Sigurreifur Gahr Støre: „Við getum loksins sagt að okkur tókst það“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. september 2021 22:40 Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var kátur í kvöld. EPA-EFE/Javad Parsa Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var sigurreifur er hann ávarpaði flokksmenn sína eftir að ljóst var að vinstri blokkin í norskum stjórnmálum hafði unnið sigur í norsku þingkosningunum í kvöld. Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins hefur viðurkennt ósigur. Fyrstu tölur gáfu sterklega til kynna að Verkamannaflokkurinn yrði stærsti flokkurinn á þingi og að sitjandi ríkisstjórn myndi falla. Nú er ljóst að átta ára tíð Ernu Solberg er á enda en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hún hafi hringt í Støre í kvöld, játað ósigur og óskað honum til hamingju með sigurinn. Búið er að telja 97,5 prósent atkvæða og samkvæmt þeim mun rauða blokkin svokallaða, sem Gahr Støre leiðir, ná 100 þingsætum, gegn 68 þingsætum bláu blokkarinnar, sem Solberg leiðir. Rauða blokkin samanstendur af Verkamannaflokknum, Miðflokknum, Vinstri sósíalistum, Rauða flokknum og Græningjum. Fyrir kosningarnar sagðist Gahr Støre helst vilja mynda draumaríkisstjórnina sína með Miðflokki og Vinstri sósíalistum. Allt útlit er fyrir að þessir flokkar hafi nægan þingstyrk til að mynda ríkisstjórn, eða 87 sæti. 85 sæti eða fleiri nægja til að mynda meirihluta. Segir Gahr Støre að hann muni byrja að ræða við formenn þessa flokka, en hann muni þó einnig heyra í formönnum Rauða flokksins og Græningja. Gahr Støre var afar kátur er hann ávarpaði liðsfélaga sína í kvöld. „Við höfum beðið, við höfum vonað og við höfum lagt hart að okkur og núna getum við loksins sagt að okkur tókst það,“ sagði Gahr Støre. Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Fyrstu tölur gáfu sterklega til kynna að Verkamannaflokkurinn yrði stærsti flokkurinn á þingi og að sitjandi ríkisstjórn myndi falla. Nú er ljóst að átta ára tíð Ernu Solberg er á enda en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hún hafi hringt í Støre í kvöld, játað ósigur og óskað honum til hamingju með sigurinn. Búið er að telja 97,5 prósent atkvæða og samkvæmt þeim mun rauða blokkin svokallaða, sem Gahr Støre leiðir, ná 100 þingsætum, gegn 68 þingsætum bláu blokkarinnar, sem Solberg leiðir. Rauða blokkin samanstendur af Verkamannaflokknum, Miðflokknum, Vinstri sósíalistum, Rauða flokknum og Græningjum. Fyrir kosningarnar sagðist Gahr Støre helst vilja mynda draumaríkisstjórnina sína með Miðflokki og Vinstri sósíalistum. Allt útlit er fyrir að þessir flokkar hafi nægan þingstyrk til að mynda ríkisstjórn, eða 87 sæti. 85 sæti eða fleiri nægja til að mynda meirihluta. Segir Gahr Støre að hann muni byrja að ræða við formenn þessa flokka, en hann muni þó einnig heyra í formönnum Rauða flokksins og Græningja. Gahr Støre var afar kátur er hann ávarpaði liðsfélaga sína í kvöld. „Við höfum beðið, við höfum vonað og við höfum lagt hart að okkur og núna getum við loksins sagt að okkur tókst það,“ sagði Gahr Støre.
Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira