Píratísk byggðastefna Magnús Davíð Norðdahl og Einar Brynjólfsson skrifa 16. september 2021 15:01 Á landinu bjuggu á síðasta fjórðungi ársins 2020 samtals 368.590 manns samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er álíka fjöldi og gæti búið við eina götu í stórborg erlendis. Sem fámenn þjóð ættum við að hafa fulla burði til þess að tryggja jafnræði, samheldni og stuðning hvert við annað. Það er hins vegar erfitt að koma í veg fyrir misklíð og flokkadrætti þegar ekki er hugað nægjanlega vel að þeim hópum samfélagsins sem standa höllum fæti. Lykillinn að samfélagi einingar og samstöðu liggur í að tryggja velferð og mannsæmandi kjör allra þeirra sem búa á landinu. Þetta á við um alla íbúa landins í öllum kjördæmum þess. Beint lýðræði og valddreifing Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er „Lýðræði ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu. Píratar aðhyllast valddreifingu, aukinn sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og beint lýðræði. Þetta eru hornsteinar í sjálfri grunnstefnu Pírata, sem allar okkar aðgerðir og stefnur hvíla á. Íbúar nærsamfélags eiga alltaf að hafa úrslitaorðið varðandi ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf þeirra. Þess vegna viljum við auðvelda íbúum að kalla eftir kosningum heima í héraði um málefni sem brenna á þeim. Við treystum Íslendingum til að ákvarða framtíð sína sjálfir og ekki síst íbúum nærsamfélagsins um allt land Spillingarvarnir og skynsamleg nýting fjármuna Rétt eins og lóan boðar komu vorsins er lýðskrum og óábyrgur loforðaflaumur vísbending um að kosningar eru í nánd. Sjálfkrýndir frelsarar vaða úr einu byggðarlagi í annað og lofa fjárútlátum eins og enginn sé morgundagurinn. Við aðstæður sem þessar er stefna Pírata mikilvægari en nokkru sinni fyrr þannig að upplýst umræða og skynsemi ráði för. Ef fjármunum er varið eftir hentisemi stjórnmálamanna án fullnægjandi greiningar á gæðum útgjaldanna hverju sinni er hætt við að mikilvæg tækifæri fari forgörðum. Það gefur augaleið að ef milljörðum er sóað í ákveðnar framkvæmdir, sem ekki skila tilætluðum árangri, mun skorta fjármuni í önnur og betri verkefni. Almennt er skynsöm nýting fjármuna á landsbyggðinni, sem byggir á fyrirliggjandi gögnum og þekkingu, forsenda sjálfbærrar uppbyggingar og bættrar afkomu þeirra sem þar búa. Takist Pírötum að koma á frjálslyndri og umbótasinnaðri ríkisstjórn þar sem grunnstefna Pírata fær að njóta sín mætti með sanni tala um píratíska ríkisstjórn. Arfleið slíkrar ríkisstjórnar væri að marka skil á milli eldri tíma, þar sem frændhygli, spilling og sérhagsmunir réðu för, og nýrri tíma með áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnsæi og ábyrgð landsmönnum öllum til heilla. Grunnstefnan okkar einfaldlega krefst þess. Þingmenn þjónustuhlutverki Mikilvægt er að þingmenn hlusti vel á vilja kjósenda og veiti þeim liðsinni og stuðning í að ráðast í mikilvæg og skynsamleg verkefni á þeirra eigin forsendum. Krafturinn, getan, þekkingin og viljinn býr í heimabyggð. Hlutverk þingmanna er að þjónusta kjósendur og búa til umgjörð þar sem hæfileikar íbúanna sjálfra fá að njóta sín í uppbyggingarstarfi. Í samtölum okkar við kjósendur í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi eru nokkur atriði sem hafa borið á góma oftar en önnur. Ber þar hæst skortur á innviðum, fullnægjandi samgöngum og umhverfi sem býður upp á raunveruleg tækifæri til atvinnusköpunar þar sem til verða góð og vellaunuð störf til framtíðar. Þá hafa kjósendur nefnt mikilvægi þess að tryggja afhendingaröryggi raforku, auka frelsi minni útgerða til sjósóknar, ráðast í löngutímabærar vegaframkvæmdir, efla tekjustofna sveitarfélaga og tryggja réttinn til grunnþjónustu, þ.e. heilbrigðisþjónustu og menntunar. Kosningastefna Pírata er ein allsherjar byggðastefna. Hvort sem það eru samgöngur, innviðir, nýsköpun, loftslagsmál, sjávarútvegsmál, menntamál eða heilbrigðismál – í öllum málaflokkum hafa Píratar hagsmuni landsins alls í huga. Enda er leiðarljósið okkar, fyrrnefnd grunnstefna Pírata, alveg skýrt: Réttur hvers og eins er jafn sterkur – og þar skiptir búseta vitaskuld engu máli. Landsbyggðin sem heild og ekki síst byggðakjarnar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi hafa á síðustu árum og áratugum átt undir högg að sækja. Ástæðan er fyrst og síðast skortur á innviðum, fullnægjandi samgöngum og umhverfi sem býður upp á raunveruleg tækifæri til atvinnusköpunar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hafa stjórnmálamenn enn sem komið er ekki náð því markmiði að reisa byggðir kjördæmanna á þann stall sem þær eiga skilið. Þó að ýmislegt hafi vissulega áunnist er staðan eftir sem áður sú að ungir einstaklingar, sem hafa einlægan áhuga á því að setjast að í sínum heimabyggðum eftir dvöl í Reykjavík eða á erlendri grundu, sjá sér í sumum tilvikum ekki fært að snúa aftur. Þessu þarf að breyta og tryggja vel launuð og góð störf um land allt. Tækifærin ættu að vera mörg og fjölbreytileg en innviðina og raunverulegan pólitískan vilja virðist vantar þegar á hólminn er komið. Það á ekki að skipta máli hvort einstaklingur fæðist í Reykjavík eða á landsbyggðinni, tækifærin eiga að vera þau sömu. Tækifæri til breytinga 25. september Píratar eru reiðubúnir að bjóða fram alla krafta sína og baráttuvilja til þess að hefja byggðir Norðvestur- og Norðausturkjördæmis til vegs og virðingar í nánu samráði við íbúana sjálfa. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa haft meirihluta í kjördæminu á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að öðrum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur í kjördæmunum. Píratar eru framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum. Þannig næst árangur. Nýtum kosningaréttinn þann 25. september næstkomandi. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundar eru oddvitar Pírata í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Einar A. Brynjólfsson Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Píratar Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Á landinu bjuggu á síðasta fjórðungi ársins 2020 samtals 368.590 manns samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er álíka fjöldi og gæti búið við eina götu í stórborg erlendis. Sem fámenn þjóð ættum við að hafa fulla burði til þess að tryggja jafnræði, samheldni og stuðning hvert við annað. Það er hins vegar erfitt að koma í veg fyrir misklíð og flokkadrætti þegar ekki er hugað nægjanlega vel að þeim hópum samfélagsins sem standa höllum fæti. Lykillinn að samfélagi einingar og samstöðu liggur í að tryggja velferð og mannsæmandi kjör allra þeirra sem búa á landinu. Þetta á við um alla íbúa landins í öllum kjördæmum þess. Beint lýðræði og valddreifing Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er „Lýðræði ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu. Píratar aðhyllast valddreifingu, aukinn sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og beint lýðræði. Þetta eru hornsteinar í sjálfri grunnstefnu Pírata, sem allar okkar aðgerðir og stefnur hvíla á. Íbúar nærsamfélags eiga alltaf að hafa úrslitaorðið varðandi ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf þeirra. Þess vegna viljum við auðvelda íbúum að kalla eftir kosningum heima í héraði um málefni sem brenna á þeim. Við treystum Íslendingum til að ákvarða framtíð sína sjálfir og ekki síst íbúum nærsamfélagsins um allt land Spillingarvarnir og skynsamleg nýting fjármuna Rétt eins og lóan boðar komu vorsins er lýðskrum og óábyrgur loforðaflaumur vísbending um að kosningar eru í nánd. Sjálfkrýndir frelsarar vaða úr einu byggðarlagi í annað og lofa fjárútlátum eins og enginn sé morgundagurinn. Við aðstæður sem þessar er stefna Pírata mikilvægari en nokkru sinni fyrr þannig að upplýst umræða og skynsemi ráði för. Ef fjármunum er varið eftir hentisemi stjórnmálamanna án fullnægjandi greiningar á gæðum útgjaldanna hverju sinni er hætt við að mikilvæg tækifæri fari forgörðum. Það gefur augaleið að ef milljörðum er sóað í ákveðnar framkvæmdir, sem ekki skila tilætluðum árangri, mun skorta fjármuni í önnur og betri verkefni. Almennt er skynsöm nýting fjármuna á landsbyggðinni, sem byggir á fyrirliggjandi gögnum og þekkingu, forsenda sjálfbærrar uppbyggingar og bættrar afkomu þeirra sem þar búa. Takist Pírötum að koma á frjálslyndri og umbótasinnaðri ríkisstjórn þar sem grunnstefna Pírata fær að njóta sín mætti með sanni tala um píratíska ríkisstjórn. Arfleið slíkrar ríkisstjórnar væri að marka skil á milli eldri tíma, þar sem frændhygli, spilling og sérhagsmunir réðu för, og nýrri tíma með áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnsæi og ábyrgð landsmönnum öllum til heilla. Grunnstefnan okkar einfaldlega krefst þess. Þingmenn þjónustuhlutverki Mikilvægt er að þingmenn hlusti vel á vilja kjósenda og veiti þeim liðsinni og stuðning í að ráðast í mikilvæg og skynsamleg verkefni á þeirra eigin forsendum. Krafturinn, getan, þekkingin og viljinn býr í heimabyggð. Hlutverk þingmanna er að þjónusta kjósendur og búa til umgjörð þar sem hæfileikar íbúanna sjálfra fá að njóta sín í uppbyggingarstarfi. Í samtölum okkar við kjósendur í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi eru nokkur atriði sem hafa borið á góma oftar en önnur. Ber þar hæst skortur á innviðum, fullnægjandi samgöngum og umhverfi sem býður upp á raunveruleg tækifæri til atvinnusköpunar þar sem til verða góð og vellaunuð störf til framtíðar. Þá hafa kjósendur nefnt mikilvægi þess að tryggja afhendingaröryggi raforku, auka frelsi minni útgerða til sjósóknar, ráðast í löngutímabærar vegaframkvæmdir, efla tekjustofna sveitarfélaga og tryggja réttinn til grunnþjónustu, þ.e. heilbrigðisþjónustu og menntunar. Kosningastefna Pírata er ein allsherjar byggðastefna. Hvort sem það eru samgöngur, innviðir, nýsköpun, loftslagsmál, sjávarútvegsmál, menntamál eða heilbrigðismál – í öllum málaflokkum hafa Píratar hagsmuni landsins alls í huga. Enda er leiðarljósið okkar, fyrrnefnd grunnstefna Pírata, alveg skýrt: Réttur hvers og eins er jafn sterkur – og þar skiptir búseta vitaskuld engu máli. Landsbyggðin sem heild og ekki síst byggðakjarnar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi hafa á síðustu árum og áratugum átt undir högg að sækja. Ástæðan er fyrst og síðast skortur á innviðum, fullnægjandi samgöngum og umhverfi sem býður upp á raunveruleg tækifæri til atvinnusköpunar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hafa stjórnmálamenn enn sem komið er ekki náð því markmiði að reisa byggðir kjördæmanna á þann stall sem þær eiga skilið. Þó að ýmislegt hafi vissulega áunnist er staðan eftir sem áður sú að ungir einstaklingar, sem hafa einlægan áhuga á því að setjast að í sínum heimabyggðum eftir dvöl í Reykjavík eða á erlendri grundu, sjá sér í sumum tilvikum ekki fært að snúa aftur. Þessu þarf að breyta og tryggja vel launuð og góð störf um land allt. Tækifærin ættu að vera mörg og fjölbreytileg en innviðina og raunverulegan pólitískan vilja virðist vantar þegar á hólminn er komið. Það á ekki að skipta máli hvort einstaklingur fæðist í Reykjavík eða á landsbyggðinni, tækifærin eiga að vera þau sömu. Tækifæri til breytinga 25. september Píratar eru reiðubúnir að bjóða fram alla krafta sína og baráttuvilja til þess að hefja byggðir Norðvestur- og Norðausturkjördæmis til vegs og virðingar í nánu samráði við íbúana sjálfa. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa haft meirihluta í kjördæminu á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að öðrum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur í kjördæmunum. Píratar eru framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum. Þannig næst árangur. Nýtum kosningaréttinn þann 25. september næstkomandi. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundar eru oddvitar Pírata í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar