréttinu með gildismati sem byggir á úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Nú liggja tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa í samráðsgátt. Leggur starfshópurinn til að skipaður verði aðgerðarhópur, farið verið í sérstakt þróunarverkefni um virðismat starfa og að þróuð verði aðgengileg samningaleið um jafnlaunakröfur einstaklinga og Stéttarfélaga. Áfram af fullum krafti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti nýlega áætlanir sínar um að skipa aðgerðahóp um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Það er mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðgerðir í baráttunni fyrir jöfnum kjörum og að tillögur starfshóps um virði kvennastarfa komist til framkvæmda. Fram undan kann að virðast stutt sigling en sagan segir okkur að baráttan fyrir jafnrétti og jöfnun kjörum hefur aldrei verið auðveld eða sjálfgefin. Við þurfum að brjóta niður kynjaskiptan vinnumarkað og fá störf kvenna metin rétt til launa. Við þurfum raunverulegar aðgerðir og öfluga eftirfylgni viljum við útrýma launamun kynjanna. Ég treysti engum betur en Katrínu Jakobsdóttur til þess að leiða þá vinnu innan stjórnkerfisins, því það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun