Fótbolti

Fjórar vítaspyrnur og eitt rautt spjald er Sevilla og Salzburg skildu jöfn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Luka Sucic tekur aðra af tveimur vítaspyrnum sínum í dag.
Luka Sucic tekur aðra af tveimur vítaspyrnum sínum í dag. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Spænska liðið Sevilla tók á móti Salzburg frá Austurríki í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í dag. Lokatölur urðu 1-1 í leik þar sem að alls voru dæmdar fjórar vítaspyrnur.

Allar vítaspyrnur leiksins voru dæmdar í fyrri hálfleik. Karim Adeyemi klikkaði á þeirri fyrstu eftir rúmlega tíu mínútna leik fyrir gestina frá Salzburg, áður en Luka Sucic skoraði úr sinni á 21. mínútu og kom gestunum yfir.

Luka Sucic fór svo aftur á punktinn á 37. mínútu en í þetta skipti skaut hann í stöngina. Þremur mítnútum fyrir hálfleik tók Ivan Rakitic vítaspyrnu fyrir Sevilla og jafnaði metin rétt fyir hlé. 

Engin vítaspyrna var dæmd í seinni hálfleik, en Youssef En-Nesyri náði sér í sitt annað gula spjald á 50. mínútu og þar með rautt fyrir heldur augljósan leikaraskap í liði Sevilla.

Tíu leikmenn Sevilla héldu þó út og lokatölur því 1-1. Liðin eru því bæði með eitt stig eftir einn leik í G-riðli Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×