Handbolti

Sjáðu upp­hitunar­þátt Seinni bylgjunnar þar sem Robbi Gunn var frum­sýndur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Gunnarsson, Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson voru sérfræðingar í fyrsta þættinum af Seinni bylgjunni á þessu tímabili.
Róbert Gunnarsson, Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson voru sérfræðingar í fyrsta þættinum af Seinni bylgjunni á þessu tímabili. Skjámynd/S2 Sport

Seinni bylgjan hóf nýtt tímabil á mánudagskvöldið þar sem var upphitunarþáttur fyrir Olís deild karla í handbolta sem hefst annað kvöld.

Stefán Árni Pálsson er tekinn við sem umsjónarmaður Seinni bylgjunnar og hann kynnti strax nýjan sérfræðing til leiks í fyrsta þættinum.

Landsliðsgoðsögnin og silfurdrengurinn Róbert Gunnarsson verður í sérfræðingahópnum í vetur og hann var í fyrsta þættinum ásamt þeim Jóhanni Gunnari Einarssyni og Ásgeiri Erni Hallgrímssyni.

Róbert er nýkominn heim eftir nítján ár erlendis þar sem hann spilaði í Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi. Róbert skoraði alls 765 mörk í 279 landsleikjum og er markahæsti línumaður íslenska A-landsliðsins frá upphafi.

Seinni bylgjan fékk það viðamikla starf að kynna Olís deild karla í vetur. Í þættinum var farið yfir öll tólf lið deildarinnar, farið yfir breytingarnar í sumar og hvernig leikmannahópurinn lítur út.

Seinni bylgjan birti síðan spá sína um lokastöðuna í deildinni.

Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Allur kynningarþátturinn fyrir 2021-22 tímabilið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×