Lífseigar mýtur um fátækt Vilborg Oddsdóttir skrifar 14. september 2021 13:30 Síðustu 18 ár hef ég unnið með og fyrir einstaklinga sem búa við fátækt. Á þeim tíma hef ég heyrt aragrúa af mýtum um fátækt, frá vinum og fjölskyldu og frá stjórnmálamönnum. Eins er þessum mýtum gjarnan haldið á lofti í fjölmiðlum. Hverjar eru svo þessar mýtur og er eitthvað til í þeim? „Fólk er fátækt af því að það er latt og nennir ekki að vinna!“, „Það er lífstíll sumra að lifa á bótum!“, „Fólk er kerfisfræðingar og vill bara lifa af kerfinu“. Já, þetta er það sem heyrist oft. Og svo er það brauðmolakenningin sem er útskýrð þannig fyrir mér: „Það verður að efla hagvöxt og stöðu millistéttarinnar til að við höfum efni á að styðja við þá fátæku!“ Þeir sem setja þessar kenningar og spurningar fram gera það oft af vanþekkingu en aðrir, - sem er verra - til að telja okkur trú um að fátækt sé óumflýjanleg. Það vill brenna við að kjörnir fulltrúar skelli sökinni á þau sem búa við fátækt og geri þau ábyrg fyrir þeirri samfélagsgerð sem veldur því að hluti fólks býr við fátækt. Okkur er talin trú um að fátæktin sé tilkomin vegna lífstíls og að hún sé val og að þá geti stjórnvöld ekki mikið gert. En er það svo? Auðvitað býr enginn við fátækt af því að hann vill vera fátækur! Það er fáránlegt að halda því fram. Við vitum að með réttri forgangsröðun þarf enginn að búa við fátækt. Við þurfum að stokka velferðarkerfin okkar upp í samtali og samvinnu við þá sem búa við fátækt því annars verða ekki raunverulegar breytingar á kerfinu heldur verða breytingar aðeins gerðar út frá þekkingu og reynsluheimi þeirra sem að völdum sitja. Raunverulegt notendasamráð er hreyfiaflið sem þarf til góðra breytinga. Þannig upprætum við fátækt. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í 4. sæti Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Síðustu 18 ár hef ég unnið með og fyrir einstaklinga sem búa við fátækt. Á þeim tíma hef ég heyrt aragrúa af mýtum um fátækt, frá vinum og fjölskyldu og frá stjórnmálamönnum. Eins er þessum mýtum gjarnan haldið á lofti í fjölmiðlum. Hverjar eru svo þessar mýtur og er eitthvað til í þeim? „Fólk er fátækt af því að það er latt og nennir ekki að vinna!“, „Það er lífstíll sumra að lifa á bótum!“, „Fólk er kerfisfræðingar og vill bara lifa af kerfinu“. Já, þetta er það sem heyrist oft. Og svo er það brauðmolakenningin sem er útskýrð þannig fyrir mér: „Það verður að efla hagvöxt og stöðu millistéttarinnar til að við höfum efni á að styðja við þá fátæku!“ Þeir sem setja þessar kenningar og spurningar fram gera það oft af vanþekkingu en aðrir, - sem er verra - til að telja okkur trú um að fátækt sé óumflýjanleg. Það vill brenna við að kjörnir fulltrúar skelli sökinni á þau sem búa við fátækt og geri þau ábyrg fyrir þeirri samfélagsgerð sem veldur því að hluti fólks býr við fátækt. Okkur er talin trú um að fátæktin sé tilkomin vegna lífstíls og að hún sé val og að þá geti stjórnvöld ekki mikið gert. En er það svo? Auðvitað býr enginn við fátækt af því að hann vill vera fátækur! Það er fáránlegt að halda því fram. Við vitum að með réttri forgangsröðun þarf enginn að búa við fátækt. Við þurfum að stokka velferðarkerfin okkar upp í samtali og samvinnu við þá sem búa við fátækt því annars verða ekki raunverulegar breytingar á kerfinu heldur verða breytingar aðeins gerðar út frá þekkingu og reynsluheimi þeirra sem að völdum sitja. Raunverulegt notendasamráð er hreyfiaflið sem þarf til góðra breytinga. Þannig upprætum við fátækt. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í 4. sæti Reykjavík suður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun