Reykjavíkurmódelið gæti myndað ríkisstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2021 19:21 Stöð 2/Ragnar Visage Flokkarnir sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur gætu myndað fjögurra floka ríkisstjórn að loknum kosningum samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Núverandi stjórnarmeirihluti er kolfallinn samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 21 prósent atkvæða en fékk 25,2 prósent í kosningunum 2017. Vinstri græn tapa einnig rúmlega fimm prósentustigum frá síðustu kosningum. Samfylkingin bætir við sig frá 2017 og mælist nú með 14,6 prósenta fylgi. Píratar og Viðreisn bæta við sig og Sósíalistaflokkurinn kemur nýr inn með 6,1 prósent. Inga Sæland, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Hanna Katrín Friðriksson ræddu stöðuna fyrir kosningar við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi í dag.Vísir/Vilhelm Ef við skoðum þingmannatöluna samkvæmt könnun Maskínu þá fengju Stjórnarflokkarnir samanlagt 29 þingmenn og þar með er stjórnarmeirihlurinn fallinn en 32 þingmenn þarf í lágmarks meirihluta á þingi. Vinstri græn, Samfylking, Píratar og Viðreisn gætu hins vegar myndað þrjátíu og þriggja manna meirihluta á Alþingi samkvæmt könnuninni. Stöð 2/Ragnar Visage Ragnar Visage Hanna Katrín Friðriksson sem er í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður vildi þó ekki lofa neinu um samstarf við aðra flokka að loknum kosningum í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Hanna Katrín Friðriksson segir óábyrgt að segja ellefu dögum fyrir kosningar með hvaða flokkum Viðreisn vilji vinna mynda ríkisstjórn. Málefnin ráði för.Vísir/Vilhelm „Ég veit að þetta er leiðinlegt svar fyrir þá sem vilja smá hasar. En það er ómögulegt fyrir ábyrgt fólk í stjórnmálum að svara öðruvísi en þannig ellefu dögum fyrir kosningar að málefnin ráða för. Við erum bara í þeim veruleika núna með þennan fjölda flokka,“ sagði Hanna Katrín. Guðmundur Ingi Guðbrandsson oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi svaraði spurningunni um mögulegt stjórnarsamstarf að loknum kosningum á svipuðum nótum. Hann var ekki sáttur við fylgistap VG eftir fjögur ár í ríkisstjórn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir fylgi Vinstri grænna í könnun Maskínu vera undir væntingum. Það þurfi að vera meira til að tryggja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Þetta er undir væntingum hjá okkur ef þetta yrði niðurstaðan að sjálfsögðu. Við stefnum á að fá talsvert meira en þetta og halda meiri styrk inn á þingi. Enda held ég að það sé mjög mikilvægt ef Katrín Jakobsdóttir á að geta verið forsætisráðherra áfram sem er það sem við viljum,“ sagði Guðmundur Ingi. Samkvæmt könnun Maskínu fengi Flokkur fólksins aðeins einn þingmann og hann kæmi úr Suðurkjördæmi. Inga Sæland formaður flokksins er hins vegar í fyrsta sæti flokksins í Reykjavík suður og kæmist þar af leiðandi ekki á þing samkvæmt könnuninni. Inga Sæland er bjartsýn á að næstu ellefu dagar muni duga til að tryggja henni kjör á Alþingi í kosningunum í næstu viku.Vísir/Vilhelm „Það er svo gaman að vera í pólitík. Þannig að ég er bara bjartsýn og brosandi og bíð eftir að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum.“ Þannig að ellefu dagar ættu að duga til að koma þér inn á þing? „Ekki spurning,“ sagði Inga Sæland í Pallborðinu sem sjá má í heild sinni hér á Vísi. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Viðreisn Vinstri græn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kosningapallborðið: „Nú heyrist þessi fagri söngur í kosningabaráttunni“ Fulltrúar Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna tókust á í bráðfjörugum umræðum um pólitík í útsendingarstúdíói Vísis. 14. september 2021 17:26 Heilbrigðiskerfi í þágu þjóðar Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum. 14. september 2021 17:00 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 21 prósent atkvæða en fékk 25,2 prósent í kosningunum 2017. Vinstri græn tapa einnig rúmlega fimm prósentustigum frá síðustu kosningum. Samfylkingin bætir við sig frá 2017 og mælist nú með 14,6 prósenta fylgi. Píratar og Viðreisn bæta við sig og Sósíalistaflokkurinn kemur nýr inn með 6,1 prósent. Inga Sæland, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Hanna Katrín Friðriksson ræddu stöðuna fyrir kosningar við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi í dag.Vísir/Vilhelm Ef við skoðum þingmannatöluna samkvæmt könnun Maskínu þá fengju Stjórnarflokkarnir samanlagt 29 þingmenn og þar með er stjórnarmeirihlurinn fallinn en 32 þingmenn þarf í lágmarks meirihluta á þingi. Vinstri græn, Samfylking, Píratar og Viðreisn gætu hins vegar myndað þrjátíu og þriggja manna meirihluta á Alþingi samkvæmt könnuninni. Stöð 2/Ragnar Visage Ragnar Visage Hanna Katrín Friðriksson sem er í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður vildi þó ekki lofa neinu um samstarf við aðra flokka að loknum kosningum í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Hanna Katrín Friðriksson segir óábyrgt að segja ellefu dögum fyrir kosningar með hvaða flokkum Viðreisn vilji vinna mynda ríkisstjórn. Málefnin ráði för.Vísir/Vilhelm „Ég veit að þetta er leiðinlegt svar fyrir þá sem vilja smá hasar. En það er ómögulegt fyrir ábyrgt fólk í stjórnmálum að svara öðruvísi en þannig ellefu dögum fyrir kosningar að málefnin ráða för. Við erum bara í þeim veruleika núna með þennan fjölda flokka,“ sagði Hanna Katrín. Guðmundur Ingi Guðbrandsson oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi svaraði spurningunni um mögulegt stjórnarsamstarf að loknum kosningum á svipuðum nótum. Hann var ekki sáttur við fylgistap VG eftir fjögur ár í ríkisstjórn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir fylgi Vinstri grænna í könnun Maskínu vera undir væntingum. Það þurfi að vera meira til að tryggja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Þetta er undir væntingum hjá okkur ef þetta yrði niðurstaðan að sjálfsögðu. Við stefnum á að fá talsvert meira en þetta og halda meiri styrk inn á þingi. Enda held ég að það sé mjög mikilvægt ef Katrín Jakobsdóttir á að geta verið forsætisráðherra áfram sem er það sem við viljum,“ sagði Guðmundur Ingi. Samkvæmt könnun Maskínu fengi Flokkur fólksins aðeins einn þingmann og hann kæmi úr Suðurkjördæmi. Inga Sæland formaður flokksins er hins vegar í fyrsta sæti flokksins í Reykjavík suður og kæmist þar af leiðandi ekki á þing samkvæmt könnuninni. Inga Sæland er bjartsýn á að næstu ellefu dagar muni duga til að tryggja henni kjör á Alþingi í kosningunum í næstu viku.Vísir/Vilhelm „Það er svo gaman að vera í pólitík. Þannig að ég er bara bjartsýn og brosandi og bíð eftir að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum.“ Þannig að ellefu dagar ættu að duga til að koma þér inn á þing? „Ekki spurning,“ sagði Inga Sæland í Pallborðinu sem sjá má í heild sinni hér á Vísi.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Viðreisn Vinstri græn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kosningapallborðið: „Nú heyrist þessi fagri söngur í kosningabaráttunni“ Fulltrúar Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna tókust á í bráðfjörugum umræðum um pólitík í útsendingarstúdíói Vísis. 14. september 2021 17:26 Heilbrigðiskerfi í þágu þjóðar Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum. 14. september 2021 17:00 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Kosningapallborðið: „Nú heyrist þessi fagri söngur í kosningabaráttunni“ Fulltrúar Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna tókust á í bráðfjörugum umræðum um pólitík í útsendingarstúdíói Vísis. 14. september 2021 17:26
Heilbrigðiskerfi í þágu þjóðar Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum. 14. september 2021 17:00