Ekki vanmeta velferðina María Rut Kristinsdóttir skrifar 14. september 2021 10:30 Ég hef oft furðað mig á því hvernig hin pólitíska orðræða virðist oft verða. Það þykir voða fínt að vita allt um hagvöxt, verga landsframleiðslu og vísitölu neysluverðs. En þegar það kemur að fólki, manneskjum og líðan þá hefur mér fundist tónninn dofna. Ekki misskilja mig, auðvitað eru öll hagfræðihugtökin mikilvæg og sterkt efnahagslíf sömuleiðis. Vissulega er þetta undirstaða margs í samfélaginu, en það má ekki vanmeta velferðina. Í mínum huga er gott og sterkt velferðarnet, sem grípur fólk sem á þarf að halda forsenda öflugs samfélags. Samfélag jöfnuðar og frjálslyndis, þar sem við treystum fólki fyrir því að taka ákvarðanir um eigið líf, en tryggjum um leið öflugt stuðningskerfi fyrir þau sem þurfa á því að halda. Það er hlutverk ríkisins að tryggja jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri skapa síðan velferð og velsæld í samfélaginu. Það ætti því að vera eitt helsta keppikefli okkar allra að tryggja sem flestum tækifæri til að rækta hæfileika sína, koma í veg fyrir jaðarsetningu og tryggja að einstaklingar sem lenda í áföllum fái tækifæri til að græða sárin sem fyrst. Ekki fleiri plástra Alltof lengi hefur tíðkast að plástra vandamál í stað þess að ráðast að rótum þeirra. Íslenska ríkið virðist fyrst og fremst bjóða almenningi upp á alls kyns biðlista eftir nauðsynlegum úrræðum. Til að bíta höfuðið af skömminni þá býður íslenska ríkið einnig börnunum okkar upp á langa biðlista í flest úrræði sem snúa að velferð þeirra. Börn bíða á biðlistum í allt að tvö ár eftir nauðsynlegum greiningum og jafnvel þegar að niðurstaða fæst, hefst ný bið eftir fleiri úrræðum. Það eru óboðlegir biðlistar hjá sálfræðingum og talmeinafræðingum. Það getur verið gríðarlega dýrkeypt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Það hefur skort á langtímamarkmið um að grípa einstaklinga skjótar – til þess að fyrirbyggja langtímaafleiðingar í formi alvarlegra sjúkdóma sem skerða lífsgæði og möguleika fólks til að nýta tækifærin sín. Þetta eru engin geimvísindi. Því fyrr sem þjónusta er tryggð og hún samþætt á milli kerfa - þeim mun minni líkur eru á langtíma afleiðingum. Þeim mun minni líkur eru til að mynda á að áföll í æsku fylgi fólki út ævina. Gott dæmi um skammsýni í þessum efni er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Stærstur hluti örorkulífeyris er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Notkun Íslendinga á þunglyndislyfjum er tvöföld á við meðaltal OECD og Íslendingar nota 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Algengi sjálfsvíga og geðrænna veikinda er grafalvarlegt vandamál sem verður að setja í forgrunn. Það eru alltof mörg sem neita sér um þessa þjónustu vegna kostnaðar eða langra biðlista. Forvarnir skipta öllu máli, á það jafnt við um líkamlega sjúkdóma sem og andlega. Þar á allur okkar fókus að vera. En til þess þarf að setja í forgang að greiða fyrir aðgengi fólks að fyrirbyggjandi úrræðum og leggja allt í sölurnar til að tryggja að öryggisnetin okkar virki. Tryggjum aðgengi að nauðsynlegri þjónustu Komist Viðreisn í ríkisstjórn verður rík áhersla lögð á að vinda ofan af þessu flókna kerfi okkar. Kerfi sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn bera höfuðábyrgð á. Frá 1995 hefur Framsóknarflokkurinn nefnilega stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 frá 1995 eða rúmlega 85% tímans. Þessir flokkar bera hér mikla ábyrgð. Viðreisn leggur áherslu á að fólkið okkar eigi gott líf og þau kerfi sem eiga að halda utan um það verði einfaldari og sveigjanlegri. Niðurgreiðsla á sálfræðimeðferð- eða annarri klínískri meðferð er þar lykilatriði. Öflugt og sveigjanlegt almannatryggingakerfi er forsenda lífsgæða og velferðar. Sömuleiðis ætlar Viðreisn að draga úr bráðavanda og biðlistum í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Þetta snýst um pólitíska ákvörðun um að setja fólk og velferð í forgang. Viðreisn er tilbúin að taka þann slag. Höfundur er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Ég hef oft furðað mig á því hvernig hin pólitíska orðræða virðist oft verða. Það þykir voða fínt að vita allt um hagvöxt, verga landsframleiðslu og vísitölu neysluverðs. En þegar það kemur að fólki, manneskjum og líðan þá hefur mér fundist tónninn dofna. Ekki misskilja mig, auðvitað eru öll hagfræðihugtökin mikilvæg og sterkt efnahagslíf sömuleiðis. Vissulega er þetta undirstaða margs í samfélaginu, en það má ekki vanmeta velferðina. Í mínum huga er gott og sterkt velferðarnet, sem grípur fólk sem á þarf að halda forsenda öflugs samfélags. Samfélag jöfnuðar og frjálslyndis, þar sem við treystum fólki fyrir því að taka ákvarðanir um eigið líf, en tryggjum um leið öflugt stuðningskerfi fyrir þau sem þurfa á því að halda. Það er hlutverk ríkisins að tryggja jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri skapa síðan velferð og velsæld í samfélaginu. Það ætti því að vera eitt helsta keppikefli okkar allra að tryggja sem flestum tækifæri til að rækta hæfileika sína, koma í veg fyrir jaðarsetningu og tryggja að einstaklingar sem lenda í áföllum fái tækifæri til að græða sárin sem fyrst. Ekki fleiri plástra Alltof lengi hefur tíðkast að plástra vandamál í stað þess að ráðast að rótum þeirra. Íslenska ríkið virðist fyrst og fremst bjóða almenningi upp á alls kyns biðlista eftir nauðsynlegum úrræðum. Til að bíta höfuðið af skömminni þá býður íslenska ríkið einnig börnunum okkar upp á langa biðlista í flest úrræði sem snúa að velferð þeirra. Börn bíða á biðlistum í allt að tvö ár eftir nauðsynlegum greiningum og jafnvel þegar að niðurstaða fæst, hefst ný bið eftir fleiri úrræðum. Það eru óboðlegir biðlistar hjá sálfræðingum og talmeinafræðingum. Það getur verið gríðarlega dýrkeypt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Það hefur skort á langtímamarkmið um að grípa einstaklinga skjótar – til þess að fyrirbyggja langtímaafleiðingar í formi alvarlegra sjúkdóma sem skerða lífsgæði og möguleika fólks til að nýta tækifærin sín. Þetta eru engin geimvísindi. Því fyrr sem þjónusta er tryggð og hún samþætt á milli kerfa - þeim mun minni líkur eru á langtíma afleiðingum. Þeim mun minni líkur eru til að mynda á að áföll í æsku fylgi fólki út ævina. Gott dæmi um skammsýni í þessum efni er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Stærstur hluti örorkulífeyris er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Notkun Íslendinga á þunglyndislyfjum er tvöföld á við meðaltal OECD og Íslendingar nota 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Algengi sjálfsvíga og geðrænna veikinda er grafalvarlegt vandamál sem verður að setja í forgrunn. Það eru alltof mörg sem neita sér um þessa þjónustu vegna kostnaðar eða langra biðlista. Forvarnir skipta öllu máli, á það jafnt við um líkamlega sjúkdóma sem og andlega. Þar á allur okkar fókus að vera. En til þess þarf að setja í forgang að greiða fyrir aðgengi fólks að fyrirbyggjandi úrræðum og leggja allt í sölurnar til að tryggja að öryggisnetin okkar virki. Tryggjum aðgengi að nauðsynlegri þjónustu Komist Viðreisn í ríkisstjórn verður rík áhersla lögð á að vinda ofan af þessu flókna kerfi okkar. Kerfi sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn bera höfuðábyrgð á. Frá 1995 hefur Framsóknarflokkurinn nefnilega stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 frá 1995 eða rúmlega 85% tímans. Þessir flokkar bera hér mikla ábyrgð. Viðreisn leggur áherslu á að fólkið okkar eigi gott líf og þau kerfi sem eiga að halda utan um það verði einfaldari og sveigjanlegri. Niðurgreiðsla á sálfræðimeðferð- eða annarri klínískri meðferð er þar lykilatriði. Öflugt og sveigjanlegt almannatryggingakerfi er forsenda lífsgæða og velferðar. Sömuleiðis ætlar Viðreisn að draga úr bráðavanda og biðlistum í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Þetta snýst um pólitíska ákvörðun um að setja fólk og velferð í forgang. Viðreisn er tilbúin að taka þann slag. Höfundur er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun