Hvers vegna ekki Viðreisn? Þór Saari skrifar 13. september 2021 15:02 Það þarf kannski ekki að viðhafa sérstaklega mörg orð um Viðreisn sem stjórnmálaflokk, enda frekar sérkennilegt dæmi og alls ekki á hreinu fyrir hvað hann stendur. Forsaga flokksins, sem er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, er þó í grunnin sú að að Evrópusinnaðir og þar með alþjóðasinnaðir Sjálfstæðismenn, voru mjög ónægðir með þjóðrembingslega einangrunarstefnu flokksins og vildu að flokkurinn tæki fulla afstöðu til þeirra gilda sem Evrópusambandið stæði fyrir og viðurkenndu, það sem þeim fannst, að Íslandi yrði betur borgið sem fullgildur aðili að ESB. Íslenskum hreppapólitíkusum í Sjálfstæðisflokknum óaði við þessu vegna ótta við að hér yrði tekið upp eðlilegra stjórnarfar og efnahagsumhverfi og til varð Viðreisn. Viðreisn fór hins vegar ekki vel af stað og bæði fyrsti formaður og sá núverandi eru misheppnuð sem leiðtogar. Sá fyrsti vegna sérlega lélegs kjörþokka og afneitunar á eina stefnumáli flokksins þegar hann var í ríkisstjórn, og þótt greindur sé þá náði hann alls ekki að matreiða Viðreisn sem eitthvað annað en lúinn eftirrétt með engu bragði. Núverandi formaður er svo misheppnuð vegna aðgerða, og aðgerðaleysis, sem leiddu til Hrunsins 2008 og hennar eigin tekjuöflunar samhliða því. Viðreisn er nefnilega með sanni ekkert annað en aukabátur í Sjálfstæðisflokknum sem er mannaður með ESB sinnum, nema þegar flokkurinn er í ríkisstjórn með þeim, eins og hann var um hríð árið 2017 og þingmennirnir „gleymdu“ ESB. Þá einhvern veginn var ESB aðildin orðin að aukaatriði. Þegar flokkur með eitt stefnumál selur það fyrir ráðherrastóla er allur trúverðugleiki að sjálfsögðu farinn og hann hefur ekki tekist að endurvekja. Þótt núverandi formaður sé á margan hátt skelegg, var hún áður varaformaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins á mesta hörmungarskeiði hans undir forystu Geirs H. Haarde í Hruninu 2008. Hún eignaðist og mikið af hlutabréfum með mjög skringilegum hætti í Kaupþingi í gegnum eiginmann sinn, en hann var einn af æðstu stjórnendunum þar á bæ. Þegar sá loftkastali hrundi kom í ljós að þau hjónin skulduðu 1.700 milljónir króna, jamm, segi og skrifa 1,7 milljarða, sem þau hafa aldrei borgað til baka. Hún vissi strax snemma árs 2008, ásamt öðrum innvígðum, að hrun bankakerfisins var óumflýjanlegt á komandi mánuðum, en eins og margir aðrir þagði hún þunnu hljóði og hvatti landsmenn til að taka áfram erlend og verðtryggð lán og kostaði þar með fjölmargar fjölskyldur aleiguna. Einskær og yfirgengilegur hroki hennar í garð þeirra sem dirfðust að velta vöngum yfir því að þessi fjármálabóla gæti sprungið, hefur enn ekki gleymst. Viðreisn hefur líka verið í ríkisstjórn sem hafnaði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, niðurstöðu sem var svo afgerandi að yfir tveir þriðju hlutar kjósenda studdu málið. Núverandi formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði svo sjálf orðrétt á Alþingi þann 6. júlí síðastliðin: "Ég get ekki tekið undir að það eigi að innleiða hina svokölluðu nýju stjórnarskrá, ég hef ekki verið þeirrar skoðunar og hef ekki breytt þeirri skoðun minni." Slík afstaða til lýðræðis og slíkar aðgerðir til að koma í veg fyrir framgang þess, eru ekkert annað en gróf aðför að lýðræðislegu stjórnarfari, valdarán, sem í öllum nágrannalöndum okkar væri meðhöndlað sem slíkt. Viðreisn hefur því í orði, sem á borði, hafnað lýðræði sem stjórnarfari. Það er því fullkominn skortur á trúverðugleika Viðreisnar sem stjórnaálafls, sem gerir það að verkum að það er fráleitt að kjósa flokkinn. Viðreisn hefur svikið eina stefnumál sitt fyrir ráðherrastóla, er andsnúinn lýðræði sem stjórnarfari, og er fullkomlega ótrúverðugur í efnahagsmálum með núverandi formann sem kaftein. Þetta er í raun bara gerviflokkur fyrir þröngan hagsmunahóp fólks sem er að reyna að troða sér að alsnægtarborði Sjálfstæðisflokksins með von um brauðmola fyrir sjálft sig. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Viðreisn. Það er bara ekki góð hugmynd. