Yngjandi undravatn í pottunum í Stykkishólmi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. september 2021 06:36 Arnar Hreiðarsson sér um sundlaugarnar í Stykkishólmi. Vísir/Sigurjón Einstakt vatn rennur í heitu pottana í Stykkishólmi en það er blandað náttúrulegum efnum sem finnast hvergi annars staðar á landinu. Forstöðumaðurinn líkir vatninu við undravatn, segir það yngjandi og geta ráðið bug á ýmsum húðsjúkdómum. Pottarnir við sundlaugina í Stykkishólmi virðast ósköp hefðbundnir en það sem margir vita ekki er að í þá rennur einstakt, vottað hitaveituvatn úr borholu. Vatnið er ríkt af steinefnum, er basískt og inniheldur uppleyst efni á borð við natríumklóríð og kalsíumsölt. Vatnið hefur reynst fólki með húðsjúkdóma vel og það sem er ekki síðra - það á líka að vera yngjandi. „Þessi samsetning er talin alveg extra góð og þeir psoriasis sjúklingar sem koma hingað segja að þetta sé mikið betra en vatnið í Bláa lóninu, ég veit ekki hvort það má segja það,” segir Arnar Hreiðarsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Stykkishólmi. Hann segir fólk finna raunverulegan mun á húðinni eftir vatnið. „Það eru margir sem koma, leigja sér bústað hérna uppi í sveit og eru hér í kannski þrjá, fjóra eða fimm daga og fara miklu betri heim. Það er miklu ódýrara að koma í Stykkishólm í nokkra daga en að fara í sólina og liggja erlendis,” segir Arnar og tekur fram að það kosti ekki nema 1.050 krónur að fara í laugina. Arnar bætir við að drykkjarvatnið sé einnig allra meina bót, en sundlaugargestir geta drukkið það beint af krana. „Þetta er aðeins salt og steinefnin í þessu eru betri en orkudrykkir sem verið er að blanda og búa til og setja í alls konar steinefni. Þetta er allt hér.“ Vatnið er sagt vera allra meina bót.Vísir/Sigurjón Róbert Grétar Gunnarsson, yfirstýrimaður á Baldri, er fastagestur í lauginni en tekur undir orð Arnars að um algjört undravatn sé að ræða. „Þetta er bara alveg dásamlegt. Hressir, bætir og kætir á allan hátt.“ Stykkishólmur Sundlaugar Heilsa Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira
Pottarnir við sundlaugina í Stykkishólmi virðast ósköp hefðbundnir en það sem margir vita ekki er að í þá rennur einstakt, vottað hitaveituvatn úr borholu. Vatnið er ríkt af steinefnum, er basískt og inniheldur uppleyst efni á borð við natríumklóríð og kalsíumsölt. Vatnið hefur reynst fólki með húðsjúkdóma vel og það sem er ekki síðra - það á líka að vera yngjandi. „Þessi samsetning er talin alveg extra góð og þeir psoriasis sjúklingar sem koma hingað segja að þetta sé mikið betra en vatnið í Bláa lóninu, ég veit ekki hvort það má segja það,” segir Arnar Hreiðarsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Stykkishólmi. Hann segir fólk finna raunverulegan mun á húðinni eftir vatnið. „Það eru margir sem koma, leigja sér bústað hérna uppi í sveit og eru hér í kannski þrjá, fjóra eða fimm daga og fara miklu betri heim. Það er miklu ódýrara að koma í Stykkishólm í nokkra daga en að fara í sólina og liggja erlendis,” segir Arnar og tekur fram að það kosti ekki nema 1.050 krónur að fara í laugina. Arnar bætir við að drykkjarvatnið sé einnig allra meina bót, en sundlaugargestir geta drukkið það beint af krana. „Þetta er aðeins salt og steinefnin í þessu eru betri en orkudrykkir sem verið er að blanda og búa til og setja í alls konar steinefni. Þetta er allt hér.“ Vatnið er sagt vera allra meina bót.Vísir/Sigurjón Róbert Grétar Gunnarsson, yfirstýrimaður á Baldri, er fastagestur í lauginni en tekur undir orð Arnars að um algjört undravatn sé að ræða. „Þetta er bara alveg dásamlegt. Hressir, bætir og kætir á allan hátt.“
Stykkishólmur Sundlaugar Heilsa Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira