Fótbolti

Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann

Sindri Sverrisson skrifar
Jordan Henderson var hylltur sérstaklega á Anfield í gærkvöld en hann skoraði sigurmark leiksins.
Jordan Henderson var hylltur sérstaklega á Anfield í gærkvöld en hann skoraði sigurmark leiksins. Getty/Shaun Brooks

„Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu.

Ólafur er stuðningsmaður Liverpool en var í fyrsta sinn að mæta í hið mikla vígi sem Anfield er, ekki síst á Evrópukvöldi:

„Hérna var gríðarleg stemning. Maður skynjar að þetta fólk sem hér er að horfa á leikinn skilur fótboltann og hvetur liðið sitt áfram. Það hvetur líka þegar hlutir gerast sem að því líkar; þegar einhver hleypur til baka eða vinnur tæklingu og svo framvegis,“ sagði Ólafur.

Klippa: Óli Kristjáns á Anfield í fyrsta sinn

„Það er augljóst að menn fá mismikla hvatningu. Það voru tvær hetjur teknar af velli, Henderson og Salah, og klárt að það eru stærstu stjörnurnar,“ bætti hann við.

Þetta var vissulega fyrsta heimsókn Ólafs á Anfield en ekki sú síðasta:

„Ég á pottþétt eftir að koma aftur. Úrslitin voru góð en ég held að svona í fyrsta skipti þá hafi það verið upplifunin sem stendur upp úr; að koma loksins á þennan stað.“

Ólafur og Guðmundur Benediktsson voru á hliðarlínunni á Anfield í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld, fyrir og eftir leik.

Ólafur fór yfir málin í hálfleik en þá var staðan 2-1 fyrir AC Milan, sem var engan veginn í spilunum eftir fyrstu 20 mínútur leiksins eins og Ólafur benti á:

Klippa: Óli Kristjáns í hálfleik á Anfield

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×