„Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi“ Árni Múli Jónasson skrifar 15. september 2021 10:30 Mörgum eru minnisstæð orð núverandi formanns Framsóknarflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, Þegar flett hafði verið ofan af því að núverandi formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Bendediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áttu peninga og félög í útlendum skattaskjólum. Sigurður Ingi var spurður: „Er eðlilegt að forsætisráðherrann og kona hans eigi stórar upphæðir á Tortola?“ Fullur samúðar svaraði Sigurður: „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“ Hann var þá spurður: „En að eiga peninga á Tortola?“ Hann svaraði skilningsríkur: „Einhvers staðar verða peningarnir að vera.“ Í leiðara Kjarnans 9. ágúst sl. kemur fram að mánaðarlaun ráðherra á Íslandi hafi hækkað um 874 þúsund krónur síðan þetta viðtal var tekið við formann Framsóknarflokksins. Þar segir m.a.: „Grunnlaun ráðherra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemmsumars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mánuði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tímabilinu, eða um 70 prósent.“ Á visir.is var fyrr í þessari viku frétt undir fyrirsögninni „Börn fatlaðs fólk verða af næringarríkum mat og tómstundum.“ Þar segir m.a.: „Tæplega átta af hverjum tíu í flokki fatlaðs fólks eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Sex af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Þetta er meðal niðurstaðna spurningakönnunar Vörðu fyrir Öryrkjabandalag Íslands þar sem staða fatlaðs fólks á Íslandi var könnuð.“ Í fréttinni segir líka: „Heildarniðurstaðan er sú að fjárhagsstaða fatlaðs fólks er mjög slæm. Tæplega fjórir af hverjum tíu búi við skort á efnislegum gæðum.“ ... „Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum og einstæðum foreldrum eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Um helmingur einstæðra fatlaðra foreldra og einhleypra býr við skort á efnislegum gæðum. Ríflega fjórir af hverjum tíu einstæðum foreldrum geta ekki veitt börnunum sínum eins næringarríkan mat og þeir vilja eða greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda.“ ... „Ríflega átta af hverjum tíu hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Sex af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu. Þrír af hverjum tíu hafa neitað sér um almenna heilbrigðisþjónustu. Tæplega níu af hverjum tíu segja að kostnaður sé helsta ástæða þess að þeir hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu.“ Getur þetta fátæka fólk kannski huggað sig það við að hafa aldrei þurft að takast á við þá erfiðleika, sem formaður Framsóknaflokksins hafði svo mikinn skilning á, hvað það er „flókið að eiga peninga á Íslandi“? En ef þið eruð ekki sátt við það samfélag og siðleysi sem framangreint lýsir og þennan viðskilnað ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur getið þið látið álit ykkar í ljós með einföldum en mjög áhrifaríkum hætti: Kjósið Sósíalistaflokkinn! Höfundur er í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Mörgum eru minnisstæð orð núverandi formanns Framsóknarflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, Þegar flett hafði verið ofan af því að núverandi formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Bendediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áttu peninga og félög í útlendum skattaskjólum. Sigurður Ingi var spurður: „Er eðlilegt að forsætisráðherrann og kona hans eigi stórar upphæðir á Tortola?“ Fullur samúðar svaraði Sigurður: „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“ Hann var þá spurður: „En að eiga peninga á Tortola?“ Hann svaraði skilningsríkur: „Einhvers staðar verða peningarnir að vera.“ Í leiðara Kjarnans 9. ágúst sl. kemur fram að mánaðarlaun ráðherra á Íslandi hafi hækkað um 874 þúsund krónur síðan þetta viðtal var tekið við formann Framsóknarflokksins. Þar segir m.a.: „Grunnlaun ráðherra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemmsumars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mánuði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tímabilinu, eða um 70 prósent.“ Á visir.is var fyrr í þessari viku frétt undir fyrirsögninni „Börn fatlaðs fólk verða af næringarríkum mat og tómstundum.“ Þar segir m.a.: „Tæplega átta af hverjum tíu í flokki fatlaðs fólks eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Sex af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Þetta er meðal niðurstaðna spurningakönnunar Vörðu fyrir Öryrkjabandalag Íslands þar sem staða fatlaðs fólks á Íslandi var könnuð.“ Í fréttinni segir líka: „Heildarniðurstaðan er sú að fjárhagsstaða fatlaðs fólks er mjög slæm. Tæplega fjórir af hverjum tíu búi við skort á efnislegum gæðum.“ ... „Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum og einstæðum foreldrum eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Um helmingur einstæðra fatlaðra foreldra og einhleypra býr við skort á efnislegum gæðum. Ríflega fjórir af hverjum tíu einstæðum foreldrum geta ekki veitt börnunum sínum eins næringarríkan mat og þeir vilja eða greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda.“ ... „Ríflega átta af hverjum tíu hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Sex af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu. Þrír af hverjum tíu hafa neitað sér um almenna heilbrigðisþjónustu. Tæplega níu af hverjum tíu segja að kostnaður sé helsta ástæða þess að þeir hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu.“ Getur þetta fátæka fólk kannski huggað sig það við að hafa aldrei þurft að takast á við þá erfiðleika, sem formaður Framsóknaflokksins hafði svo mikinn skilning á, hvað það er „flókið að eiga peninga á Íslandi“? En ef þið eruð ekki sátt við það samfélag og siðleysi sem framangreint lýsir og þennan viðskilnað ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur getið þið látið álit ykkar í ljós með einföldum en mjög áhrifaríkum hætti: Kjósið Sósíalistaflokkinn! Höfundur er í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun