Inga keypti íbúðina af leigufélagi öryrkja Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2021 11:37 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og þingmaður. Vísir/Stöð 2 Hússjóður Öryrkjabandalagsins seldi Ingu Sæland, formanni og þingmanni Flokks fólksins, íbúð sem hún hefur leigt undanfarin ár í febrúar. Á þriðja hundrað manns bíða enn eftir að leigja íbúð af sjóðnum en ekki hefur verið tekið við nýjum umsóknum í um þrjú ár. Umræða skapaðist um húsnæðismál Ingu eftir að hún tók sæti á Alþingi árið 2017. Gagnrýnisraddir voru þá uppi vegna þess að hún leigði íbúð af Brynju, leigufélagi Öryrkjabandalags Íslands, þrátt fyrir að vera vel yfir tekjuviðmiðum til að eiga rétt á slíkri íbúð. Langur biðlisti hefur verið eftir íbúðum Brynju um árabil. Inga sagðist þá ætla að halda áfram að leigja íbúðina en að hún hafi gert samkomulag um að greiða tvöfalda húsaleigu, alls 236 þúsund á mánuði fyrir fjögurra herbergja íbúð. Stjórn Brynju, sem er sjálfseignarstofnun sem á og rekur íbúðir fyrir öryrkja, samþykkti að selja Ingu íbúðina í desember og var gengið frá kaupsamningnum í febrúar, að sögn Björns Arnars Magnússonar, framkvæmdastjóra leigufélagsins. Kaupverðið var 58 milljónir króna. Íbúðin er 120 fermetrar og fylgir henni 28 fermetra bílskúr. Fasteignamat á íbúðinni var í kringum 54 milljónir króna í ár. Björn segir að fasteignasali hafi verið fenginn til þess að sjá um söluna og meta fasteignina. Leigufélagið hafi síðan rekið sig á að fasteignaverð hafi verið á þvílíkri siglingu. Ekki er algengt að leigufélagið selji íbúðir enda breytist hagur skjólstæðinga félagsins yfirleitt lítið. Björn áætlar að það hafi gerst tvisvar til þrisvar sinnum undanfarin þrjú til fjögur ár, ef svo oft. Sjóðurinn sé þó nýbúinn að selja aðra eign á Akranesi. „Menn hafa alltaf tekið jákvætt í það ef fólk vill kaupa. Þá er það bara verðmat fasteignasala sem liggur fyrir,“ segir hann. Íbúðir hafa þannig meðal annars verið seldar þegar leigjandi á erfitt með að flytja annað vegna fötlunar sinnar. Óhentug íbúð fyrir eignasafnið Hvað íbúð Ingu varðar segir Björn að hún hafi verið frekar óhentug í eignasafni Brynju þar sem hún sé frekar stór. Um 70% af leigjendum félagsins vilji tveggja herbergja íbúð. „Stundum hafi gengið vel hjá okkur að koma þessum stærri íbúðum út en svo koma tímabil þar sem við eigum í erfiðleikum með að leigja þessar íbúðir út af stærðinni. Auðvitað eru þetta dýrir íbúðir í leigu og rekstrarkostnaði,“ segir Björn. Brynja hætti að taka við nýjum umsóknum um íbúðir í október árið 2018 en þá voru 610 manns á biðlista. Björn segir að ekki hafi þótt verjandi að láta fólk bíða í fleiri ár eftir leiguíbúðum. Nú sé unnið að því að stytta biðlistann en engu að síður eru um 280 manns á honum ennþá. Hagnaður Brynju af sölu íbúðarinnar til Ingu verður notaður til þess að kaupa íbúðir annars staðar, að sögn Björns. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju.Vísir/Stöð 2 Ómentanlegt fyrir Ingu Inga segir í samtali við Vísi að það hafi verið auðsótt við stjórn Brynju að fá íbúðina keypta þar sem félagið hugsi um hag fólksins sem býr hjá því. „Þau vita það að ég er lögblind og er mjög háð umhverfi mínu. Það tekur mig mjög langan tíma að aðlagast umhverfi mínu til að ég sé örugg með sjálfri mér,“ segir Inga sem hefur búið í íbúðinni í Grafarholti í um tíu ár. Hún segist alveg hafa getað keypt sér íbúð fyrir sextíu milljónir annars staðar en í blokkaríbúð í Grafarholti. „En fyrir mig er þetta alveg ómetanlegt,“ segir hún. Flokkur fólksins Félagsmál Húsnæðismál Alþingi Leigumarkaður Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Umræða skapaðist um húsnæðismál Ingu eftir að hún tók sæti á Alþingi árið 2017. Gagnrýnisraddir voru þá uppi vegna þess að hún leigði íbúð af Brynju, leigufélagi Öryrkjabandalags Íslands, þrátt fyrir að vera vel yfir tekjuviðmiðum til að eiga rétt á slíkri íbúð. Langur biðlisti hefur verið eftir íbúðum Brynju um árabil. Inga sagðist þá ætla að halda áfram að leigja íbúðina en að hún hafi gert samkomulag um að greiða tvöfalda húsaleigu, alls 236 þúsund á mánuði fyrir fjögurra herbergja íbúð. Stjórn Brynju, sem er sjálfseignarstofnun sem á og rekur íbúðir fyrir öryrkja, samþykkti að selja Ingu íbúðina í desember og var gengið frá kaupsamningnum í febrúar, að sögn Björns Arnars Magnússonar, framkvæmdastjóra leigufélagsins. Kaupverðið var 58 milljónir króna. Íbúðin er 120 fermetrar og fylgir henni 28 fermetra bílskúr. Fasteignamat á íbúðinni var í kringum 54 milljónir króna í ár. Björn segir að fasteignasali hafi verið fenginn til þess að sjá um söluna og meta fasteignina. Leigufélagið hafi síðan rekið sig á að fasteignaverð hafi verið á þvílíkri siglingu. Ekki er algengt að leigufélagið selji íbúðir enda breytist hagur skjólstæðinga félagsins yfirleitt lítið. Björn áætlar að það hafi gerst tvisvar til þrisvar sinnum undanfarin þrjú til fjögur ár, ef svo oft. Sjóðurinn sé þó nýbúinn að selja aðra eign á Akranesi. „Menn hafa alltaf tekið jákvætt í það ef fólk vill kaupa. Þá er það bara verðmat fasteignasala sem liggur fyrir,“ segir hann. Íbúðir hafa þannig meðal annars verið seldar þegar leigjandi á erfitt með að flytja annað vegna fötlunar sinnar. Óhentug íbúð fyrir eignasafnið Hvað íbúð Ingu varðar segir Björn að hún hafi verið frekar óhentug í eignasafni Brynju þar sem hún sé frekar stór. Um 70% af leigjendum félagsins vilji tveggja herbergja íbúð. „Stundum hafi gengið vel hjá okkur að koma þessum stærri íbúðum út en svo koma tímabil þar sem við eigum í erfiðleikum með að leigja þessar íbúðir út af stærðinni. Auðvitað eru þetta dýrir íbúðir í leigu og rekstrarkostnaði,“ segir Björn. Brynja hætti að taka við nýjum umsóknum um íbúðir í október árið 2018 en þá voru 610 manns á biðlista. Björn segir að ekki hafi þótt verjandi að láta fólk bíða í fleiri ár eftir leiguíbúðum. Nú sé unnið að því að stytta biðlistann en engu að síður eru um 280 manns á honum ennþá. Hagnaður Brynju af sölu íbúðarinnar til Ingu verður notaður til þess að kaupa íbúðir annars staðar, að sögn Björns. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju.Vísir/Stöð 2 Ómentanlegt fyrir Ingu Inga segir í samtali við Vísi að það hafi verið auðsótt við stjórn Brynju að fá íbúðina keypta þar sem félagið hugsi um hag fólksins sem býr hjá því. „Þau vita það að ég er lögblind og er mjög háð umhverfi mínu. Það tekur mig mjög langan tíma að aðlagast umhverfi mínu til að ég sé örugg með sjálfri mér,“ segir Inga sem hefur búið í íbúðinni í Grafarholti í um tíu ár. Hún segist alveg hafa getað keypt sér íbúð fyrir sextíu milljónir annars staðar en í blokkaríbúð í Grafarholti. „En fyrir mig er þetta alveg ómetanlegt,“ segir hún.
Flokkur fólksins Félagsmál Húsnæðismál Alþingi Leigumarkaður Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira