Hafa áhyggjur af vetrinum og auglýsa eftir hlýjum fatnaði og skóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2021 07:22 Konukot er opið frá 17 til 10 og þar geta konur fengið að borða, farið í sturtu, þvegið af sér og hvílt sig. Reykjavíkurborg „Þetta hefur gengið mjög vel upp á síðkastið. Við höfum áhyggjur af vetrinum en það hefur ekki stoppað hurðin og síminn síðan ég setti þetta inn áðan,“ sagði Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots, þegar Vísir ræddi við hana í gærmorgun. Halldóra hafði þá auglýst eftir hlýjum fatnaði fyrir skjólstæðinga Konukots á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Það vantar ekki velvildina hjá samborgurunum,“ segir hún. Þegar kórónufaraldurinn stóð sem hæst þurfti að fækka rúmum í Konukoti úr tólf í átta. Til að mæta þörfinni á næturúrræði fyrir heimilislausar konur opnaði Reykjavíkurborg þá tímabundið heimili í Skipholti. Að sögn Halldóru komust flestar konurnar í önnur úrræði þegar Skipholtinu var lokað, „og það gekk mjög vel,“ segir hún en aðsóknin í Konukot jókst aftur til muna í sumar. „Það er ein af ráðgátum lífsins,“ svarar Halldóra, spurð að því hvers vegna aðsóknin aukist yfir sumartímann. „Við bara vitum það ekki.“ Halldóra segir skjólstæðinga Konukots heimilislausar konur með flóknar þjónustuþarfir. Hún ítrekar að þrátt fyrir að rúmin séu tólf sé engum vísað frá, enda sé líka „rótering“ á íbúum yfir kvöldið og nóttina og þeir séu ekki endilega allir í húsi á sama tíma. Í Konukoti geta konur fengið að borða, farið í sturtu, þvegið af sér og hvílt sig. Konukot er hins vegar bara opið frá 17 til 10 og það er þess vegna sem kaldur veturinn vekur áhyggjur. „Grensáskirkja er að reka Skjólið, sem er opið frá 10 til 15, en það er bara á virkum dögum,“ segir Halldóra. Það sé þó mikill vilji til að reyna að hafa það opið líka um helgar. Þá sé þess freistað að hafa opið yfir daginn í Konukoti ef veðurofsi er yfirvofandi. Halldóra segir ýmislegt gott að gerast í málaflokknum; hópurinn sé orðinn sýnilegri og aukin þekking að verða til. En hvað með vetrarfötin, er þá bara komið nóg? „Nei, alls ekki!“ svarar Halldóra. Hún segir sérstaka þörf á hlýjum skóm og fingravettlingum en öll hlý föt eru vel þegin. Þá stendur gámur við húsnæðið þar sem skilja má eftir annan fatnað. Mannréttindi Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Halldóra hafði þá auglýst eftir hlýjum fatnaði fyrir skjólstæðinga Konukots á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Það vantar ekki velvildina hjá samborgurunum,“ segir hún. Þegar kórónufaraldurinn stóð sem hæst þurfti að fækka rúmum í Konukoti úr tólf í átta. Til að mæta þörfinni á næturúrræði fyrir heimilislausar konur opnaði Reykjavíkurborg þá tímabundið heimili í Skipholti. Að sögn Halldóru komust flestar konurnar í önnur úrræði þegar Skipholtinu var lokað, „og það gekk mjög vel,“ segir hún en aðsóknin í Konukot jókst aftur til muna í sumar. „Það er ein af ráðgátum lífsins,“ svarar Halldóra, spurð að því hvers vegna aðsóknin aukist yfir sumartímann. „Við bara vitum það ekki.“ Halldóra segir skjólstæðinga Konukots heimilislausar konur með flóknar þjónustuþarfir. Hún ítrekar að þrátt fyrir að rúmin séu tólf sé engum vísað frá, enda sé líka „rótering“ á íbúum yfir kvöldið og nóttina og þeir séu ekki endilega allir í húsi á sama tíma. Í Konukoti geta konur fengið að borða, farið í sturtu, þvegið af sér og hvílt sig. Konukot er hins vegar bara opið frá 17 til 10 og það er þess vegna sem kaldur veturinn vekur áhyggjur. „Grensáskirkja er að reka Skjólið, sem er opið frá 10 til 15, en það er bara á virkum dögum,“ segir Halldóra. Það sé þó mikill vilji til að reyna að hafa það opið líka um helgar. Þá sé þess freistað að hafa opið yfir daginn í Konukoti ef veðurofsi er yfirvofandi. Halldóra segir ýmislegt gott að gerast í málaflokknum; hópurinn sé orðinn sýnilegri og aukin þekking að verða til. En hvað með vetrarfötin, er þá bara komið nóg? „Nei, alls ekki!“ svarar Halldóra. Hún segir sérstaka þörf á hlýjum skóm og fingravettlingum en öll hlý föt eru vel þegin. Þá stendur gámur við húsnæðið þar sem skilja má eftir annan fatnað.
Mannréttindi Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira