Handbolti

Jóhann Gunnar fékk afmælisköku í beinni með óborganlegri mynd af sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson, Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson voru með Seinni bylgjunar í gær og hér sjást þeir með Jóhanni afmælisbarni og kökunni góðu.
Róbert Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson, Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson voru með Seinni bylgjunar í gær og hér sjást þeir með Jóhanni afmælisbarni og kökunni góðu. Seinni bylgjan

Jóhann Gunnar Einarsson eyddi kvöldi 36 ára afmælisdags síns í myndveri Seinni bylgjunnar í gær en sérfræðingurinn fékk líka að launum veglega afmælisköku.

Jóhann Gunnar og félagar í Seinni bylgjunni fóru yfir öll liðin í Olís deild karla í handbolta í vetur í upphitunarþættinum í gær.

Undir lok þáttar kom afmæliskaka inn í myndverið og á henni var eftirminnileg mynd af Jóhanni Gunnari.

Myndin var tekin af honum í úrslitakeppninni vorið 2013 þegar hann var í aðalhlutverki þegar Framarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-1 sigur á Haukum í úrslitaeinvíginu.

„Það er eins og þú haldir á kökunni á myndinni,“ sagði Róbert Gunnarsson og hafði mikið til síns máls.

Klippa: Jóhann Gunnar fékk afmælisköku í beinni

Jóhann rifjaði upp söguna á bak við myndina við þetta tilefni.

„Þetta er skemmtilegt. Ég braut báðar framtennurnar í þessum leik. Sveinn Þorgeirsson. Það festust brot í olnboganum hans og hann þurfti að fá hundaæðissprautu eða stífkrampasprautu,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson léttur að vanda.

„Ég hlakka til að borða þetta einhvern tímann,“ sagði Jóhann Gunnar.

„Þú hafði áhyggjur af því að vera 38 ára,“ sagði Stefán Árni Pálsson, nýr umsjónarmaður Seinni bylgjunnar.

„Mér finnst 38 vera slæm tala. 36 finnst mér allt í lagi og 37 er fínt en 38 þá fer maður að nálgast að vera eitthvað fullorðinslegri. Svo verður þetta betra eftir það,“ sagði Jóhann Gunnar.

Hér fyrir ofan má sjá þetta afmæliskakan mætti í myndverið í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×