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það þarf kannski ekki að viðhafa sérstaklega mörg orð um Viðreisn sem stjórnmálaflokk, enda frekar sérkennilegt dæmi og alls ekki á hreinu fyrir hvað hann stendur. Forsaga flokksins, sem er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, er þó í grunnin sú að að Evrópusinnaðir og þar með alþjóðasinnaðir Sjálfstæðismenn, voru mjög ónægðir með þjóðrembingslega einangrunarstefnu flokksins og vildu að flokkurinn tæki fulla afstöðu til þeirra gilda sem Evrópusambandið stæði fyrir og viðurkenndu, það sem þeim fannst, að Íslandi yrði betur borgið sem fullgildur aðili að ESB. Íslenskum hreppapólitíkusum í Sjálfstæðisflokknum óaði við þessu vegna ótta við að hér yrði tekið upp eðlilegra stjórnarfar og efnahagsumhverfi og til varð Viðreisn. Viðreisn fór hins vegar ekki vel af stað og bæði fyrsti formaður og sá núverandi eru misheppnuð sem leiðtogar. Sá fyrsti vegna sérlega lélegs kjörþokka og afneitunar á eina stefnumáli flokksins þegar hann var í ríkisstjórn, og þótt greindur sé þá náði hann alls ekki að matreiða Viðreisn sem eitthvað annað en lúinn eftirrétt með engu bragði. Núverandi formaður er svo misheppnuð vegna aðgerða, og aðgerðaleysis, sem leiddu til Hrunsins 2008 og hennar eigin tekjuöflunar samhliða því. Viðreisn er nefnilega með sanni ekkert annað en aukabátur í Sjálfstæðisflokknum sem er mannaður með ESB sinnum, nema þegar flokkurinn er í ríkisstjórn með þeim, eins og hann var um hríð árið 2017 og þingmennirnir „gleymdu“ ESB. Þá einhvern veginn var ESB aðildin orðin að aukaatriði. Þegar flokkur með eitt stefnumál selur það fyrir ráðherrastóla er allur trúverðugleiki að sjálfsögðu farinn og hann hefur ekki tekist að endurvekja. Þótt núverandi formaður sé á margan hátt skelegg, var hún áður varaformaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins á mesta hörmungarskeiði hans undir forystu Geirs H. Haarde í Hruninu 2008. Hún eignaðist og mikið af hlutabréfum með mjög skringilegum hætti í Kaupþingi í gegnum eiginmann sinn, en hann var einn af æðstu stjórnendunum þar á bæ. Þegar sá loftkastali hrundi kom í ljós að þau hjónin skulduðu 1.700 milljónir króna, jamm, segi og skrifa 1,7 milljarða, sem þau hafa aldrei borgað til baka. Hún vissi strax snemma árs 2008, ásamt öðrum innvígðum, að hrun bankakerfisins var óumflýjanlegt á komandi mánuðum, en eins og margir aðrir þagði hún þunnu hljóði og hvatti landsmenn til að taka áfram erlend og verðtryggð lán og kostaði þar með fjölmargar fjölskyldur aleiguna. Einskær og yfirgengilegur hroki hennar í garð þeirra sem dirfðust að velta vöngum yfir því að þessi fjármálabóla gæti sprungið, hefur enn ekki gleymst. Viðreisn hefur líka verið í ríkisstjórn sem hafnaði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, niðurstöðu sem var svo afgerandi að yfir tveir þriðju hlutar kjósenda studdu málið. Núverandi formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði svo sjálf orðrétt á Alþingi þann 6. júlí síðastliðin: "Ég get ekki tekið undir að það eigi að innleiða hina svokölluðu nýju stjórnarskrá, ég hef ekki verið þeirrar skoðunar og hef ekki breytt þeirri skoðun minni." Slík afstaða til lýðræðis og slíkar aðgerðir til að koma í veg fyrir framgang þess, eru ekkert annað en gróf aðför að lýðræðislegu stjórnarfari, valdarán, sem í öllum nágrannalöndum okkar væri meðhöndlað sem slíkt. Viðreisn hefur því í orði, sem á borði, hafnað lýðræði sem stjórnarfari. Það er því fullkominn skortur á trúverðugleika Viðreisnar sem stjórnaálafls, sem gerir það að verkum að það er fráleitt að kjósa flokkinn. Viðreisn hefur svikið eina stefnumál sitt fyrir ráðherrastóla, er andsnúinn lýðræði sem stjórnarfari, og er fullkomlega ótrúverðugur í efnahagsmálum með núverandi formann sem kaftein. Þetta er í raun bara gerviflokkur fyrir þröngan hagsmunahóp fólks sem er að reyna að troða sér að alsnægtarborði Sjálfstæðisflokksins með von um brauðmola fyrir sjálft sig. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Viðreisn. Það er bara ekki góð hugmynd. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun