Hvers vegna ekki Miðflokk? Þór Saari skrifar 15. september 2021 15:00 Miðflokkurinn er skrýtinn skepna og á að sjálfsögðu ekkert erindi í stjórnmál, enda hugarfóstur reiðs manns sem fylltist bræði þegar upp komst um að hann ætti leynireikninga í skattaskjóli þegar hann var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Allt það leikrit sem fór í gang í kjölfar þess að Sigmundur Davíð rauk til Bessastaða til að fá áframhaldandi stjórnarumboð, en var vísað á dyr, til hans ömurlegu uppákomu þegar Framsóknarflokkurinn hafnaði honum, sýnir skýrt að þarna fer maður sem skeytir ekki um neitt nema sjálfan sig. Ótrúlega ruglingslegur ferill hans sem forsætisráðherra, þegar hann var með sérstakan aðstoðarmann í fullu starfi við að útskýra hvað hann meinti með öllu bullinu, eða réttara sagt hvað hann hefði ætlað að segja, var út í gegn pínlegt og ekki sæmandi nokkrum manni, hvað þá forsætisráðherra. Meintur björgunarleiðangur hans til heimilanna í landinu var einnig misheppnaður, þar sem hann var að mestu fjármagnaður af skattborgurum landsins, sama fólkinu og hann sagðist vera að hjálpa. Miðflokkurinn hefur líka verið á línu útlendingaandúðar og rær þar á mið með þann lægsta samnefnara sem til er þegar kemur að samfélagsmálum. Fræg er líka uppákoman á Klausturbar, þegar þingmenn flokksins gerðust sekir um slíka fyrirlitningu á kvenkyns vinnufélögum á Alþingi sem og almenna kvenfyrirlitningu að slíkt var algerlega fáheyrt. Einn af þeim sem viðhafði hvað viðurstyggilegustu orðin í þeim fagnaði er nú í efsta sæti Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi í komandi Alþingiskosningum, og er þar með ráðherraefni hans. Sjálfur stendur Miðflokkurinn ekki fyrir neitt, eins og sjá má í stefnu hans sem er samsuða um eitthvað endalaust bull sem ekki er hægt að fá nokkurn botn í. Enda líklega ekki ætlunin, þar sem framboðið snýst fyrst og fremst um að koma formanninum á öruggan stað þar sem hann gæti kannski orðið föðurbetrungur í braski með eigur samfélagsins. Vissulega eru til góðir Miðflokksmenn og ber þar að geta hóps þeirra sem stýrir nú að miklu leiti sveitarfélaginu Árborg og hafa staðið sig vel. En það að stýra sveitarfélagi, vinnu sem krefst engrar hugmyndafræði, er allt annað mál en að stýra landi. Í landsmálunum á Miðflokkurinn og formaðurinn bara ekkert erindi og yrði líklega bara enn ein afætan í því þjófræði sem Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram með, hafi hann tækifæri til. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn er skrýtinn skepna og á að sjálfsögðu ekkert erindi í stjórnmál, enda hugarfóstur reiðs manns sem fylltist bræði þegar upp komst um að hann ætti leynireikninga í skattaskjóli þegar hann var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Allt það leikrit sem fór í gang í kjölfar þess að Sigmundur Davíð rauk til Bessastaða til að fá áframhaldandi stjórnarumboð, en var vísað á dyr, til hans ömurlegu uppákomu þegar Framsóknarflokkurinn hafnaði honum, sýnir skýrt að þarna fer maður sem skeytir ekki um neitt nema sjálfan sig. Ótrúlega ruglingslegur ferill hans sem forsætisráðherra, þegar hann var með sérstakan aðstoðarmann í fullu starfi við að útskýra hvað hann meinti með öllu bullinu, eða réttara sagt hvað hann hefði ætlað að segja, var út í gegn pínlegt og ekki sæmandi nokkrum manni, hvað þá forsætisráðherra. Meintur björgunarleiðangur hans til heimilanna í landinu var einnig misheppnaður, þar sem hann var að mestu fjármagnaður af skattborgurum landsins, sama fólkinu og hann sagðist vera að hjálpa. Miðflokkurinn hefur líka verið á línu útlendingaandúðar og rær þar á mið með þann lægsta samnefnara sem til er þegar kemur að samfélagsmálum. Fræg er líka uppákoman á Klausturbar, þegar þingmenn flokksins gerðust sekir um slíka fyrirlitningu á kvenkyns vinnufélögum á Alþingi sem og almenna kvenfyrirlitningu að slíkt var algerlega fáheyrt. Einn af þeim sem viðhafði hvað viðurstyggilegustu orðin í þeim fagnaði er nú í efsta sæti Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi í komandi Alþingiskosningum, og er þar með ráðherraefni hans. Sjálfur stendur Miðflokkurinn ekki fyrir neitt, eins og sjá má í stefnu hans sem er samsuða um eitthvað endalaust bull sem ekki er hægt að fá nokkurn botn í. Enda líklega ekki ætlunin, þar sem framboðið snýst fyrst og fremst um að koma formanninum á öruggan stað þar sem hann gæti kannski orðið föðurbetrungur í braski með eigur samfélagsins. Vissulega eru til góðir Miðflokksmenn og ber þar að geta hóps þeirra sem stýrir nú að miklu leiti sveitarfélaginu Árborg og hafa staðið sig vel. En það að stýra sveitarfélagi, vinnu sem krefst engrar hugmyndafræði, er allt annað mál en að stýra landi. Í landsmálunum á Miðflokkurinn og formaðurinn bara ekkert erindi og yrði líklega bara enn ein afætan í því þjófræði sem Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram með, hafi hann tækifæri til. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar