Meiri líkur á því að Liverpool vinni Meistaradeildina en Messi með PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2021 09:31 Lionel Messi talar við tyrkneska dómarann Cuneyt Cakir í eftirminnilegum leik á Anfield árið 2019. EPA-EFE/NEIL HALL Tölfræðingarnir á Gracenote hafa reiknað út sigurlíkur liðanna sem taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár en Bayern München er sigurstranglegasta liðið áður fyrsti leikur fer fram. Meistaradeildin fer af stað í kvöld og eins og oft áður hafa spekingar leikið sér að því að reikna sigurlíkur liðanna 32 sem komust í riðlakeppnina. Chelsea have a 92 per cent chance of progressing from group H, according to Gracenote, but such statistics only serve to underline just how disastrous it would be for Thomas Tuchel should he stumble at this stage of the competition | @allyrudd_times https://t.co/dcwnyZKPvY— Times Sport (@TimesSport) September 14, 2021 Bayern München er efst á blaði með átján prósent sigurlíkur í Meistaradeildinni, einu prósenti á undan Manchester City liðinu. Real Madrid er í þriðja sæti með tólf prósent og Barcelona er með tíu prósent sigurlíkur í fjórða sætinu. Barcelona missti kannski Lionel Messi fyrir tímabilið en er samt sigurstranglegra í keppninni að mati Gracenote en Evrópumeistarar Chelsea þrátt fyrir að Lundínaliðið hafi bætt við sig einum besta framherja heims í Romelu Lukaku. Sigurlíkur Chelsea eru átta prósent en liðið er einu prósenti á undan Liverpool sem er í sjötta sæti listans. The 96 teams participating in European competition Bayern Munich (ranked 1) #UCL Manchester City (2) #UCL FC Barcelona (3) #UCL Real Madrid (4) #UCL Liverpool (5) #UCL Chelsea (6) #UCL Atlético Madrid (7) #UCL Paris Saint-Germain (8) #UCL1/12— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 13, 2021 Liverpool er þannig á undan ofurliði Paris Saint Germain sem deilir sjöunda sætinu með Atletico Madrid þrátt fyrir að Parísarliðið hafi bætt við sig hverri stórstjörnunni á fætur annarri í sumar. Stærsti liðstyrkurinn var auðvitað í sjálfum Lionel Messi en sigurlíkur hans í Meistaradeildinni minnkuðu við það að færa sig frá Barcelona til Parísar. Bandaríska tölfræðisíðan Fivethirtyeight spáir Manchester City sigri í Meistaradeildinni en í næstu sætum eru síðan Bayern München og Liverpool en svo fylgja Chelsea og Barcelona eftir í næstu sætum. Which outfield summer signing are you backing to make the biggest impact in Paris?A) Lionel MessiB) Sergio RamosC) Achraf HakimiD) Georginio Wijnaldum#UCL pic.twitter.com/EhQXzqNOYn— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 8, 2021 Þeir ganga enn lengra í að afskrifa Paris Saint Germain en auk Real Madrid og Manchester United þá eru einnig Ajax og Dortmund með meiri sigurlíkur en Lionel Messi, Neymar og félagar þeirra í Paris Saint Germain. Áður en þú getur unnið Meistaradeildina þá þarftu náttúrulega að komast upp úr riðlinum þínum. Þrjú lið eru með níutíu prósent líkur á að ná því samkvæmt útreikningum Gracenota eða lið Real Madrid, Chelsea og Bayern München. Fimm lið til viðbótar eru með áttatíu prósent líkur á því að komast í útsláttarkeppnina samkvæmt útreikningum Gracenote en hvorki Manchester United (78%) né Liverpool (75%) eru í þeim hópi. Þar eru aftur á móti Manchester City, Barcelona, Sevilla, Juventus og Dortmund. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Meistaradeildin fer af stað í kvöld og eins og oft áður hafa spekingar leikið sér að því að reikna sigurlíkur liðanna 32 sem komust í riðlakeppnina. Chelsea have a 92 per cent chance of progressing from group H, according to Gracenote, but such statistics only serve to underline just how disastrous it would be for Thomas Tuchel should he stumble at this stage of the competition | @allyrudd_times https://t.co/dcwnyZKPvY— Times Sport (@TimesSport) September 14, 2021 Bayern München er efst á blaði með átján prósent sigurlíkur í Meistaradeildinni, einu prósenti á undan Manchester City liðinu. Real Madrid er í þriðja sæti með tólf prósent og Barcelona er með tíu prósent sigurlíkur í fjórða sætinu. Barcelona missti kannski Lionel Messi fyrir tímabilið en er samt sigurstranglegra í keppninni að mati Gracenote en Evrópumeistarar Chelsea þrátt fyrir að Lundínaliðið hafi bætt við sig einum besta framherja heims í Romelu Lukaku. Sigurlíkur Chelsea eru átta prósent en liðið er einu prósenti á undan Liverpool sem er í sjötta sæti listans. The 96 teams participating in European competition Bayern Munich (ranked 1) #UCL Manchester City (2) #UCL FC Barcelona (3) #UCL Real Madrid (4) #UCL Liverpool (5) #UCL Chelsea (6) #UCL Atlético Madrid (7) #UCL Paris Saint-Germain (8) #UCL1/12— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 13, 2021 Liverpool er þannig á undan ofurliði Paris Saint Germain sem deilir sjöunda sætinu með Atletico Madrid þrátt fyrir að Parísarliðið hafi bætt við sig hverri stórstjörnunni á fætur annarri í sumar. Stærsti liðstyrkurinn var auðvitað í sjálfum Lionel Messi en sigurlíkur hans í Meistaradeildinni minnkuðu við það að færa sig frá Barcelona til Parísar. Bandaríska tölfræðisíðan Fivethirtyeight spáir Manchester City sigri í Meistaradeildinni en í næstu sætum eru síðan Bayern München og Liverpool en svo fylgja Chelsea og Barcelona eftir í næstu sætum. Which outfield summer signing are you backing to make the biggest impact in Paris?A) Lionel MessiB) Sergio RamosC) Achraf HakimiD) Georginio Wijnaldum#UCL pic.twitter.com/EhQXzqNOYn— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 8, 2021 Þeir ganga enn lengra í að afskrifa Paris Saint Germain en auk Real Madrid og Manchester United þá eru einnig Ajax og Dortmund með meiri sigurlíkur en Lionel Messi, Neymar og félagar þeirra í Paris Saint Germain. Áður en þú getur unnið Meistaradeildina þá þarftu náttúrulega að komast upp úr riðlinum þínum. Þrjú lið eru með níutíu prósent líkur á að ná því samkvæmt útreikningum Gracenota eða lið Real Madrid, Chelsea og Bayern München. Fimm lið til viðbótar eru með áttatíu prósent líkur á því að komast í útsláttarkeppnina samkvæmt útreikningum Gracenote en hvorki Manchester United (78%) né Liverpool (75%) eru í þeim hópi. Þar eru aftur á móti Manchester City, Barcelona, Sevilla, Juventus og Dortmund.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira